tónlist

Ljúfu lögin í nótt

Ljúfu lögin hennar Huldu fara í loftið að loknum miðnæturfréttum. Íslenskt og erlent í bland, héðan og þaðan úr rólegu deildinni. Kl. 00:05 á Rás 2.
26.04.2017 - 20:30

Þokumóða og súld

Það verður boðið upp á tónlistarlega þokumóðu og súld í Streymi kvöldsins af því það er apríl og við eigum það skilið. Þetta hljómar kannski ekki eins og stuð, en engar áhyggjur þetta verður alveg fáránlega hresst og skemmtilegt.
26.04.2017 - 18:50

Emiliana og Víkingur tilnefnd

Íslensku tónlistarmennirnir Emiliana Torrini og Víkingur Heiðar Ólafsson hafa hlotið tilnefningu til tónlistarverðlauna Norðurlandsráðs. Tilkynnt var um tilnefningar í dag.
26.04.2017 - 17:59

Uppáhaldslög Berta Wooster

Enski rithöfundurinn P.G. Wodehouse samdi mikinn fjölda af gamansömum skáldsögum og meðal þeirra þekktustu voru sögur hans um Jeeves og Wooster. Þar sagði frá hinum unga spjátrungi Bertram Wooster og þjóni hans, Jeeves, sem var sérlega ráðagóður....
26.04.2017 - 15:23

Ítalska lagið fær 12 stig frá Íslendingum

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, kom saman í útvarpshúsinu við Efstaleiti um helgina og spáði í Eurovision keppnina sem fram fer í Úkraínu eftir um tvær vikur. Ítalska lagið fékk flest stig í kosningu félagsmanna,...
26.04.2017 - 15:19

Úlfur Úlfur með þrjú myndbönd á einu bretti

Hip-hop dúettinn Úlfur Úlfur sendi óvænt frá sér þrjú ný lög og tónlistarmyndbönd með í gær, 25. apríl. Sveitin tilkynnti á sama tíma að ný plata sé væntanleg næstkomandi föstudag, 28. apríl.
26.04.2017 - 12:09

Tónlistarsala eykst á heimsvísu

Tónlistarsala á heimsvísu eykst annað árið í röð. Hún jókst um 5,9% árið 2016. Streymisveitur á veraldarvefnum eiga stóran þátt í aukningunni en tekjur af slíkum veitum jukust um 60% milli áranna 2015 og 2016.
26.04.2017 - 11:29

Borgarljósin skína í nótt

Borgarljósin blika skært í þættinum í nótt þegar þeir Stebbi, Eyfi og Björgvin opna þáttinn með perlunni hennar Bergþóru Árnadóttur. Þaðan liggur leiðin hingað og þangað um huggulegar tónlistarlendur, en notalegu næturlögin eru alltaf aðalmálið á...
25.04.2017 - 20:30

Atli semur fyrir mynd með Reynolds og Jackson

Atli Örvarsson semur tónlistina við bandarísku spennumyndina The Hitman‘s Bodyguard með stórstjörnunum Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd vestanhafs í ágúst og er spáð að hún verði einn af sumarsmellunum í ár.

„Paper“ í klúbbvænum búningi

Tónlistarmaðurinn Eðvarð Egilsson hefur sent frá sér nýja og dansvæna útgáfu af Eurovision-lagi Svölu Björgvinsdóttur, „Paper“.
25.04.2017 - 13:44

„Kendrick er maðurinn!“

Nýlega sendi bandaríski rapparinn Kendrick Lamar frá sér sína fjórðu hljóðversplötu. Hún heitir Damn og það er óhætt að segja að hún hafi fengið frábæra dóma.
24.04.2017 - 18:00

Íslenska Eurovision-atriðinu lekið á netið

Þessa dagana er íslenski Eurovision-hópurinn að undirbúa atriði Svölu Björgvinsdóttur fyrir keppnina, sem fer fram í Kænugarði 9. - 13. maí. Snemma í morgun kom í ljós að upptaka þar sem atriði Íslands var prufukeyrt með staðgengli hafði lekið á...
24.04.2017 - 17:31

Sársauki einkennir nýjustu plötu Arca

Venesúelski tónlistarmaðurinn Arca á að baki þéttan feril þrátt fyrir ungan aldur. Hann vann að gerð Yeezus plötu Kanye West, plötum FKA Twigs, Kelelu og nýjustu plötu Bjarkar, Vulnicura. Meðfram því hefur hann sent frá sér nokkrar blandspólur og...
24.04.2017 - 16:32

Rafrænt hljómplötusafn Jeff Buckley

Móðir tónlistarmannsins Jeff Buckley, Mary Guibert, hefur haldið utan um persónulegar eigur hans og smám saman gefið út brotabrot af efni á síðustu tveimur áratugum. Í samstarfi við Sony Legacy Records, hefur hún nú gert aðdáendum einka...
21.04.2017 - 16:37

Svala fékk brottfarargjöf frá Daða Frey

Svala Björgvinsdóttir fékk skemmtilega gjöf frá Daða Frey Péturssyni rétt fyrir brottför til Kænugarðs, þar sem hún stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision.