Afríka

Hundruð þúsunda í hættu í Afríku
Hætta er á að COVID-19 farsóttin eigi eftir að verða allt að þrjú hundruð þúsund manns að bana í Afríku, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Kórónuveiran er farin að breiðast þar út, einkum í borgum.
17.04.2020 - 17:54
Ebólu-faraldri ekki lokið í Kongó
Eftir rúmar sjö vikur án Ebólu-smits greindist 26 ára karlmaður með sjúkdóminn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hann var sá fyrsti til að fá sjúkdóminn síðan í febrúar að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í heimahéraði mannsins er hann látinn. 
Forseti Úganda gerir heimaæfingamyndband
Eftir að hafa bannað landsmönnum að æfa úti vegna kórónuveirufaraldursins sendi Yoweri Museveni, forseti Úganda, frá sér myndband á Twitter með inniæfingum. Museveni, sem er hálfáttræður, sést þar klæddur gráum íþróttafötum á forsetaskrifstofunni. Hann segist í myndbandinu nota skrifstofu sína til æfinga, eða herbergið sitt heima.
10.04.2020 - 08:10
Þúsund vígamenn felldir við Tsjad-vatn
Stjórnarherinn í Tsjad kveðst hafa fellt eitt þúsund vígamenn úr Boko Haram við Tsjad-vatn. 52 hermenn létu lífið í aðgerðinni að sögn Azem Bermendoa Agouna, talsmanns hersins. 
10.04.2020 - 04:49
Harðstjóri í frí frá ævilöngu fangelsi vegna COVID-19
Fyrrverandi einræðisherra og harðstjóri í Tjad, sem dæmdur var i ævilangt fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni, hefur fengið tveggja mánaða leyfi frá afplánun vegna COVID-19 faraldursins. Stjórnvöld í Senegal hyggjast nota fangelsið sem hann er vistaður í undir nýja fanga og þar verður líka sér deild fyrir fanga sem greinast með COVID-19. Er þetta gert til að varna útbreiðslu farsóttarinnar í öðrum fangelsum landsins.
07.04.2020 - 04:06
Óttast afleiðingar COVID-19 fyrir flóttafólk í Líbíu
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana vara við hættunni sem vofir yfir um 700.000 flóttamönnum og farandfólki á hrakhólum í Líbíu í heimsfaraldrinum, ofan á þær „ólýsanlegu hörmungar sem fólkið hefur þegar mátt þola.
05.04.2020 - 04:14
Fjórir hermenn og tugir vígamanna féllu í Níger
Fjórir nígerskir stjórnarhermenn og tugir vígamanna, sem taldir eru tilheyra íslömskum hryðjuverkasamtökum, féllu í hörðum bardaga í vesturhluta Níger á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins, sem birt var í fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að sveit stjórnahermanna hafi ráðist á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Tillaberi-héraði nærri landamærunum að Malí á fimmtudag.
04.04.2020 - 01:31
Kosningum frestað vegna kórónuveirufaraldursins
Stjórnvöld í Eþíópíu hafa ákveðið að fresta þingkosningum sem vera áttu í sumar vegna krórónuveirufaraldursins. Yfirkjörstjórn í Eþíópíu tilkynnti þetta í gær og sagði að ný dagsetning yrði tilkynnt þegar faraldurinn væri yfirstaðinn. 
01.04.2020 - 09:18
Íbúar Simbabve reknir heim með harðri hendi
Öllum íbúum Simbabve hefur verið skipað að vera heima næstu þrjár vikur til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Flestöllum verslunum hefur verið lokað og flugferðir stöðvaðar til og frá landinu.
30.03.2020 - 10:45
Meira en níutíu féllu í árás Boko Haram
Níutíu og tveir hermenn féllu og 47 særðust í árás hryðjuverkasamtakanna Boko Haram á bækistöð hersins í Tsjad í fyrradag. Idriss Deby, forseti Tsjad, greindi frá þessu í gærkvöld og sagði þetta mesta manntjón sem herinn hefði orðið fyrir.
25.03.2020 - 09:23
Farþegaskip í vanda vegna COVID-19
Tvö farþegaskip, sem eru undan ströndum Ástralíu, hafa beðið um aðstoð vegna COVID-19. Bæði skipin voru á leið til borgarinnar Perth.
25.03.2020 - 08:10
Flóttamenn fundust látnir í gámi í Mósambik
64 lík fundust í gámi á vöruflutningabíl í Mósambík í gær. Talið er að fólkið hafi kafnað. 14 voru á lífi í gámnum að sögn yfirvalda. Flutningabíllinn var nýkominn til Mósambík frá Malaví. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er talið að fólkið sé frá Eþíópíu. Grunur leikur á að smygla hafi átt fólkinu til Suður-Afríku, en þetta er þekkt leið þangað.
