Stjórnmál

Breskir Íhaldsmenn styrkja stöðu sína

Söguleg úrslit urðu í aukakosningum til Neðri-málstofu breska þingsins í gær er Íhaldsflokkurinn vann þingsæti í Copeland í norðvesturhluta Englands af Verkamannaflokknum. Þetta er í fyrsta sinn í meira en áttatíu ár sem þingmaður kjördæmisins kemur...
24.02.2017 - 17:38

Úrslit aukakosninga styrkja Theresu May

Breski Íhaldsflokkurinn vann sögulegan sigur í aukakosningum til þings í gær er frambjóðandi flokksins var kjörinn í þingsæti sem Verkamannaflokkurinn hafði haldið í 82 ár. Kosið var í tveimur kjördæmum sem Verkamannaflokkurinn hefur haldið mjög...
24.02.2017 - 16:04

Landsréttur verði ekki „karlaklúbbur“

Minnihluti allsherjarnefndar Alþingis vill ekki að nýtt millidómstig, Landsréttur, verði karlaklúbbur og vill árétta í lagatexta jafna stöðu kvenna og karla. Meirihlutinn fellst ekki á breytingartillöguna en leggur áherslu á að ráðherra hafi jafnt...
24.02.2017 - 13:06

Meirihluti á móti áfengissölu í matvörubúðum

Stór hluti Íslendinga er andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum á Íslandi, samkvæmt nýrri könnun MMR. Alls kváðust rúm 74 prósent vera andvíg sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum og tæp 57 prósent andvíg sölu á léttu áfengi og bjór...
24.02.2017 - 10:30

Ágreiningur um dómstólafrumvarp

Ágreiningur var um frumvarp dómsmálaráðherra, um dómstóla, sem afgreitt var úr allsherjarnefnd í gær. Frumvarpið er um nefnd um hæfni dómaraefna og aðsetur landsréttar.
24.02.2017 - 07:18

Trump vill efla og stækka kjarnorkuvopnabúrið

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill efla og stækka kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í viðtali sem tíðindamaður Reuters-fréttastofunnar tók við hann í gær. Þar tjáir Trump sig um kjarnorkuvopn í fyrsta sinn síðan hann tók við...
24.02.2017 - 06:21

Einkarekin fangelsi aftur í viðskipti vestra

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ráðuneyti Donalds Trumps, gaf í gær út tilskipun um að hið opinbera skuli nú aftur nýta sér þjónustu einkarekinna fangelsa í auknum mæli; það sé nauðsynlegt þegar litið sé til framtíðarþarfa fangelsiskerfisins. Með...
24.02.2017 - 05:11

Harðasti andstæðingur Dutertes handtekinn

Lögregla á Filippseyjum handtók í morgun öldungadeildarþingkonuna Leilu de Lima, einn harðasta og áhrifamesta andstæðing Rodrigos Dutertes Filippseyjaforseta til margra ára. de Lima eyddi nóttinni á skrifstofu sinni í þinghúsinu en gaf sig fram við...
24.02.2017 - 04:25

Jong-Nam myrtur með bráðdrepandi taugaeitri

Eitt banvænasta taugaeitur sem til er varð að líkindum Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-Uns, Norður-Kóreuforseta, að bana. Agnarögn af eitrinu fannst á andliti Jong-Nams við krufningu, að sögn lögreglu í Malasíu. Efnagreining leiddi í ljós að þetta...
24.02.2017 - 02:32

Felldu tillögu um að setja kjararáð á dagskrá

Tillaga Pírata við upphaf þingfundar um að frumvarp þeirra um breytingar á lögum um kjararáð yrði sett á dagskrá þingfundar í dag var felld. Jón Þór Ólafsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði tímapressuna mikla því stutt væri í að...
23.02.2017 - 11:33

Listaháskólinn olnbogabarn háskólasamfélagsins

Listaháskóli Íslands er hálfgert olnbogabarn íslenska háskólasamfélagsins, segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, sem lagt hefur fram þingsályktunartillögu um að háskólinn fái framtíðarhúsnæði.
23.02.2017 - 08:12

Vilja tryggja rétt aldraðra hjóna til sambúðar

Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og níu aðrir þingmenn VG, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Frumvarpinu er ætlað að tryggja hjónum og sambúðarfólki rétt til...
23.02.2017 - 04:00

Vilja lækka kosningaaldur í 16 ár

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og fjórtán þingmenn allra flokka á þingi, nema Framsóknar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Í frumvarpinu er lagt til að kosningarétt við kosningar...
23.02.2017 - 03:16

Upphafsmaður „Hawaii“ kemur ananas til varnar

Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um ananas á pizzur og yfirlýsing hans um að geta ekki bannað áleggið með lögum hafa vakið heimsathygli. Kanadíska ríkisútvarpið hefur nú grafið upp upphafsmann Hawaii-pizzunnar sem samanstendur af...
22.02.2017 - 23:02

Var á lista hjá bandarískum yfirvöldum

Stofnunin sem meinaði velskum kennara að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna hefur það meginhlutverk að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn, vopn og hættuleg efni komist til Bandaríkjanna. Maðurinn, Mohammad Juhel Miah, var á lista bandarískra...
22.02.2017 - 23:27