Mynd með færslu

Óperukvöld útvarpsins

Óperukvöld útvarpsins verður á dagskrá einu sinni í mánuði í vetur, eins og verið hefur undanfarin ár. Fluttar verða hljóðritanir frá óperuhúsum víða um heim, svo sem Ríkisóperunni í Vín, Metrópólitan-óperunni í New York og Covent Garden-óperunni í Lundúnum. Í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá andláti leikritahöfundarins Williams Shakespeare...

300 ára gömul söngkona

Tékkneska tónskáldið Leos Jánacek samdi óperuna „Makrópúlos-málið“ (Več Makropulos) á árunum 1923-25. Hún verður flutt á Óperukvöldi útvarpsins fim. 4. maí kl. 19.00 og er þar um að ræða hljóðritun frá Proms, sumartónlistarhátíð Breska útvarpsins...
03.05.2017 - 12:37

Ný og umtöluð ópera á Óperukvöldi útvarpsins

Óperan „The Exterminating Angel“ (Engill útrýmingarinnar) eftir enska tónskáldið Thomas Adès verður flutt á Óperukvöldi útvarpsins fim. 2. mars kl. 19.00. Hér er um nýtt verk að ræða, en óperan var frumflutt á Salzborgarhátíðinni í júlí 2016 og þá...
01.03.2017 - 15:43

Norma í Covent Garden

Vincenzo Bellini samdi óperuna "Normu" árið 1831. Hún fjallar um hofgyðjuna Normu og þjóð hennar sem iðkar drúídatrú í hinni fornu Gallíu á valdatíma Rómverja. Norma á í leynilegu ástasambandi við rómverska foringjann Pollione og fyllist...
09.02.2017 - 11:32

Tómas Tómasson er vampýra

Heinrich Marschner samdi hryllingsóperuna „Der Vampyr“ (Vampýran) árið 1828, en óperan fjallar um vampýru sem situr um ungar stúlkur, myrðir þær og sýgur úr þeim blóðið. Íslenski bassabarítónsöngvarinn Tómas Tómasson er í hlutverki vampýrunnar í...
11.01.2017 - 16:13

Falstaff í Vínarborg

Undanfarna mánuði hafa verið fluttar á Óperukvöldum útvarpsins óperur byggðar á Shakespeare-leikritum og er það í tilefni af því að 400 ár eru frá dauða Shakespeares. Síðasta Shakespeare óperan verður á dagskrá fim. 15. des. kl. 19.00. Það er...

Shakespeare-óperur á Rás 1

Fyrsta Óperukvöld útvarpsins í vetur verður á dagskrá fim. 6. okt. kl. 19.00. Í tilefni af Shakespeare-ári verða allar óperur fyrir áramót byggðar á leikritum eftir Shakespeare. Það er óperan "Óþelló" eftir Gioacchino Rossini sem flutt...

Óperukvöld útvarpsins

 

     Óperukvöld útvarpsins verður á dagskrá einu sinni í mánuði í vetur, eins og verið hefur undanfarin ár. Fluttar verða hljóðritanir frá óperuhúsum víða um heim, svo sem Ríkisóperunni í Vín, Metrópólitan-óperunni í New York og Covent Garden-óperunni í Lundúnum.

     Í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá andláti leikritahöfundarins Williams Shakespeare verða allar óperur fyrir áramót byggðar á leikritum eftir Shakespeare. Fyrsta ópera leikársins, fim. 6. október,  verður „Óþelló“ eftir Gioacchino Rossini og 24. nóvember verður flutt ópera Verdis sem byggð er á sama leikriti. 8. desember verður flutt óperan „Falstaff“ eftir Verdi sem byggð er á gamanleikritinu „Vindsórkonurnar kátu“. Nýársópera útvarpsins verður „Évgení Ónegín“ eftir Tsjaíkovskí, hljóðritun frá sýningu Íslensku óperunnar. Þar sem nýársóperan er sér á parti verður einnig flutt önnur ópera í janúar: „Vampýran“ eftir 19. aldar höfundinn Heinrich Marschner, sýning Þjóðaróperunnar í Genf þar sem íslenski söngvarinn Tómas Tómasson er í aðalhlutverki. Af öðrum sýningum má nefna hina nýju óperu „The Exterminating Angel“ eftir Tomas Adès, en hún hefur vakið mikla athygli. Um páskana verður bein útsending frá Metrópólitan-óperunni í New York þar sem flutt verður „Aida“ eftir Giuseppe Verdi. Umsjón með óperukvöldum hefur Una Margrét Jónsdóttir.