Trúarbrögð

Afrískar gyðjur í nútímapoppi

Yoruba-trúin er fyrirferðarmikil í hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Fólk af afrískum uppruna virðist sækja meira í trúna nú en áður og má vafalaust tengja uppganginn við vinsælar poppstjörnur á borð við Beyoncé og Princess Nokia en gyðjur Yoruba...
20.06.2017 - 14:38

Kynin biðja saman í frjálslyndri mosku

Stofnandi frjálslyndrar mosku í Berlín lætur ekki andstöðu trúaryfirvalda í Tyrklandi og dauðahótanir stöðva bænahald í moskunni. Þar biðjast konur og karlar hlið við hlið ólíkt því sem gerist í hefðbundnum moskum og allar greinar íslam eru...
25.06.2017 - 20:24

„Hér stend ég og get ekki annað“

500 ár verða liðin í haust frá því að Marteinn Lúther negldi 95 greinar um trúarlega umbætur á kirkjudyrnar í Wittenberg. Það var 31.október 1517. Þjóðverjar tala um Lúthersárið 2017 og minnast þessa byltingarmanns, sem hafði mikil áhrif á trúarlíf...
22.05.2017 - 10:55

Börn tekin í dýrlingatölu

Hálf milljón messugesta komu til að fylgjast með Frans páfa þegar hann tók tvö börn, hin blessuðu Francisko Marto og Jacintu Marto, í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar í Portúgal í dag. Hundrað ár eru í dag síðan þrjú börn, sem gættu fjár, sögðu að...
13.05.2017 - 14:27

Spencer: ég ber enga ábyrgð á gerðum Breiviks

Robert Spencer, umdeildur fyrirlesari sem hefur varað við uppgangi íslamstrúar í heiminum, kveðst í kvöld ætla að vekja athygli á bersýnilegri ógn, sem yfirvöld vilji hylma yfir með. Hann þvær hendur sínar af fjöldamorðinu í Útey í Noregi árið 2011...
11.05.2017 - 21:24

Heimsækir Sádi-Arabíu, Ísrael og Vatikanið

Sádi-Arabía, Ísrael og Vatikanið. Þetta eru viðkomustaðir Donalds Trumps í hans fyrstu ferð til útlanda í embættiserindum sem forseti Bandaríkjanna. Hann hyggst leggja upp í þessa þriggja landa för seint í þessum mánuði, áður en hann heldur til...
05.05.2017 - 06:05

Prestur og fjórir lærisveinar sekir um morð

Prestur sem stjórnaði særingarathöfn sem leiddi 25 ára gamla, tveggja barna móður til dauða í Níkaragva var í gær dæmdur sekur um morð að yfirlögðu ráði. Fjórir lærisveinar klerksins fengu sama dóm. Allir neita þeir sök og segja konuna hafa verið...

Rússar banna „öfgasamtökin“ Votta Jehóva

Trúarhreyfingin Vottar Jehóva telst nú til öfgasamtaka í Rússlandi og starfsemi safnaðarins því ólögleg þar í landi héðan í frá. Þetta er niðurstaða hæstaréttar í Moskvu. Auk þess að banna alla starfsemi Votta Jehóva úrskurðaði hæstaréttardómarinn...
21.04.2017 - 00:23

Börðu mann og skutu fyrir meint guðlast

Pakistanska lögreglan hefur handtekið 22 nemendur og starfsmenn við Abdul Wali Khan háskólann í norðvesturhluta landsins eftir að nemandi við skólann, sem hafði verið sakaður um guðlast, var myrtur. Múgur réðist á Mashal Khan, afklæddi hann og barði...
17.04.2017 - 10:19

„Undarleg framganga“ gagnvart fermingarbörnum

Það er undarleg framganga fjölmiðla að þráspyrja fermingarbörn hvort þau séu að fermast vegna gjafanna, sagði biskup Íslands í prédikun í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Þá sagði biskup að kirkjan og aðrar stofnanir samfélagsins þurfi að sýna...
16.04.2017 - 12:37

Kirkja hinnar helgu grafar opnuð á ný

Kirkja hinnar helgu grafar í Jerúsalem hefur verið opnuð að nýju með viðhöfn eftir langvarandi viðgerðir. Kirkjan sem er einn mesti helgidómur kristinna manna er reist kringum grafhýsi þar sem talið er að Jesús Kristur hafi verið krossfestur og...
22.03.2017 - 11:14

Veislurnar stærri en einfaldari en áður

Fermingarveislur eru orðnar stærri og fjölbreyttari en þær voru áður fyrr. Aftur á móti eru þær afslappaðri en áður. Þetta segir veitingamaður sem hefur haldið úti veisluþjónustu um árabil. Kostnaður við fermingar er þó að sliga suma.
16.03.2017 - 20:44

Meira en milljarður króna í fermingar á ári

Íslendingar verja yfir milljarði króna vegna ferminga ár hvert. Fermingargjafirnar geta verið allt frá heyrnartólum til sjónvarpa. Poppkorn, ís og ávextir hafa tekið við af hnallþórum á fermingarborðinu í ár.
15.03.2017 - 19:48

Kirkjuráð krefur prest á Staðastað um jörðina

Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að óska eftir því að sr. Páll Ágúst Ólafsson, sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli á Snæfellsnesi, skili jörðinni til Kirkjumálasjóðs þar sem biskup hafi leyst hann undan búsetuskyldu....
17.02.2017 - 14:21

Nunnu hótað vegna efa um meydóm Maríu

„Ég held að María hafi verið ástfangin af Jósef og þau hafi verið venjulegt par - og það er eðlilegt að stunda kynlíf.“ Þessi ummæli nunnunar Lucía Caram á Spáni hafa orðið til þess að henni hafa borist morðhótanir.
03.02.2017 - 07:04