Trúarbrögð

Besta sálmabók Íslandssögunnar?

Árið 1886 kom út ný sálmabók. Hún þótti sérlega vel heppnuð og þarna birtust í fyrsta skipti margir þekktustu sálmar íslenskrar kirkju, svo sem „Faðir andanna“, „Í dag er glatt í döprum hjörtum“, „Nú árið er liðið“, „Hvað boðar nýárs blessuð sól“ og...

Þegar menn söknuðu andskotans

Árið 1801 kom út ný sálmabók sem Magnús Stephensen hafði haft umsjón með og látið prenta í prentsmiðju sinni að Leirárgörðum í Borgarfirði. Margir gamlir sálmar voru þar felldir niður og nýir settir í staðinn. Bókin vakti megna óánægju, meðal...

Konum seldir miðar á fótboltaleik fyrir mistök

Íranskar konur með áhuga á knattspyrnu glöddust mjög á laugardag þegar miðar á leik íranska karlalandsliðsins gegn því sýrlenska fóru í sölu á vefnum því konum gafst þar tækifæri til að næla sér í miða. Konum hefur verið meinuð aðganga að...
04.09.2017 - 12:25

„Við bjóðum okkur fram í þessa vinnu“

Hvernig er dagur í lífi trúboðans? Hvernig er að vera trúboði á Íslandi? Trevor Jakobsson og Johan Johansen, trúboðar Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, ræddu um starfsemi sína
29.08.2017 - 16:20

Hvaða sálma kunna Íslendingar nútímans?

Fyrr á öldum voru sálmar samofnir lífi hvers einasta Íslendings. En hvert er samband Íslendings nútímans við sálma? Í þriðja þætti af þáttaröðinni „Blaðað í sálmabókinni“, fim. 31. ágúst kl. 14.03, fer Una Margrét Jónsdóttir út á götur Reykjavíkur...

Davíðssálmar, Sæmundur fróði og Bertolt Brecht

Davíðssálmar Biblíunnar eru alþekktir, einkum sálmur nr.23, „Drottinn er minn hirðir“. Margar sálmanna í sálmabókinni eru byggðir á Davíðssálmum og um þá verður fjallað í 2. þætti þáttaraðarinnar „Blaðað í sálmabókinni“ sem er á dagskrá fim. 24....

Að vera prestur er svipað og að vera húsmóðir

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að það að vera prestur sé svipað því að vera húsmóðir. Verkefnin séu ávallt næg en stundum sé hægt að láta þau bíða. Biskup segir þetta í tengslum við það að færst hefur í vöxt að prestsembættum fylgi...
17.08.2017 - 16:24

Sálmar og druslur

Stundum heyrist kvartað undan því að gömul sálmalög séu leiðinleg. Það er ekki á allra vitorði að sumir sálmar frá upphafi siðbótar Lúthers á 16. öld voru samdir við veraldleg lög. Sálmalagið „Þú brúður Kristi kær“ var til dæmis upphaflega söngur um...

Kardínáli neitar sök í kynferðisbrotamáli

George Pell, kardínáli og fjármálastjóri Páfagarðs, neitar allri sök í kynferðisbrotamáli sem sótt er gegn honum í heimalandi hans, Ástralíu. Pell, sem er einn nánasti samstarfsmaður og ráðgjafi Frans páfa I., flaug til Ástralíu fyrr í þessum mánuði...
26.07.2017 - 03:57

Afrískar gyðjur í nútímapoppi

Yoruba-trúin er fyrirferðarmikil í hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Fólk af afrískum uppruna virðist sækja meira í trúna nú en áður og má vafalaust tengja uppganginn við vinsælar poppstjörnur á borð við Beyoncé og Princess Nokia en gyðjur Yoruba...
20.06.2017 - 14:38

Kynin biðja saman í frjálslyndri mosku

Stofnandi frjálslyndrar mosku í Berlín lætur ekki andstöðu trúaryfirvalda í Tyrklandi og dauðahótanir stöðva bænahald í moskunni. Þar biðjast konur og karlar hlið við hlið ólíkt því sem gerist í hefðbundnum moskum og allar greinar íslam eru...
25.06.2017 - 20:24

„Hér stend ég og get ekki annað“

500 ár verða liðin í haust frá því að Marteinn Lúther negldi 95 greinar um trúarlega umbætur á kirkjudyrnar í Wittenberg. Það var 31.október 1517. Þjóðverjar tala um Lúthersárið 2017 og minnast þessa byltingarmanns, sem hafði mikil áhrif á trúarlíf...
22.05.2017 - 10:55

Börn tekin í dýrlingatölu

Hálf milljón messugesta komu til að fylgjast með Frans páfa þegar hann tók tvö börn, hin blessuðu Francisko Marto og Jacintu Marto, í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar í Portúgal í dag. Hundrað ár eru í dag síðan þrjú börn, sem gættu fjár, sögðu að...
13.05.2017 - 14:27

Spencer: ég ber enga ábyrgð á gerðum Breiviks

Robert Spencer, umdeildur fyrirlesari sem hefur varað við uppgangi íslamstrúar í heiminum, kveðst í kvöld ætla að vekja athygli á bersýnilegri ógn, sem yfirvöld vilji hylma yfir með. Hann þvær hendur sínar af fjöldamorðinu í Útey í Noregi árið 2011...
11.05.2017 - 21:24

Heimsækir Sádi-Arabíu, Ísrael og Vatikanið

Sádi-Arabía, Ísrael og Vatikanið. Þetta eru viðkomustaðir Donalds Trumps í hans fyrstu ferð til útlanda í embættiserindum sem forseti Bandaríkjanna. Hann hyggst leggja upp í þessa þriggja landa för seint í þessum mánuði, áður en hann heldur til...
05.05.2017 - 06:05