Söngvakeppnin 2017

Söngvakeppnin í Háskólabíói

Bein útsending frá fyrri undankeppni Söngvakeppninnar sem fram fer í Háskólabíói. Í kvöld er það sex lög sem keppa um hylli hlustenda og áhorfenda í símakosningu en þrjú þeirra komast áfram í úrslitin í Laugardalshöllinni 11. mars.
25.02.2017 - 18:56

Spurningakeppnin #12stig

Keppendur í fyrri undankeppni Söngvakeppninngar hituðu upp fyrir stóru keppnina með laufléttri eurovision-spurningakeppni.

Söngvakeppnin sýnd í færeyska ríkissjónvarpinu

Færeyska ríkissjónvarpið mun sýna allar 3 keppnirnar í Söngvakeppninni í ár í beinni útsendingu.  Fyrri undankeppnin hefst í kvöld en þá keppa 6 lög af 12 um að komast áfram í úrslitin sem verða haldin í Laugardalshöll 11. mars.

Páll Rósinkranz og Kristina í beinni

Söngvakeppnin tók hús á Páli Rósinkrans og Kristinu Bærendssen í beinni útsendingu á facebook í dag. Páll og Kristina syngja lagið „Þú og ég“ eftir Mark Brink í seinni undankeppninni ár, í Háskólabíói 4. mars.
15.02.2017 - 14:40

Keppendurnir - Kristina og Páll Rósinkranz

Þau Kristina Bærendssen frá Færeyjum og Páll Rósinkranz syngja saman lagið Þú og ég í keppninni í ár. Kristina er hrædd við köngulær en Páll hræðist ekkert! Við spurðum þau spjörunum úr.

Gauti flytur þekkt íslenskt Eurovision lag

Rapparinn Emmsjé Gauti kemur fram á fyrri undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Háskólabíói þann 25. febrúar og þekur þar sitt uppáhalds íslenska Eurovision lag. Rætt var við Gauta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag og reynt að fá upp úr honum hvaða...
09.02.2017 - 10:48

Linda í beinni

Linda Hartmannsdóttir semur og flytur lagið Ástfangin í Söngvakeppninni í ár. Við hittum hana í Alþjóðasetrinu og fengum að leggja fyrir hana nokkrar spurningar í beinni útsendingu á Facebook.
08.02.2017 - 13:54

Júlí Heiðar og Þórdís Birna í beinni

Við hittum Þórdísi Birnu og Júlí Heiðar í Listaháskólanum og lögðum fyrir þau nokkrar spurningar í beinni útsendingu á Facebook. Júlí og Þórdís flytja lagið Heim til þín í Söngvakeppninni í ár.

Keppendurnir - Júlí Heiðar og Þórdís Birna

Þórdís Birna og Júlí Heiðar syngja lagið Heim til þín í keppninni í ár. Við spurðum þau spjörunum úr.

Myndband: Þú hefur dáleitt mig

Út er komið tónlistarmyndband við lagið Þú hefur dáleitt mig sem Aron Brink flytur í Söngvakeppninni í ár.

Rúnar Eff í beinni

Við gerðum okkur ferð í Kringluna og rákumst þar á Rúnar Eff, sem samdi lagið Mér við hlið og flytur það í Söngvakeppninni í ár. Rúnar svaraði nokkrum léttum spurningum í beinni útsendingu á Facebook.
06.02.2017 - 17:27

Keppandinn - Hildur í hnotskurn

Hildur er 29 ára söngkona, laga- og textasmiður. Hún syngur lagið Bammbaramm í keppninni í ár. Við spurðum hana spjörunum úr.

Myndband: Tonight

Í dag var frumsýnt myndband við lagið Nótt, (Tonight), framlag Sveins Rúnars Sigurðssonar til Söngvakeppninnar í ár, sem er flutt af Aroni Hannesi.
04.02.2017 - 13:09

Myndband við Bammbaramm

Komið er út myndband við framlag Hildar til Söngvakeppninnar í ár, lagið „Bammbaramm“.

Keppandinn - Linda Hartmanns í hnotskurn

Linda Hartmanns syngur og semur lagið Ástfangin í keppninni í ár. Linda er 27 ára Reykvíkingur, hún er gift og á 4 börn. Við spurðum hana spjörunum úr.