Stjórnmál

Fimm nefndir og stjórnir með of fáar konur

Kjör fimm stjórna af tólf sem Alþingi kaus í vikunni er ekki í samræmi við nýsamþykkta jafnréttisáætlun forsætisráðuneytisins um kynjahlutföll innan þeirra. Þingvallanefnd og stjórn RÚV eru meðal þeirra sem uppfylla ekki ákvæði um jöfn kynjahlutföll...
29.04.2017 - 19:47

Fjögur þúsund opinberir starfsmenn reknir

Hátt í fjögur þúsund opinberir starfsmenn voru reknir í dag í Tyrklandi, samkvæmt tilskipun sem stjórnvöld gáfu út. Þeirra á meðal eru yfir eitt þúsund starfsmenn dómsmálaráðuneytisins í Ankara og annar eins fjöldi úr tyrkneska hernum.
29.04.2017 - 18:24

Segir aukna umferð vega upp framúrkeyrsluna

Steingrímur J. Sigfússon, sem var fjármálaráðherra þegar ríkið skrifaði undir samkomulag um fjármögnun Vaðlaheiðarganga, segist ekki efast um að framkvæmdin muni standa undir sér að mestu þótt hún sé komin 44 prósent fram úr áætlun og að...
29.04.2017 - 18:23

Ákveða framtíð Frakklands innan Evrópu

Franskir kjósendur eiga þess kost að ákveða framtíð Frakklands innan Evrópu í síðari umferð forsetakosninganna sjöunda maí að sögn Francois Hollande forseta. Hann situr í dag sinn síðasta leiðtogafund Evrópusambandsríkja.

Trump hélt að starfið yrði auðveldara

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að 100 fyrstu dagarnir í forsetatíð hans sé eitthvert stórkostlegasta tímabilið í sögu Bandaríkjanna. Í dag eru 100 dagar frá embættistöku Trumps.
29.04.2017 - 14:51

Samþykktu útgjaldafrumvarp til skamms tíma

Bandaríkjaþing samþykkti í dag frumvarp til ríkisútgjalda í eina viku og kom þar með að ríkisstofnunum yrði lokað vegna fjárskorts um sömu mundir og Donald Trump hefur setið í hundrað daga á forsetastóli.
28.04.2017 - 22:19

Þingforseti sviptur völdum

Forsætisnefnd þings Evrópuráðsins samþykkti í dag að svipta Pedro Agramunt þingforseta völdum. Hann hafði það helst til saka unnið að taka sér ferð á hendur til Sýrlands í síðasta mánuði, þar sem hann hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að máli.
28.04.2017 - 17:56

Ingi Freyr: „Hvílíkt taktleysi og firring“

„Eiginlega er ótrúlegt að fylgjast með þessu, hvílíkt taktleysi og firring; það er eins og maðurinn kunni ekki að staldra aðeins við og skammast sín og spyrja sjálfan sig um erindi sitt til að taka þátt í stjórnmálastarfi miðað við skaðann sem...
28.04.2017 - 15:29

Umdeilt skilti: „Ekki Hollywood breiðgata“

Íbúar í Kópavogi hafa lýst óánægju sinni með nýtt háskerpu ljósaskilti sem nýlega var sett upp milli Fífunnar og Hafnarfjarðarvegarins með því að hvetja nágranna sína til að senda mótmælapóst á valin netföng starfsmanna bæjarins.
28.04.2017 - 14:09

„Fátækir ganga í gegnum hörmungar“

Sósíalistaflokkur Íslands verður stofnaður á verkalýðsdaginn, 1.maí. Markmiðið er að búa til baráttutæki fyrir launafólk og alla þá sem forsmáðir eru, áhrifalausir eða búa við skort. Gunnar Smári Egilsson segir að róttæknin felist í því að segja að...
28.04.2017 - 10:58

Lögreglan neyðist til að fækka lögreglumönnum

Í umsögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu við ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, segir að miðað við forsendur áætlunarinnar þurfi embættið að fækka stöðugildum lögreglumanna um sex til átta á næsta ári, til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda.
28.04.2017 - 11:15

Þurfa ítrekað að lagfæra lög frá Alþingi

Allt að 65 prósent af lagasetningu Alþingis ár hvert eru minni lagabreytingar til að lagfæra stóra lagabálka sem Alþingi hefur nýlega samþykkt, segir stjórnsýslufræðingur sem rannsakað hefur störf Alþingis á um aldarfjórðungstímabili. Undirbúningur...
28.04.2017 - 09:08

Hefði skelfileg áhrif á heilbrigðiskerfið

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir að ef ríkisfjármálaáætlun til 2022 verði samþykkt muni það hafa skelfileg áhrif á heilbrigðiskerfið til lengri tíma. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans,...
28.04.2017 - 08:30

Líkur á hörðum átökum við Norður-Kóreu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir líkur á gríðarlegum hernaðarátökum gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorku- og flugskeytatilrauna þeirra. Sjálfur segist hann frekar vilja setjast að samningum við ríkið. Þá vill Trump að Suður-Kórea greiði fyrir...
28.04.2017 - 05:18

Óvíst um áhrif skattahækkunar

Erfitt er að spá fyrir um það hvort hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hægir á fjölgun ferðamanna hér. Prófessor í ferðamálafræði segir að einhverju leyti skiljanlegt að ferðaþjónustuaðilar vantreysti stjórnvöldum.
27.04.2017 - 22:38