Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnamál á Fljótsdalshéraði

Gunnar til liðs við sjálfstæðismenn á Héraði
Anna Alexandersdóttir forseti bæjarstjórnar leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs er í öðru sæti og Berglind Harpa Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur í því þriðja. Gunnar var áður oddviti Á-listans sem ekki býður fram að þessu sinni.
Á-listi býður ekki fram á Héraði
Á-listinn á Fljótsdalshéraði ætlar ekki að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði. Þá eru tvö af fjórum framboðum sem eiga bæjarfulltrúa á Héraði búin að tilkynna slíkt en Héraðslistinn ætlar heldur ekki fram. Eftir eru framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og Miðflokkurinn en nánast klár með lista.
Átök um fjárhag Fljótsdalshéraðs
„Ég ætla ekki að lofa neinu, enda hef ég ekkert efni á því.“ Þannig hófst framboðsfundur á Fljótsdalshéraði með ræðu Ingunnar Bylgju Einardóttur sem skipar 4. sæti Héraðslistans. Lítið var um stór kosningaloforð frá fulltrúum þeirra fimm framboða sem bjóða fram fyrir sveitastjórarkosningarnar.
Fimm framboð á Fljótsdalshéraði
Fljótsdalshérað er víðfeðmasta sveitarfélag landsins og það næst fjölmennasta á Austurlandi með tæplega 3.500 íbúa.