Svíþjóð

Svíar ánægðir með að Stefan Löfven sitji áfram

Meirihluti kjósenda í Svíþjóð er ánægður með að Stefan Löfven forsætisráðherra hafi ekki beðist lausnar og boðað til kosninga þegar stjórnarandstöðuflokkarnir lýstu yfir vantrausti á þrjá ráðherra stjórnarinnar. Í skoðanakönnun sem Novus gerði fyrir...
28.07.2017 - 10:11

Svíþjóð: Tveir ráðherrar hverfa úr stjórn

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að stokka upp í ríkisstjórn sinni vegna kröfu stjórnarandstöðunnar um að þrír ráðherrar verði látnir hætta vegna mistaka í starfi. Hann greindi frá þessu á fréttamannafundi í Stokkhólmi fyrir stundu.
27.07.2017 - 09:09

Óvíst um framtíð sænsku stjórnarinnar

Í ljós kemur á næstu klukkustund hvort Stefan Löven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hyggst biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti á þrjá ráðherra.
27.07.2017 - 07:53

Ekki lengur grunaður um morð konu og barna

Manni, sem grunaður var um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn í Gautaborg, var sleppt úr haldi síðdegis. Hin látnu fundust í íbúð á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Slökkvilið var kallað til vegna elds í íbúðinni. Konan og eitt barn voru...
26.07.2017 - 21:13

Krefjast afsagnar þriggja ráðherra

Stjórnarandstöðuflokkarnir á sænska þinginu ætla að leggja fram tillögu um vantraust á þrjá ráðherra vegna þess að viðkvæmar upplýsingar úr gagnagrunnum öryggislögreglunnar Säpo hafa verið aðgengilegar erlendum tölvusérfræðingum.
26.07.2017 - 10:26

Danski pósturinn í djúpum vanda

Halli á rekstri danska póstsins eykst verulega samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Mjög róttækra aðgerða er þörf til að koma rekstrinum á réttan kjöl og forráðamenn póstsins hafa farið fram á 40 milljarða íslenskra króna til að ráðast í...
22.07.2017 - 12:51

Faðir grunaður um morðin í Gautaborg

Dómstóll í Gautaborg hefur úrskurðað mann á sextugsaldri í gæsluvarðhald. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt konu sína og þrjú börn þeirra í Angered, úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Þau fundust í íbúð þar á fimmtudagsmorgun.
22.07.2017 - 12:20

Kona og þrjú börn myrt í Gautaborg

Allt bendir til þess að kona og þrjú börn hafi verið myrt í Gårdsten í Angered í Svíþjóð í nótt.  Angered er um sextíu þúsund manna úthverfi Gautaborgar og margir íbúa eru innflytjendur. Slökkvilið var kallað til vegna reyks sem lagði frá íbúð í...
20.07.2017 - 21:31

Sex ára telpa fannst eftir 14 tíma leit

Sex ára stúlka sem varð viðskila við fjölskyldu sína í skógi vaxinni fjallshlíð í sænskum þjóðgarði við Helsingjabotn laust fyrir hádegi í dag, er fundin, heil á húfi. Sérþjálfuð leitarsveit með sporhunda fann stúlkuna, sem nú er komin í faðm...
16.07.2017 - 23:11

Skera upp herör gegn of kappsömum foreldrum

Kappsamir foreldrar á hliðarlínunni eru algeng sjón á íþróttaleikjum barna. Oft er æsingur foreldranna svo mikill að börnunum, og öðrum foreldrum, þykir nóg um. Þrjú stærstu knattspyrnulið Stokkhólms í Svíþjóð hafa ákveðið að skera upp herör gegn...
11.07.2017 - 06:51

Volvo veðjar á rafbíla

Það vakti heimsathygli í vikunni þegar forráðamenn Volvo bílaverksmiðjunnar tilkynntu að allar nýjar tegundir bíla sem fyrirtækið framleiðir verði rafmagnsbílar frá árinu 2019. Nýju bílategundirnar verða rafknúnar að hluta eða öllu leyti.
08.07.2017 - 12:55

Þrír sárir eftir skotárás í Malmö

Tveir særðust alvarlega og einn minna í skotárás í Holma-hverfinu í suðurhluta Malmö á Skáni í kvöld. Fjölmennt lögreglu- og sjúkralið hraðaði sér á vettvang þegar tilkynning barst um árásina laust eftir kl. 20 að staðartíma og stórt svæði var girt...
02.07.2017 - 22:45

Svíar vara við þyrilsnældum

Neytendastofa í Svíþjóð varar við vinsælum leikföngum, sem hafa fengið íslenska nafnið þyrilsnældur. Athygli er vakin á því að þær hafi valdið slysum erlendis. Síðustu daga hefur stofnunin stöðvað sölu 45 þúsund snælda, sem ekki hafa...
22.06.2017 - 13:42

Öfgamúslimum fjölgar hratt í Svíþjóð

Mörg þúsund öfgasinnaðir íslamistar eru í Svíþjóð, samkvæmt nýju mati sænsku öryggislögreglunnar Säpo. Mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðastliðin ár. Árið 2010 taldi lögreglan að þeir væru um það bil tvö hundruð.
16.06.2017 - 12:59

Svíþjóðardemókrati dæmdur fyrir fjárdrátt

Anders Forsberg, sem nýlega lét af þingmennsku fyrir Svíþjóðardemókratana, var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann var ákærður fyrir að hafa dregið sér yfir eina komma eina milljón sænskra króna, jafnvirði um þrettán milljóna...
15.06.2017 - 11:06