25.03.2020 - 06:59
Afríkuríki leita aðstoðar vegna COVID-19
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hvatti í morgun leitoga G20-ríkjanna til að tryggja Afríkuríkjum aðstoð við að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Hann hvatti til að létt yrði á skuldum Afríkuríkja og að stofnaður yrði sjóður upp á 150 milljarða dollara sem þau gætu leitað í. 
24.03.2020 - 10:15
Manu Dibango lést af völdum COVID-19
Manu Dibango, frumkvöðull í djass og fönk-tónlist í Afríku, lést á sjúkrahúsi í París af völdum COVID-19. Greint var frá þessu á Facebook-síðu hans í morgun. 
24.03.2020 - 08:39
Samfélagið
Úr ebólu í kórónaveiru
„Það er skelfilegt að hugsa til þess að hér verði ofsalegur faraldur. Vegna þess að Evrópa virðist eiga nóg með sig þá er ég hræddur um að Afríka gleymist,“ segir Jón Eggert Víðisson, sem starfar sem sendifulltrúi hjá samtökunum Læknum án Landamæra í Austur Kongó „Það væri skelfilegt ef allir gleymdu Afríku, einu sinni enn.“
23.03.2020 - 16:58
Forsetakosningar endurteknar í Malaví
Forsetakosningar verða endurteknar í Malaví 2. júlí, að því er kjörstjórn í landinu tilkynnti í dag. Stjórnlagadómstóll ógilti kosningarnar sem fram fóru í maí í fyrra vegna skipulagsleysis.
23.03.2020 - 13:07
SpaceX sendir geimfara frá NASA til geimstöðvar
SpaceX, fyrirtæki auðkýfingsins Elons Musk, ætlar að senda geimfara frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í maí. Þetta sagði í fréttatilkynningu frá NASA í gærkvöld.
19.03.2020 - 09:48
Tilræði við forsætisráðherra Súdans
Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdans, sakaði ekki þegar reynt var að ráða hann af dögum í morgun. Sprengja var sprengd þar sem bílalest forsætisráðherrans fór um höfuðborgina Kartúm. Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér. 
09.03.2020 - 09:13
Erlent · Afríka · Súdan
Mannskæðir mislingar í Kongó
Meira en sex þúsund manns hafa látist úr mislingum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó undanfarið ár.
06.03.2020 - 14:22
Yfir 200 bjargað úr mansali í Níger
Börn allt niður í tíu ára aldur voru meðal 230 manna sem var bjargað úr mansali í Níger í janúar. 18 voru handteknir í aðgerðum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem tóku tíu daga. 
01.03.2020 - 04:24
Myndskeið
Mótmæltu kongóskum stjórnvöldum í París
Lestarstöðin Gare de Lyon í París var rýmd í dag eftir að mótmælendur kveiktu eld nærri henni. Fjöldi fólks kom saman fyrir utan tónleikahús þar sem tónlistarmaður frá Kongó var með tónleika. Fólkinu þykir tónlistarmaðurinn Fally Ipupa of náinn Felix Tshisekedi, forseta Kongó.
29.02.2020 - 03:19
Erlent · Afríka · Evrópa · Frakkland · Kongó
Fyrsta COVID-19 tilfellið sunnan Sahara
Ítalskur ríkisborgari sem ferðaðist frá Mílanó til Lagos í Nígeríu er fyrsti maðurinn til að greinast með veiruna í Afríkuríki sunnan Sahara. Tvö önnur tilfelli hafa greinst í Afríku, annað í Egyptalandi og hitt í Alsír.
28.02.2020 - 04:46
Hosni Mubarak látinn
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands til nærri þrjátíu ára, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró í dag og hafði lengi glímt við veikindi.
25.02.2020 - 11:47
Gnassingbe forseti Tógó, fjórða kjörtímabilið í röð
Faure Gnassingbe, forseti Tógó, var endurkjörinn þriðja sinni á laugardag og mun því hefja sitt fjórða kjörtímabil á forsetastóli. Yfirkjörstjórn Tógó tilkynnti í morgun að Gnassingbe hefði fengið 72 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Hann teldist því réttkjörinn forseti landsins og ekki þörf á annarri umferð, þar sem hann fékk meira en helming greiddra atkvæða. Andstæðingar hans saka yfirvöld um kosningasvik.
24.02.2020 - 04:34
SÞ: Aðstæður flóttafólks á Grikklandi skammarlegar
Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir skjótum aðgerðum til að bæta þær „hörmulegu og skammarlegu" aðstæður sem flóttafólk neyðist til að búa við í móttökumiðstöðvum á grískum eyjum. Framkvæmdastjórinn, Filippo Grandi, segir skjótra aðgerða þörf til að draga verulega úr óboðlegum þrengslum og bæta aðstæður flóttafólks í yfirfullum búðum á grísku eyjunum. Brýnast sé að auka aðgengi fólks að hreinu vatni, bæta hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu.