Umhverfismál

Skortur á fjármagni hindrun í loftslagsmálum

Íslendingar ættu að hjóla meira, auka rafbílanotkun og rækta meiri skóg til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sérfræðingur í umhverfisfræðum segir að landsmenn mættu hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum.
19.01.2017 - 19:40

Loftslagsmálin: Lausnirnar þegar til

Ef ríki heims grípa til samskonar lausna í loftslagsmálum og Norðurlöndin hafa þegar gripið til væri hægt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um fjögur gígatonn á ári fyrir árið 2030. Það samsvarar því að árslosun Evrópusambandsins í dag núllist...
19.01.2017 - 15:33

Dýr í hættu vegna hlýnunar

Fjöldi dýrategunda er nú talinn í útrýmingarhættu vegna loftslagsbreytinga, hækkandi hita á jörðinni á landi og í sjó. Hitinn í fyrra var sá mesti frá upphafi mælinga.
19.01.2017 - 15:21

Umhverfisverndarsinni myrtur í Mexíkó

Mexíkóski umhverfisverndarsinninn Isidro Baldenegro var skotinn til bana að heimili sínu um helgina. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu og hefur eftir yfirvöldum í Chihuahua fylki í Mexíkó. Baldenegro var leiðtogi Tarahumara ættflokks...
19.01.2017 - 06:34

Meirihluti prímata í útrýmingarhættu

Skógarhögg, veiðar og önnur mannanna verk eru þess valdandi að yfir helmingur allra prímatategunda er í útrýmingarhættu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kom út á dögunum. Meðal tegunda sem eru í hættu eru górillur, simpansar, gibbonapar,...
19.01.2017 - 04:19

Fá falleinkunn fyrir umhverfismál

Núverandi ríkisstjórn fær hærri einkunn fyrir stefnu í umhverfismálum en fyrri ríkisstjórn að mati baráttuhópsins París 1,5 en báðar ríkisstjórnirnar koma illa út úr prófinu. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að mögulega séu breytingar að...
18.01.2017 - 19:26

Kína: Mega ekki lengur vara við loftmengun

Staðbundnum veðurstofum í Kína hefur verið bannað að vara við yfirvofandi loftmengun á sínum svæðum. Þess í stað mega þær segja að þoka sé yfirvofandi ef sýnt þykir að skyggni verði innan við tíu kílómetrar.
18.01.2017 - 18:01
Erlent · Asía · Kína · Umhverfismál

Enn skelfur jörð á Mið-Ítalíu

Jarðskjálfti, um 5,4 að stærð, varð í dag í miðhluta Ítalíu. Skjálftans varð vart í héruðunum Abruzzo, Lazio og Marche. Hann fannst sömuleiðis í Rómarborg, um hundrað kílómetra frá upptökunum. Þau voru skammt frá fjallabænum Amatrice, sem varð illa...
18.01.2017 - 10:49

Loftslagsnefnd fær framlag frá Bandaríkjunum

Fráfarandi Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær um 500 milljóna Bandaríkjadala framlag hennar til Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þrír dagar eru þar til ný stjórn tekur við völdum í Hvíta húsinu. Þetta er önnur greiðslan sem Bandaríkjastjórn reiðir...

Helmingur segir umræðu um umhverfið mikilvæga

Helmingi landsmanna fannst afar mikilvægt að fjalla um umhverfismál fyrir síðustu alþingiskosningar. Kjósendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks höfðu minnstar áhyggjur af loftslagsbreytingum á Íslandi, en kjósendur Vinstri grænna og...
17.01.2017 - 23:13

„Fólk þarf ekki að umbreyta lífi sínu“

Loftslagsmálin brenna á fólki og mörgum léttir við að ræða þau. Þetta segir umhverfisverkfræðingur, sem veitir ráðgjöf um loftslagsmál. Bókmenntafræðingur sem stendur fyrir fræðsluverkefni um loftslagsmál segir þau allra brýnasta mál samtímans en að...
17.01.2017 - 16:43

Tilviljun að Mulkikar valdi Borgarfjörð eystra

Indverski fjárfestirinn Pawan Mulkikar segir að fjárfesting hans í vatnsátöppunarverksmiðju á Borgarfirði eystra sé til þess hugsuð að byggja þar upp samfélagið. Hann gerir ráð fyrir að setja á þriðja hundrað milljónir króna í verkefnið, á þessu ári...
17.01.2017 - 13:38

Dísilbílar bannaðir á götum Ósló næstu daga

Bann við akstri dísilbíla í Ósló hefst í fyrramálið. Borgaryfirvöld í Ósló í Noregi hafa bannað akstur einkabíla með dísilvél í borginni frá klukkan sex í fyrramálið og fram á fimmtudagskvöld. Ástæðan er mikil loftmengun í borginni og stillt veður....
16.01.2017 - 22:30

Ungmenni með litlar áhyggjur af hlýnun jarðar

Flest íslensk ungmenni hafa litlar sem engar áhyggjur af því að loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á þau sjálf, samkvæmt rannsókn frá 2012. Fátt bendir til að nokkuð hafi breyst. Flestir nemendur í VMA sem fréttastofa ræddi við hafa litlar eða alls...
16.01.2017 - 22:06

Landsnet vanmeti umhverfisáhrif jarðstrengja

Áhrif mismunandi valkosta við lagningu rafstrengja eru vanmetin í kerfisáætlun Landsnets, að mati Umhverfisstofnunar. Í áætluninni eru jarðstrengir settir um sem valkostur á móti hinum hefðbundu loftlínum sem hanga á möstrum og segir stofnunin það...
16.01.2017 - 17:52