Viðskipti

Geysivöxtur Wow-air og „ókeypis“ flug

Flugfélagið Wow air ætlar að flytja sex milljónir farþega 2019, í ár verða þeir þrjár. Forstjórinn segir að með því að auka úrval þjónustu hjá fyrirtækinu og fleira geti Wow vonandi innan skamms boðið upp á ókeypis flugsæti.
17.08.2017 - 18:10

Bókaþjóðin að verða snjalltækjaþjóð

Hún er dökk myndin sem blasir við þegar skoðaðar eru tölur um bóksölu og veltu íslenskra forlaga síðustu ár. Þær eru allar á niðurleið. Á sama tíma hefur snjalltækjanotkun vaxið gífurlega og gagnamagnsnotkun nær tuttugufaldast. Árssalan á...
17.08.2017 - 15:04

Vonar að ráðamenn vakni af þyrnirósarsvefni

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir það stór tíðindi og jákvæð ef rétt reynist að vogunarsjóðir sem keypt hafa hlut í Arion banka ætli ekki að nýta sér kauprétt að hlutabréfum sem hefðu tryggt þeim meirihlutaeign í bankanum...
17.08.2017 - 08:40

NetApp kaupir Greenqloud

Bandaríska stórfyrirtækið NetApp Inc. hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Greenqloud ehf. Við kaupin breytist nafnið á Greenqloud í NetApp Iceland. Starfsemi þess verður í Reykjavík og Seattle eins og verið hefur.
17.08.2017 - 07:28

Nýti ekki kauprétt í Arion banka

Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir sem keyptu 30 prósenta hlut í Arion banka í mars ætla ekki að nýta sér kauprétt að 22 prósenta hlut í bankanum til viðbótar. Þessu greinir Fréttablaðið frá í morgun og hefur eftir...
16.08.2017 - 06:56

Ragnhildur ráðin aðstoðarforstjóri Wow air

Ragnhildur Geirsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri flugfélagsins Wow air. Í tilkynningu frá félaginu segir meginverkefni hennar muni vera umsjón með daglegum rekstri, en að Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, muni í staðinn...
15.08.2017 - 13:11

Air Berlin gjaldþrota

Þýska flugfélagið Air Berlin er gjaldþrota. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu því yfir í dag að Etihad, stærsti hluthafi Air Berlin, hafi ákveðið að veita ekki meira fé til rekstur Air Berlin og því sé ekki útlit fyrir að hægt verði að reka...
15.08.2017 - 11:34

Danir sáttari og í verri stöðu en Íslendingar

Greiningadeild Arion banka segir erfitt að sjá hvers vegna Íslendingar eru miklu ósáttari við húsnæðismarkaðinn en Danir. Mun fleiri Íslendingar telja erfiðara en Danir að finna húsnæði á viðráðanlegum kjörum, þrátt fyrir að íbúðaverð í hlutfalli...
11.08.2017 - 13:08

Karl stefnir lögmanni bróður síns fyrir dóm

Athafnamaðurinn Karl Wernersson hefur höfðað dómsmál gegn lögmanni bróður síns til að fá afhent skuldabréf sem lögmaðurinn hefur í vörslum sínum. Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 risu deilur á milli bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona,...
10.08.2017 - 12:23

Reiðufé líklega horfið úr sænskum búðum 2030

Tveir af hverjum þremur rekstraraðilum í verslunargeiranum í Svíþjóð telja að þeir muni hætta að taka við reiðufé í sínum viðskiptum í síðasta lagi árið 2030. Þetta er ein meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem unnin var á vegum Konunglega...
09.08.2017 - 02:25

Eign lífeyrissjóða rýrnað um 11,8 milljarða

Eign lífeyrissjóða í Högum hefur rýrnað um tæpa tólf milljarða í sumar. Gengi bréfa í Högum lækkaði um rúm sjö prósent í dag og hefur lækkað um þriðjung síðan Costco opnaði í maí. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur þar með lækkað um tæpa 22 milljarða...
08.08.2017 - 18:56

Hagar lækka um 7,24%

Hlutabréf í Högum lækkuðu um 7,24% í viðskiptum dagsins. Lækkunina má að öllum líkindum rekja til afkomuviðvörunar sem félagiðs sendi frá sér fyrir helgi.
08.08.2017 - 17:24

Hlutabréfaverð í Högum snarfellur

Hlutabréf í Högum hafa lækkað að verðmæti um rúm sex prósent frá því opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Lækkunin kemur ekki á óvart þar sem fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun um helgina. Þar kom fram að samdráttur í sölu sem...
08.08.2017 - 10:37

Níundi metdagurinn í röð

Dow Jones hlutabréfavísitalan náði nýjum hæðum í dag og stóð í 22.118,42 stigum við lok viðskipta. Þetta er níundi dagurinn í röð, þegar opið er fyrir viðskipti, sem nýtt met er sett í hlutabréfavísitölunni í lok dags. Nýtt met var líka sett í...
07.08.2017 - 20:43

Boða nefnd um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Stjórnendur Vodafone leggja til að þriggja manna nefnd verði skipuð til að standa vörð um sjálfstæði þeirra fjölmiðla sem fyrirtækið eignast við kaupin á 365 miðlum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að reka fjölmiðla 365 í þrjú ár að óbreyttu.
03.08.2017 - 21:12