Útsvar

Gunna Dís og Sóli Hólm taka við Útsvari

Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm verða þáttastjórnendur í spurningaþættinum Útsvari þegar þátturinn hefur göngu sína á ný 15. september. Gunna Dís og Sóli Hólm, sem unnu meðal annars saman í Virkum morgnum á Rás 2, leysa þau Sigmar...
11.08.2017 - 17:33

Gunna Dís og Sóli Hólm taka við Útsvari

Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm verða þáttastjórnendur í spurningaþættinum Útsvari þegar þátturinn hefur göngu sína á ný 15. september. Gunna Dís og Sóli Hólm, sem unnu meðal annars saman í Virkum morgnum á Rás 2, leysa þau Sigmar...
11.08.2017 - 16:45

Fjarðabyggð vann - Sigmar og Þóra hætta

Fjarðabyggð er sigurvegari Útsvars en liðið lagði lið Akraness í úrslitaþættinum í kvöld. Viðureignin var nokkuð jöfn framan af en í orðaruglinu skreið lið Fjarðabyggðar fram úr og lét forystuna aldrei af hendi - lokatölur 65-38. Í lok þáttarins...
26.05.2017 - 20:08

Fjarðabyggð í úrslit í Útsvari

Fjarðabyggð fagnaði sigri gegn Grindavík í undanúrslitakeppni Útsvars í kvöld. Fjarðabyggð hlaut 63 stig en Grindavík 39. Þar með er lið Fjarðarbyggðar komið í úrslit og mætir þar með liði Akraness sem bar sigur úr býtum gegn Hafnarfirði þann 5. maí...
19.05.2017 - 21:52

Akranes í úrslit Útsvars

Lið Akraness hafði betur gegn liði Hafnarfjarðar í undanúrslitum í kvöld. Akranes fékk 65 stig en Hafnarfjörður 46. Hafnfirðingar fóru betur af stað og voru með sex stiga forystu eftir bjölluspurningarnar. Bæði liðin sýndu snilldartakta á...
05.05.2017 - 21:38

Grindvíkingar sigruðu í Útsvari

Grindavíkurbær fór með sigur af hólmi í Útsvari kvöldsins með 98 stigum gegn 60 stigum Mosfellsbæjar. Jafnræði var með liðunum lengi vel og þegar leikurinn var rúmlega hálfnaður höfðu þau bæðiu fengið 44 stig. Þá gáfu Grindvíkingar í og stóðu uppi...
28.04.2017 - 21:33

Hafnarfjörður áfram í Útsvari

Hafnfirðingar báru sigurorð af Eyjamönnum í þriðju viðureign átta liða úrslita í Útsvari, í köflóttri keppni þar sem allir áttu sín mistök, þar á meðal dómari og spurningahöfundur. Hafnfirðingar höfðu 43 stig upp úr krafsinu en Eyjamenn 36. Aðeins...
21.04.2017 - 22:11

Akranes lagði Kópavog

Skagamenn lögðu Kópavogsbúa í spennandi Útsvarskeppni í kvöld, og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitunum í ár. Akranes fékk að lokum 56 stig á móti 53 stigum Kópavogsbúa. Nokkuð jafnt var með liðunum framan af en í orðaleiknum tóku Skagamenn...
12.04.2017 - 22:34

Fjarðabyggð sigraði Ölfus

Lið Fjarðarbyggðar tryggði sér sæti í undanúrslitum Útsvars þegar það vann öruggan sigur á sterku liði Ölfuss, með 108 stigum gegn 46. Þau Davíð Þór Jónsson, Heiða Dögg Liljudóttir og Hákon Ásgrímsson voru i banastuði og svöruðu nánast öllu sem á...
07.04.2017 - 22:14

Mosfellsbær kominn í átta liða úrslit

Lið Mosfellsbær sigraði lið Hornafjörð í Útsvari kvöldsins með 76 stigum gegn 36. Mosfellsbær varð þar með áttunda sveitarfélagið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum spurningakeppninnar.
17.02.2017 - 22:42

Kópavogur sigraði í grannaslag í Útsvari

Lið Kópavogs bar í kvöld sigurorð af nágrönnum sínum í Garðabæ í spurningaleiknum Útsvari í Sjónvarpinu. Kópavogsbúar fengu 61 stig, Garðbæingar 55.
03.02.2017 - 21:36

Grindavíkurbær í átta liða úrslit Útsvars

Grindavíkurbær fagnaði öruggum sigri gegn Árborg í Útsvari kvöldsins. Grindavík hlaut 83 stig en Árborg 44. Grindvíkingar eru þar með komnir í átta liða úrslit líkt og Fjarðabyggð, Hafnarfjörður og Ölfus.
20.01.2017 - 23:14

Fjarðabyggð rúllaði Reykvíkingum upp

Lið Fjarðabyggðar vann yfirburðasigur á liði Reykjavíkur í Útsvari í kvöld. Þremenningarnir sem kepptu fyrir Fjarðabyggð hlutu 110 stig en reykvíska þrenningin 55, helmingi færri stig en sigurvegararnir. Lið Fjarðabyggðar er þar með komið í...
13.01.2017 - 21:50

Hafnarfjörður kominn í átta liða úrslit

Hafnarfjörður sigraði Fjallabyggð í Útsvari kvöldsins með 83 stigum gegn 57. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á allra síðustu spurningunum. Hafnarfjörður er því kominn áfram í átta liða úrslit og er annað liðið til...
06.01.2017 - 21:36

Lið Ölfuss sigraði í bráðabana

Sextán liða úrslit hófust í Útsvarinu í kvöld með keppni liða Árneshrepps og Ölfuss. Leikar fóru þannig að lið Ölfuss sigraði með 72 stigum gegn 70 í bráðabana, en eftir venjulegan fjölda spurninga var staðan 70-70.
16.12.2016 - 21:16