Söngvakeppnin

Seinni lögin sex keppa næsta laugardag

Keppendur seinni sex laganna æfa sig nú af kappi fyrir flutninginn næsta laugardagskvöld, en þá fara seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fram í Háskólabíói. Síðasta laugardag komust þrjú lög áfram en alls komast sex lög í úrslitakeppnina í...
27.02.2017 - 16:19

Svala órafmögnuð á Rás 2

Svala Björgvinsdóttir kom í heimsókn á Dagvaktina á Rás 2 í dag en hún mun flytja lagið Ég veit það í Söngvakeppninni næsta laugardag. Með henni í för var gítarleikarinn Kristján Grétarsson og saman tóku þau lagið í beinni útsendingu.
27.02.2017 - 15:30

Öll lögin úr Söngvakeppninni - myndskeið

Fyrra kvöld undankeppni Söngvakeppninnar fór fram í Háskólabíói í kvöld en lögin Mér við hlið, Nótt og Til mín komust áfram. Hér má hins vegar sjá öll atriðin sem tóku þátt í Háskólabíói í þeirri röð sem þau komu fram.
25.02.2017 - 23:20

Mér við hlið, Nótt og Til mín komust áfram

Þrjú lög komust í kvöld áfram í úrslitakeppni forkeppni Eurovision. Það eru lögin Mér við hlið eftir Rúnar Eff Rúnarsson sem hann flytur sjálfur, Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson í flutningi Arons Hannesar Emilssonar og Til mín eftir Hólmfríði Ósk...
25.02.2017 - 21:25

Emmsjé Gauti flytur „Minn hinsti dans“

Emmsjé Gauti tók lag Páls Óskars, Minn hinsti dans, á undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld. Lagið var framlag Íslands til Eurovisionkeppninnar árið 1997 og endaði þá í tuttugasta sæti og fékk einungis 18 stig. Lagið hefur þó átt miklum vinsældum að...
25.02.2017 - 21:16

Söngvakeppnin í Háskólabíói

Bein útsending frá fyrri undankeppni Söngvakeppninnar sem fram fer í Háskólabíói. Í kvöld er það sex lög sem keppa um hylli hlustenda og áhorfenda í símakosningu en þrjú þeirra komast áfram í úrslitin í Laugardalshöllinni 11. mars.
25.02.2017 - 18:56

Spurningakeppnin #12stig

Keppendur í fyrri undankeppni Söngvakeppninngar hituðu upp fyrir stóru keppnina með laufléttri eurovision-spurningakeppni.

Söngvakeppnin sýnd í færeyska ríkissjónvarpinu

Færeyska ríkissjónvarpið mun sýna allar 3 keppnirnar í Söngvakeppninni í ár í beinni útsendingu.  Fyrri undankeppnin hefst í kvöld en þá keppa 6 lög af 12 um að komast áfram í úrslitin sem verða haldin í Laugardalshöll 11. mars.

Söngvakeppnin hefst á morgun

Æfingar fyrir Söngvakeppnina standa nú yfir í Háskólabíói. Keppnin hefst á morgun þegar sex lög af tólf keppa um að komast í úrslitakeppnina í Laugardalshöll 11. mars. Af þessum sex lögum komast þrjú í úrslit en almenningur ræður valinu í...
24.02.2017 - 14:29

Bríet yfirheyrir stjörnurnar í Söngvakeppninni

Fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 2017 fer fram í Háskólabíói á laugardagskvöld, þar sem sex af tólf lögum verða flutt. Bríet kom í útvarpshúsið nú á dögunum, fann þar nokkrar Söngvakeppnisstjörnur og yfirheyrði þær fyrir Stundina okkar.
24.02.2017 - 14:18

Hildur tók Minn hinsta dans í beinni

Hildur tekur þátt í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar í Háskólabíói næsta laugardagskvöld með lagið Bammbaramm. Hildur mætti í beina útsendingu á Rás 2 með undirleikaranum Sunnu Karen Einarsdóttur og saman tóku þær lagið Minn hinsti dans sem Páll...
24.02.2017 - 11:27

Erna Mist órafmögnuð á Rás 2

Erna Mist keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar næsta laugardagskvöld með lagið Skuggamynd. Hún og félagar heimsóttu Huldu G. Geirsdóttur á Rás 2 í dag og tóku þar lagið í órafmagnaðri útgáfu í beinni útsendingu
23.02.2017 - 15:28

Rúnar Eff tæklar Ísbjarnarblús

Rúnar Eff mætti til Dodda litla á Rás 2 í dag, en Rúnar tekur þátt í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar í Háskólabíói næsta laugardagskvöld með lagið Mér við hlið. 
22.02.2017 - 16:43

Þórdís Birna og Júlí Heiðar í Dagvaktinni

Þau Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir keppa í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar næsta laugardagskvöld með lagið Heim til þín. Þau heimsóttu Dodda litla á Rás 2 í dag og tóku þar lagið Sjómannavalsinn í beinni útsendingu.
22.02.2017 - 16:35

Rakel og Arnar í Dagvaktinni

Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson voru gestir Dagvaktarinnar og fluttu þar lagið „Í síðasta skipti“ eftir Friðrik Dór.
21.02.2017 - 18:01