Umhverfismál

Lögreglustjórinn tapar hanaslag í Mosfellsbæ

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um húsleit í Mosfellsbæ og að íbúa verði gert að afhenda óskráðar hænur og tvo hana er hafnað. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem...
25.09.2017 - 16:56

Kvarta til ESA vegna virkjunar Svartár

Verndarfélag Svartár og Suðurár hefur sent formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meintra brota íslenska ríkisins á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. Telur félagið að veitt hafi verið ólögmæt ríkisaðstoð með því að krefjast ekki...
25.09.2017 - 12:39

Portúgölsk börn lögsækja 47 Evrópuríki

Portúgölsk börn frá þeim svæðum sem fóru verst út úr skógareldum í sumar ætla í mál við 47 Evrópuríki fyrir að hafa ekki tekist að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Guardian greinir frá þessu. Þau ætla að stofna til hópfjármögnunar til þess að...
24.09.2017 - 23:50

Hafi komið fram „af valdníðslu og hlutdrægni“

Sveitastjórn Hornafjarðar og bæjarstjóri sveitarfélagsins eru gagnrýnd í bréfi sem lögmaður ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Lagoon við Jökulsárlón sendi sveitarfélaginu og tekið var fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni. Ferðaþjónustufélagið telur sig...

Búið að finna bilunina á heitavatnsæðinni

Búið er að finna bilun á heitavatnsæð sem varð til þess að heitt vatn kom upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Viðimels. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir enn fremur að búið sé að einangra æðina og að sú aðgerð hafi ekki áhrif á...
19.09.2017 - 18:33

Sniglar bjargi Kóralrifinu mikla

Risasniglar gætu orðið bjargvættir Kóralrifsins mikla við Ástralíu, Great Barrier Reef. Sniglar, sem eru þeim eiginleika gæddir að leggja sér krossfiska til munns, verða ræktaðir í þeim tilgangi að éta krossfiska sem gæða sér á kóral.
18.09.2017 - 06:18

Þúsundir deyja vegna dísilbíla í Evrópu

Líkur eru á að um fimm þúsund Evrópubúar deyi á ári hverju vegna mengunar frá dísilknúnum bifreiðum sem sagðar voru umhverfisvænar. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtar eru í dag. 
18.09.2017 - 06:04

Neitar mildari afstöðu til Parísarsáttmála

Yfirmaður loftslagsmála hjá Evrópusambandinu kveðst bjartsýnn á að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé reiðubúinn að endurskoða afstöðu sína til Parísarsáttmálans. Þetta segir hann eftir fund umhverfisráðherra 30 ríkja með áheyrnarfulltrúa frá...

Föt úr sítrónum og kúamykju

Stefán Gíslason fjallaði um alþjóðlegu breytingaverðlaunin í umhverfispistli sínum í Samfélaginu á Rás 1.
14.09.2017 - 15:05

Hífaðir þrestir og sjaldgæfir fuglar

Ríkuleg uppskera rifsberja og reyniberja gleðja nú þresti víða um land. Alkunna er að sumir þrestir verða góðglaðir af gerjuðum berjum og lenda þá í því að fljúga á gluggarúður. Nokkuð er um erlendar fuglategundir á landinu þessa daga, meðal annars...
14.09.2017 - 12:42

Fjöldi jökla að hverfa í Asíu

Allt að þriðjungur jökla í Asíu bráðnar fyrir lok þessarar aldar - vegna aukins hita í lofti af völdum loftslagsbreytinga - samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímaritinu Nature. Bráðnun jökla í Himalaja og öðrum fjallgörðum Asíu hefur mikil...
14.09.2017 - 10:55

Heilu landshlutarnir verði eitt sveitarfélag

„Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði hvert um sig sterk sveitarfélög þar sem horft er á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann...
13.09.2017 - 21:21

Gæti valdið mannfalli og fordæmalausri mengun

Mörg hundruð þúsund manns á norðurhveli jarðar gætu látið lífið vegna stórs eldgoss á Íslandi, segir prófessor í eldfjallafræði. Það myndi valda meiri mengun en þekkist í nútímasamfélagi.
13.09.2017 - 19:43

Rannsaka loftgæði við skóla í Lundúnum

Sadiq Khan, borgarstjóri í Lundúnum, hefur fyrirskipað mælingar á eiturlofti í 50 skólum í borginni. Þessi rannsókn er undanfari aðgerða til þess að draga úr loftmengun.
13.09.2017 - 16:28

Vill skólphreinsivirki hótels í umhverfismat

Umhverfisstofnun telur að skólphreinsivirki sem fyrirhugað er að reisa samhliða stækkun Hótels Reynihlíðar við Mývatn skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum. Náttúrufræðistofnun Íslands segir í umsögn sinni að ef leyfa á stækkun hótelsins verði...
13.09.2017 - 16:22