Afríka

Skipstjóri flóttamannabáts dæmdur
Skipstjóri fleytu sem smyglaði flóttamönnum frá Marokkó til Kanarí-eyja í fyrra var dæmdur í átta ára fangelsi og þarf að greiða 160 þúsund evra miskabætur. Kona og eins árs barn drukknuðu. Dómstóll á Gran Canaria dæmdi manninn fyrir manndráp af gáleysi og glæpi gegn útlendingum.
06.11.2020 - 04:54
Frakkar felldu yfir 50 vígamenn íslamista í Malí
Frönsk stjórnvöld greindu frá því í gærkvöld að franski herinn hefði fellt yfir 50 vígamenn úr röðum vopnaðra sveita íslamista í Malí á dögunum. Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, upplýsti þetta eftir fund með malískum yfirvöldum í gær. Sagði hún franskar herþotur hafa gert árás á bækistöðvar íslamista með tengsl við Al Kaída síðstliðinn föstudag, nærri landamærunum að Búrkína Fasó og Níger.
03.11.2020 - 04:45
Myndskeið
„Vitum ekki hvað það er skelfilegt að vera að svelta“
Vannæring barna í Jemen hefur aldrei verið alvarlegri. Hjálparsamtök hafa sent út áríðandi neyðarkall sem hópur íslenskra ungmenna hefur svarað. Sara Mansour, talskona hópsins, segir við vitum ekki hvað það er skelfilegt að vera að svelta.
29.10.2020 - 21:30
Samið um vopnahlé í Líbíu
Stríðandi fylkingar í Líbíu undirrituðu samkomulag um vopnahlé í dag eftir fimm daga samningaviðræður í Genf í Sviss að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Vopnahléið á að verða varanlegt.
23.10.2020 - 16:07
Tuga saknað eftir að kirkja hrundi
Lík tólf kvenna og níu karla hafa fundist í rústum kirkju sem hrundi í bænum Akyem Batabi í austurhluta Gana á þriðjudag. Björgunarmenn hafa fundið átta á lífi. Slysið varð skömmu eftir að guðsþjónustu lauk. Einn þeirra sem björguðust áætlar að hátt í sextíu manns hafi verið við messuna. Ekkert liggur fyrir um ástæðu þess að kirkjan hrundi, en hún var enn í byggingu. Lögregla rannsakar málið.
23.10.2020 - 08:56
Erlent · Afríka · Gana
Vígamenn íslamista drápu fjórtán nígeríska hermenn
Vígasveitir íslamista, sem sagðar eru tengjast Íslamska ríkinu, drápu fjórtán nígeríska hermenn er þeir réðust á bækistöð hersins í bænum Jakana, ekki fjarri stórborginni Maiduguri í norðaustanverðri Nígeríu. Árásin var gerð á föstudagskvöld, samkvæmt heimildum AFP, og beittu árásarmennirnir vélbyssum og flugskeytum.
17.10.2020 - 22:33
1.680 milljarðar í baráttu við COVID-19 í þróunarríkjum
Stjórn Alþjóðabankans samþykkti í gær að veita tólf milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.680 milljarða króna, til að fjármagna kaup og dreifingu á bóluefni, sýnatöku og meðferð vegna COVID-19 í þróunarlöndum. Stefnt er að því að fjármagna bólusetningu allt að eins milljarðs manna með þessu framlagi, segir í yfirlýsingu frá bankanum.
Eldur logar í hlíðum Kilimanjaro
Fjöldi slökkviliðsmanna vinnur nú að því að ná tökum á umfangsmiklum eldsvoða á Kilimanjaro, hæsta fjalli Afríku. Óvíst er hvað olli eldsvoðanum. Hann virðist hafa kviknað á Whona, áningastað fjallgöngumanna sem fara um Mandara og Horombo á leið sinni upp Kilimanjaro.
13.10.2020 - 02:12
Flóttamanna saknað eftir að bátur sökk á Miðjarðarhafi
Um tuttugu er saknað eftir að bátur sökk undan ströndum Túnis í gær. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir yfirvöldum í Túnis. Um þrjátíu flóttamenn voru um borð í bátnum, sem stefndi norður yfir Miðjarðarhafið að ítölsku eyjunni Lampedusa. Að minnsta kosti ellefu drukknuðu, átta konur og þrjú börn, að sögn strandgæslunnar í Túnis. Leit stendur yfir.
12.10.2020 - 03:58
Spillt og ofbeldisfull lögregla lögð niður
Stjórnvöld í Nígeríu tilkynntu í dag að búið væri að leggja niður sérstaka lögreglusveit sem barist hefur gegn ránum í landinu. Lögreglusveitin hefur sætt harðri gagnrýni og verið sökuð um margvísleg lögbrot. Þannig eru lögreglumenn sveitarinnar sakaðir um ólöglegar handtökur, fjárkúgun, pyntingar og morð.
11.10.2020 - 15:12
Myndskeið
„Reglur urðu að tilmælum“ eftir myndatöku ráðherra
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist óttast að þær takmarkanir sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar séu of óskýrar og að það hafi áhrif á samstöðu fólks í því að fylgja þeim.
Flugbann yfir virkjunarsvæðinu
Stjórnvöld í Eþíópíu hafa bannað allt flug yfir virkjunarsvæðinu á Bláu Níl, þar sem verið er að reisa stærsta vatnsorkuver í Afríku. Flugmálastjóri Eþíópíu greindi frá þessu í gær og kvað þetta gert af öryggisástæðum, en gaf ekki frekari skýringar.
06.10.2020 - 08:56
Heimskviður
Er íbúum Egyptalands óhætt að gagnrýna forsetann?
