Mynd með færslu

Sumar eftir sextán ár

Áhrifamikil heimildarmynd um fangann Uisdean sem þráir ekkert heitar en fyrirgefningu. Eftir 16 ár í fangelsi tekur hann að sér að annast aldraðan föður sinn. Uisdean kemst þó fljótt aftur í kast við lögin um leið og hann verður ástfanginn upp fyrir haus. Leikstjóri: Lou McLoughlan.