Uppreist æru

Engin stríðsyfirlýsing að setja Brynjar af

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðismanna hefði átt að hafa frumkvæði að því að láta af formennsku í nefndinni. Það sé engin...
20.09.2017 - 08:14

Flestir hlynntir stjórnarslitum og kosningum

Nærri tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir stjórnarslitum og enn fleiri því að þing hafi verið rofið og boðað til kosninga. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi.
19.09.2017 - 22:00

Finnur styrk í umræðu um kynferðisbrot

Thelma Ásdísardóttir segist upplifa kraft og styrk í því að nú sé talað en ekki þagað um kynferðisbrot gegn börnum. Slíkt ofbeldi þrífist í þögn og í skúmaskotum. Kynjafræðingur segir að nú séu brotaþolar kannski að fá uppreist æru.
19.09.2017 - 19:48

Óttast að þingstörfin verði að sirkus

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segist óttast að þingstörf núna í aðdraganda kosninga verði einhvers konar sirkus en ekki málefnaleg afgreiðsla mála. Þetta segir hann í kjölfar þess að Brynjar Níelsson var settur af sem...
19.09.2017 - 18:12

„Í raun og veru var ég rekinn“

Brynjar Níelsson segir að hallarbylting í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi ekki endilega komið á óvart. Honum þyki þó lítill bragur á því hvernig staðið var að málum. Stjórnarandstæðingar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tóku í morgun...
19.09.2017 - 18:02

Telja að ekki séu öll kurl komin til grafar

„Á fundinum var það staðfest að framkvæmdin í ráðuneytinu er ekki í samræmi við lög.“ Þetta segir Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar. Það sé alvarlegt í ljósi hlutverks dómsmálaráðuneytisins. Oddný G. Harðardóttir,...
19.09.2017 - 17:43

Vísar ásökunum um leyndarhyggju á bug

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að afgreiðsla ráðuneytisins á umsóknum um uppreist æru hefði verið vélræn og í skötulíki. Hún taldi að ráðuneytið hefði átt að kanna frekar tvær...
19.09.2017 - 14:29

Afturkallaði beiðni um uppreist æru

Karlmaður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni, hefur afturkallað beiðni sína um uppreist æru. Dómsmálaráðherra greindi frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Brynjar Níelsson er hættur sem formaður nefndarinnar.
19.09.2017 - 11:08

Líkir upplýsingagjöf ráðherra við leka

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir meðhöndlun dómsmálaráðuneytisins á meðmælabréfum vegna beiðni um uppreist æru, sleifarlag og vonda stjórnsýslu. Þá segir hún dómsmálaráðherra hafa sýnt dómgreindarbrest með því að greina bara...
19.09.2017 - 10:06
Mynd með færslu

Dómsmálaráðherra situr fyrir svörum

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætti á opinn fund stjórnaskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis klukkan tíu. Til umfjöllunar eru reglur um uppreist æru og ýmislegt sem tengist þeim málum, sem urðu ríkisstjórninni að falli.
19.09.2017 - 07:10

Ólíkar ástæður fyrir að vilja uppreist æru

Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um mál þar sem menn hafa fengið uppreist æru. Upplýsingarnar eru fengnar upp úr gögnum sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum og hafa ekki áður komið fyrir augu almennnings.Í þeim má finna ólíkar ástæður...
18.09.2017 - 21:06

Sama rithönd á umsókn og umsögn

Mörg dæmi eru um að fólk hafi ekki vitað að meðmælabréf sem það skrifaði væru notuð til að sækja um uppreist æru. Umsagnarbréfin eru af ýmsum toga, til dæmis mælir móðir með syni sínum og í öðru tilviki er rithönd á umsókn umsækjanda og meðmælum með...
18.09.2017 - 20:36

Ekkert um að vottorð séu vegna uppreist æru

Reglur í kringum umsókn um uppreist æru þyrftu að vera skýrari. Þetta segir Jón Þór Ólafsson, lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann segir hvergi koma fram að vottorð um góða hegðun þurfi að vera rituð sérstaklega í tengslum við...
18.09.2017 - 18:54

Birta ekki gögn á vefnum um aðra en Downey

Dómsmálaráðuneytið telur sig ekki hafa heimild til að hafa frumkvæði að opinberri birtingu gagna sem varða meðferð mála við uppreist æru, þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hins vegar hefur ráðuneytið afhent gögnin þeim fjölmiðlum...
18.09.2017 - 18:32

Fimm vildu uppreist æru vegna lögmannsréttinda

Að minnsta kosti fimm menn sem fengu uppreist æru, samkvæmt gögnum frá dómsmálaráðuneytinu, nefndu í umsóknum sínum að þeir þyrftu á henni að halda til að geta verið með full réttindi sem lögmenn. Þeir höfðu fengið dóma fyrir morð, nauðgun,...
18.09.2017 - 18:24