Söngvakeppnin

„Nota grímuna til að hafa kraft ofurmennis“

Norðmenn tefla fram laginu Grab the Moment í seinni undankeppni Eurovision í kvöld. Joakim With Steen eða JOWST eins og hann kýs að kalla sig er einn höfunda lagsins. Hann notar andlitsgrímu á sviðinu á meðan hann dansar, þeytir skífum og spilar á...
11.05.2017 - 16:47

„Hin íslenska Lady Gaga“

„Einhvers staðar er sex ára barn sem saknar Elsu úr Frozen-partýinu sínu,“ hafði twitter reikningur BBC að segja um íslenska atriðið í undankeppni Eurovision í kvöld. Erlendir notendur samfélagsmiðilsins létu gamminn geysa um keppnina í kvöld og...
09.05.2017 - 22:11

Sjáðu Svölu á sviðinu í Kænugarði

Hér má horfa á glæsilega frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur í Kænugarði þar sem hún flutti lag sitt Paper.
09.05.2017 - 20:13

Táknmálssöngvarar flytja Paper

Félag Heyrnalausra hefur sent frá sér myndband þar sem Kolbrún Völkudóttir og Elsa G. Björnsdóttir túlka lag Svölu í Eurovision. Leikstjóri myndbandsins er Gunnar Snær Jónsson.
03.05.2017 - 11:37

Æfingar hafnar fyrir Eurovision – sjáðu brot

Þrátt fyrir að Svala og íslenski Eurovision-hópurinn komi ekki til Kænugarðs fyrr en í kvöld eru aðrir keppendur byrjaðir að æfa sín atriði á stóra sviðinu í tónleikahöllinni þar í borg.
30.04.2017 - 13:42

„Ætla að leggja mig 150 milljónfalt fram“

„Ég ætla bara að gera mitt allra allra besta auðvitað, leggja mig 150 milljónfalt fram,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem lagði á stað ásamt fríðu föruneyti til Kænugarðs eldsnemma í morgun.
30.04.2017 - 09:41

Svala kvaddi aðdáendur

Það styttist í stóru stundina hjá Svölu Björgvinsdóttur sem flytur lagið Paper í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva þann 9.maí. Keppnin er haldin í Kænugarði í Úkraínu en Svala og íslenski hópurinn halda utan á sunnudag.
27.04.2017 - 15:48

Svala fékk brottfarargjöf frá Daða Frey

Svala Björgvinsdóttir fékk skemmtilega gjöf frá Daða Frey Péturssyni rétt fyrir brottför til Kænugarðs, þar sem hún stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision.

„Svo hló RÚV bara þegar ég vildi fá Pál Óskar“

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr vinnur nú að endurhljóðblöndun á lagi keppandans sem bar sigurorð af honum í Söngvakeppninni, „Paper“ með Svölu Björgvinsdóttur.

Íslendingar kusu fyrir tugi milljóna króna

Metþátttaka var í símaatkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar um helgina. Tekjur RÚV af símakosningunni eru allt að sextán milljónir króna og tekjur símafyrirtækjanna um átta milljónir. Svala Björgvinsdóttir hlaut 63% atkvæða í lokaeinvíginu gegn Daða.
13.03.2017 - 12:45

Svala syngur Paper án undirleiks

Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision í vor, segist hlakka til að taka þátt í keppninni sem í ár fer fram í Kænugarði í Úkraínu. Hún ætlar sér að njóta augnabliksins á meðan á ævintýrinu stendur, gera sitt besta og vonast til að gera...
12.03.2017 - 16:19

Måns söng Heroes í höllinni

Hinn sænski Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015, var gestur Söngvakeppninnar í ár og var auk þess í dómnefnd. Hann flutti sigurlag sitt, „Heroes“ af miklum glæsibrag.
11.03.2017 - 23:00

Paper verður framlag Íslands í Eurovision

Svala Björgvinsdóttir sigraði í Söngvakeppninni 2017 með laginu Paper og verður því fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í Úkraínu í maí. Eftir að síma- og dómnefndaratkvæði höfðu verið talin voru Paper og lagið Is This Love, með Daða Frey...
11.03.2017 - 22:49

Svala og Daði Freyr í einvígið

Lögin Paper og Is This Love? fengu flest stig samanlagt frá dómnefnd og símaatvæðum og munu því keppa sín á milli um sigur í Söngvakeppninni 2017.
11.03.2017 - 22:13

Alexander Rybak kom óvænt og flutti Fairytale

Norski söngvarinn og fiðluleikarinn Alexander Rybak var leynigestur Söngvakeppninnar í kvöld. Hann mætti á svið og flutti lagið Fairytale, sem sigraði í Eurovision árið 2009.
11.03.2017 - 21:43