Hvernig taka stjórnvöld í Egyptalandi á andstæðingum sínum? Getur verið að fólk sé raunverulega í hættu þar í landi eingöngu vegna stjórnmálaskoðana sinna? Rannsakandi hjá Mannréttindavaktinni segir fráleitt að halda öðru fram.
26.09.2020 - 07:00
Vilja ekki lengur kenna götu við Esau vegna spillingar
Yfirvöld í borginni Swakopmund í Namibíu hafa fengið beiðni um að breyta nafni á götu í borginni. Ástæðan er sú að hún er nú kennd við Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn af þeim sem sakaður er um spillingu í tengslum við Samherja-skjölin.
24.09.2020 - 23:46
Björguðu flóttafólki af bátum á sjó úti
Forsvarsmenn þýsku samtakanna Sea-Eye sögðust í dag hafa bjargað 114 flóttamönnum af bátum á Miðjarðarhafi. Fyrst hefði Alan Kurdi, skip samtakanna, bjargað 90 manns af drekkhlöðnum gúmbát vestur af strönd Líbíu og skömmu síðar hefði það tekið 24 um borð af fiskibát.
19.09.2020 - 17:53
Leiðtogi Trípólístjórnarinnar hyggst hætta
Fayez al-Sarraj, forsætisráðherra alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í Líbíu, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að hann vildi láta af embætti eigi síðar en í lok næsta mánaðar. Sarraj hefur farið fyrir stjórninni í Trípólí síðan hún var mynduð fyrir fimm árum.
17.09.2020 - 09:53
Stjórn austurhluta Líbíu segir af sér
Stjórnvöld í austanverðri Líbíu sá sig knúin til að segja af sér í gær eftir hörð mótmæli. Abdallah al-Thani, forsætisráðherra, tilkynnti forseta þingsins í austurhluta landsins afsögnina. Mótmælaaldan hófst á fimmtudag, eftir að almennir borgara höfðu fengið nóg af sífelldu rafmagnsleysi, lausafjárskorti og háu eldsneytisverði.
14.09.2020 - 04:36
Flóttafólki loks hleypt í land eftir milliríkjadeilur
Hópur flóttafólks sem hefur verið á sjó í meira en 40 daga var hleypt á land á Ítalíu í gærkvöld, eftir að hafa freistað þess að komast frá Líbíu og yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Fólkinu var bjargað um borð í danskt skip, sem síðan var meinað að leggjast að bryggju í þremur ríkjum.
13.09.2020 - 08:48
Erlent · Afríka · Evrópa · Miðjarðarhaf · Ítalía · Malta · Líbía
Simpansasmyglarar stöðvaðir í Simbabve
Yfirvöld í Simbabve lögðu hald á 26 apa sem reynt var að smygla frá Kongó. Fjórir voru handteknir vegna málsins að sögn yfirvalda beggja ríkja. Reynt verður að koma öpunum aftur til sinna heima. Einnig var lagt hald á mikið magn hreisturs af hreisturdýrum í norðausturhluta Kongó.
13.09.2020 - 04:16
Hnupluðu stolnum munum frá Kongó í beinni útsendingu
Aðgerðasinnar frá Kongó hrifsuðu í gær styttu af grafreit úr hollensku safni. Þeir birtu myndband af gjörðum sínum í beinni útsendingu á Facebook, og sögðust einfaldlega vera að endurheimta menningarminjar sem teknar voru á nýlendutímanum þegar Belgar réðu Kongó. 
13.09.2020 - 00:34
Erlent · Afríka · Evrópa · Holland
Tugir látnir í námuslysi í Kongó
Talið er að minnst fimmtíu séu látnir eftir að gullnáma hrundi saman í austurhluta Kongó. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Eimliane Itongwa, formanni sjálfstæðra samtaka sem fylgjast með velferð námuverkamanna, að slysið hafi orðið eftir mikla rigningu síðdegis í gær að staðartíma.
12.09.2020 - 06:45
Erlent · Afríka · Kongó
Holland og Kanada með í málsókn Gambíu
Holland og Kanada ætla að taka þátt í málsókn Gambíu á hendur stjórnvöldum í Mjanmar vegna ásakana um þjóðarmorð gegn minnihlutahópi Róhingja. Utanríkisráðherrar Hollands og Kanada tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.
03.09.2020 - 08:47
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Holland · Kanada · Gambía · Mjanmar
Draga úr aðstoð við Eþíópíu vegna virkjunar í Níl
Bandarísk stjórnvöld stöðvuðu í dag hluta af fjárhagsaðstoð sinni til Eþíópíu vegna þess að ríkið hefur haldið áfram að safna í uppistöðulón við vatnsaflsvirkjun sem það hefur reist í ánni Níl. Viðræður við nágrannaríkin Súdan og Egyptaland, neðar í fljótinu, skiluðu ekki árangri eftir tíu daga viðræður. Ríkin þrjú reiða sig á vatn úr fljótinu bæði til neyslu og til þess að rækta land.
02.09.2020 - 23:21
Frelsisorðuhafinn Rusesabagina ákærður fyrir hryðjuverk
Paul Rusesabagina, sem kom þúsundum til bjargar í þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994, var handtekinn í gær á grundvelli hryðjuverkalaga. Saga Rusesabagina varð kveikjan að kvikmyndinni Hótel Rúanda.
01.09.2020 - 06:59
Sögulegt friðarsamkomulag í Súdan
Byltingararmur Súdans, SRF, undirritaði í gær sögulegan friðarsamning við stjórnvöld, eftir 17 ára átök. Al Jazeera hefur þetta eftir ríkisfréttastofunni SUNA í Súdan. SRF er bandalag uppreisnarhreyfinga í Darfur í vestri og héraðanna Suður-Kordofan og Bláu Nílar í suðri.
31.08.2020 - 03:37