Klassíkin okkar – heimur óperunnar

Hver er uppáhalds óperuarían þín? Hvaða tilfinningaríka óperutónlist fær hárin til að rísa? Í annað sinn taka Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV saman höndum og gefa landsmönnum kost á að ráða efnisskránni á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Boðið verður til sannkallaðrar óperuveislu 1. september næstkomandi í samstarfi við Íslensku óperuna en tónleikarnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Hljómsveitarstjóri á tónleikunum verður Daníel Bjarnason en einvalalið söngvara kemur fram með hljómsveitinni. Kynnar, líkt og í fyrra, verða Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir.

Klassíkin okkar

Mynd með færslu

Klassíkin okkar - heimur óperunnar

Þriðji þáttur
27/05/2017 - 17:00
  • Ekki fleiri þættir aðgengilegir