Mynd með færslu

Sumé: Grænlensk rokkbylting

Heimildarmynd um velgengni rokkhljómsveitarinnar Sumé frá Grænlandi. Hljómsveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 1973 og varð á svipstundu landsþekkt á Grænlandi. Það voru ekki aðeins lagasmíðarnar sem vöktu athygli heldur þóttu textarnir ná tíðarandanum einstaklega vel. Leikstjóri: Inuk Silis Hoegh.