Viðskipti

Landsbankinn greiðir tæpa 25 milljarða í arð

Á aðalfundi Landsbankans í dag var samþykkt að bankinn greiði alls 24,8 milljarða króna í arð á árinu 2017.
22.03.2017 - 21:17

Skoða erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða

Benedikt Jóhannesson, fjármála-  og efnahagsráðherra, hefur skipað hóp sem á að skoða erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að hópurinn sé skipaður í samráði við Landssamtök lífeyrissjóða og eigi að vinna...
22.03.2017 - 09:34

Þingnefnd ræðir sölu Arion banka

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag. Meðal umræðuefna er sala Kaupþings á allt að rúmlega helmings hlut sínum í Arion banka til vogunarsjóða. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, mætir fyrir...
22.03.2017 - 08:52

Óvíst hvort upplýst verði um eigendur sjóðanna

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í Kastljósi í kvöld að það sé beinlínis lagaskylda að upplýsa um eigendur banka. Það sé gert á vefsíðu bankans sjálfs. Séu sjóðirnir sem nýlega keyptu hluti í Arion banka í mjög dreifðri...
21.03.2017 - 20:39

Slóð eignarhaldsins endar á Cayman-eyjum

Slóð eignarhalds tæplega 17% hlutar í Arion banka endar á Cayman-eyjum, samkvæmt þeim opinberu upplýsingum sem eru tiltækar. Forsvarsmenn sjóðs sem fjárfesti í bankanum segjast ætla að veita Fjármálaeftirlitinu allar upplýsingar um eignarhaldið.
21.03.2017 - 19:49

Formaður Viðskiptaráðs: „Sporin hræða“

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, fagnar áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi, en segir mikilvægt að upplýst verði um hverjir standi að baki vogunarsjóðum sem hafa keypt um þrjátíu prósenta hlut í Arion-banka. Hún segir sporin hræða...
21.03.2017 - 18:00

„Kaupin á Arion-hlut ekkert fagnaðarefni“

Theodóra S. Þorsteinsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar og annar varaformaður fjárlaganefndar segir algjörlega óviðundandi í hennar huga hvernig staðið er að sölu á þrjátíu prósenta hlut í Aríon banka. Hún segir kaupin ekkert fagnaðarefni...
21.03.2017 - 14:10

Kaupþing sleit viðræðum við lífeyrissjóðina

Útséð er með aðkomu íslenskra lífeyrissjóða að Arion-banka, en Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina um kaup á hlut í bankanum. Forsvarsmaður lífeyrissjóðanna, segir að nú hafi stærstu eigendur Kaupþings tryggt sér ráðandi hlut í...
21.03.2017 - 12:46

Ferðamenn eyða lægri upphæðum

Dregið hefur úr kortaveltu á hvern ferðamann sem bendir til þess að þeir fara sparlegar með útgjöld sín en áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
21.03.2017 - 10:35

„Algjörlega óskiljanlegt“ hvað vextir eru háir

Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir algjörlega óskiljanlegt að vextir séu jafnháir á Íslandi og raun ber vitni. Hún segir að háir vextir hér dragi ekki úr einkaneyslu, því ef vöruverð í íslenskum verslunum sé of hátt vegna...
21.03.2017 - 08:07

Bankastjóri Arion: „Þetta er jákvætt skref“

30% hlutur í Arion banka verður nú seldur erlendum fjárfestum og vogunarsjóðum. Þetta er jákvætt skref segir bankastjórinn. Hann bindur vonir við að bankinn verði skráður í Kauphöllina innan skamms. Einn vogunarsjóðanna sem nú eignast hlut í Arion...
20.03.2017 - 19:43

Segir kaupin vekja ýmsar spurningar

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir kaup fyrrum kröfuhafa Kaupþings á stórum hlut í Arion banka vekja ýmsar spurningar.
20.03.2017 - 13:20

„Styrkleikamerki fyrir fjármálakerfið“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir styrkleikamerki fyrir íslenskt fjármálakerfi að útlendingar vilji fjárfesta í því. Hann vonast til þess að í framhaldi af kaupum erlendra fjárfestingarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs á hlut í...
20.03.2017 - 09:53

Öðru máli Háttar gegn Karli vísað frá dómi

Hæstiréttur vísaði fyrir helgi frá dómi máli sem skiptastjóri þrotabús Háttar efh. höfðaði gegn Karli Wernerssyni, fyrrverandi eiganda félagsins. Skiptastjóri vildi rifta greiðslum Háttar til Karls sem greiddar voru frá því í júní 2009 fram í mars...
19.03.2017 - 09:27

Bandaríkin vilja sanngjarnari samninga

Bandaríkin verða sett í fyrsta sæti og þeir viðskiptasamningar sem fyrir liggja verða endurskoðaðir af núverandi stjórnvöldum. Þetta ítrekaði fjármálaráðherra Bandaríkjanna á fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra G20 ríkja í Þýskalandi í kvöld.
19.03.2017 - 00:27