Svíþjóð

Nánasti ráðgjafi Löfvens hrökklast frá

Ekki sér fyrir endann á pólitískum afleiðingum tölvuhneykslisins í sænsku Samgöngustofunni, sem þegar hefur kostað tvo ráðherra í ráðuneyti Stefans Löfven embætti sitt. Emma Lennartsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og einn nánasti...
28.08.2017 - 05:51

Formaður sænskra Íhaldsmanna segir af sér

Anna Kinberg Batra tilkynnti í morgun að hún ætlaði að segja af sér formennsku í sænska Íhaldsflokknum, Moderaterna. Mikil óánægja hefur verið meðal sænskra Íhaldsmanna vegna slæms gengis í skoðanakönnunum og áhrifafólk í flokknum krafðist þess hún ...
25.08.2017 - 10:42

Ólga meðal sænskra Íhaldsmanna

Mikil óánægja er meðal sænskra Íhaldsmanna vegna slæms gengis í skoðanakönnunum og áhrifafólk í flokknum krefst þess að formaðurinn Anna Kinberg Batra víki. Hart er sótt að henni, mörg flokksfélög og ungliðahreyfingin vilja nýjan leiðtoga....
24.08.2017 - 13:10

Staðfest að líkamsleifarnar eru af Kim Wall

Líkamsleifarnar sem fundust í sjónum undan Amagerströnd í gær eru af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti þetta snemma á miðvikudagsmorgun. Unnið var að því í gær og nótt að bera kennsl á líkamsleifarnar, en höfuð og...
23.08.2017 - 05:22

106 ára hælisleitanda vísað frá Svíþjóð

Elsta hælisleitanda heims hefur verið gert að fara aftur til Afganistan frá Svíþjóð. Hún flúði heimalandið ásamt fjölskyldu sinni árið 2015, en sonur hennar og barnabarn skiptust á að halda á henni yfir fjallgarða á leið sinni til Evrópu.
21.08.2017 - 06:17

Þrír látnir af skotsárum í Svíþjóð

Þrír voru skotnir til bana í Svíþjóð á rétt um sólarhring um helgina að sögn lögreglunnar þar í landi. Samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu, SVT, lést maður af skotsárum í gærkvöld við bæinn Borås. Þá var maður skotinn til bana í Tensta, norðvestur af...
20.08.2017 - 05:45

Drónar trufla flugumferð við Stokkhólm

Stéttarfélag flugmanna í Svíþjóð beinir því til félagsmanna sinna að þeir hafi nóg eldsneyti á geymunum þegar þeir koma inn til lendingar á flugvöllunum við Stokkhólm.
18.08.2017 - 14:50

Tveir í lífshættu eftir skotárás í Malmö

Þrír ungir karlmenn særðust, þar af tveir lífshættulega, þegar maður réðist inn í samkomusal í Malmö í morgunsárið og hóf þar skothríð. Um 70 manns voru samankomin í veislusal við Ystadveg í Malmö, í samkvæmi sem byrjaði í gærkvöld og stóð fram á...
13.08.2017 - 07:25

Reiðufé líklega horfið úr sænskum búðum 2030

Tveir af hverjum þremur rekstraraðilum í verslunargeiranum í Svíþjóð telja að þeir muni hætta að taka við reiðufé í sínum viðskiptum í síðasta lagi árið 2030. Þetta er ein meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem unnin var á vegum Konunglega...
09.08.2017 - 02:25

Dróni stöðvaði flugumferð á Arlanda

Flugumferð um Arlanda flugvöll við Stokkhólm stöðvaðist í tæpa klukkustund síðdegis þegar vart varð við dróna á flugi í grennd við völlinn. Engum flugvélum var leyft að koma til lendingar eða taka á loft meðan dróninn var á sveimi.
07.08.2017 - 16:34

Bjóða sænskum konum að frysta egg sín

Fjölmargir sænskir vinnuveitendur bjóða kvenkyns starfsfólki að frysta egg sín eða að niðurgreiða slíka aðgerð. Þannig geti þær eignast börn á tíma sem hentar þeirra vinnu og persónulega lífi. Æ algengara verður að konur slái því á frest að eignast...
06.08.2017 - 05:49

Skógarbjörn drap dýrahirði í Svíþjóð

19 ára sænskur dýrahirðir í dýragarði í Orsa í Dölunum lést af sárum sínum eftir að skógarbjörn réðst á hann í morgun. Maðurinn var við vinnu í gerði í garðinum. Það átti að vera tómt þegar björninn gróf sér leið þangað inn og réðst á manninn. 
04.08.2017 - 15:43

Grunuð um að hafa kveikt í íbúð í Gautaborg

Rannsókn á eldsvoða í íbúð í úthverfi Gautaborgar í síðustu viku bendir til þess að kona sem brann þar inni hafi kveikt í. Þrjú ung börn hennar létust einnig. Í fyrstu var talið að eiginmaður hennar hafi verið að verki. Hann var úrskurðaður í...
28.07.2017 - 12:28

Svíar ánægðir með að Stefan Löfven sitji áfram

Meirihluti kjósenda í Svíþjóð er ánægður með að Stefan Löfven forsætisráðherra hafi ekki beðist lausnar og boðað til kosninga þegar stjórnarandstöðuflokkarnir lýstu yfir vantrausti á þrjá ráðherra stjórnarinnar. Í skoðanakönnun sem Novus gerði fyrir...
28.07.2017 - 10:11

Svíþjóð: Tveir ráðherrar hverfa úr stjórn

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að stokka upp í ríkisstjórn sinni vegna kröfu stjórnarandstöðunnar um að þrír ráðherrar verði látnir hætta vegna mistaka í starfi. Hann greindi frá þessu á fréttamannafundi í Stokkhólmi fyrir stundu.
27.07.2017 - 09:09