Sjónvarp

Fjögurra daga SKAM hátíð í Norræna húsinu

Í næstu viku fer fram hátíð tileinkuð norsku sjónvarpsþáttunum SKAM í Norræna húsinu. Hún samanstendur af þremur viðburðum; kvöldstund fyrir unglinga, pallborðsumræðum fyrir fullorðna og svo tveggja daga maraþon-sýningum á öllum þáttaröðum Skam....
22.03.2017 - 12:00
Sjónvarp · skam · Skömm · Menning

Húsbyggingadrama slær í gegn

Árið 1999 voru þættirnir Grand Designs frumsýndir á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 við góðar viðtökur. Nú eru komnar sautján seríur af þessu einstaka bygginga-raunveruleikasjónvarpi og vinsældirnar fara enn vaxandi. Nýlega fóru þættirnir í...
20.03.2017 - 16:02

Witherspoon og Kidman í morðgátu um mömmur

Sjónvarpsserían Big Little Lies var frumsýnd á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO 19. febrúar síðastliðinn. Skartar framleiðslan einvalaliði leikara í glettinni morðgátu með kolsvörtum húmor. Aðalpersónurnar eru konur á milli fertugs og fimmtugs, og...
13.03.2017 - 16:25

Rita Ora tekur við af Tyru Banks

Þann 8. mars síðastliðinn lauk 23. seríu bandaríska raunveruleikaþáttarins America’s Next Top Model. Keppnin miðar að því að velja næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna, og er einn keppandi kosinn í burtu í hverjum þætti. Þetta er fyrsta serían sem...
09.03.2017 - 16:27

Dirk Gently er heilalaus Sherlock Holmes

Sjónvarpsþættirnir Dirk Gently’s Holistic Detective Agency, sem á íslensku gæti útlagst sem „Heildræn spæjarastofa Dirks Gently“, eru byggðir á samnefndum bókaseríum rithöfundarins Douglas Adams. Stíllinn er framan af kaótískur, framvindan hröð og...
06.03.2017 - 14:49

Hulli sýndur í heild á RÚV.is

RÚV hefur nú tekið upp á þeirri nýbreytni í samráði við framleiðandann RVK Studios að frumsýna það sem eftir er af nýju þáttaröðinni af Hulla í heilu lagi á ruv.is.
03.03.2017 - 16:13

Eddan 2017: Sjónvarpsefni RÚV sigursælt

Á sunnudagskvöld fór Edduverðlaunahátíðin fram fyrir árið 2016. Sjónvarpsefni RÚV var þar sigursælt en sex af þeim sjö verðlaunum sem í boði voru fyrir sjónvarpsefni fóru til þátta á vegum RÚV.
28.02.2017 - 17:22

Prinsipp að segja aldrei „þetta er ekki hægt“

„Það var hringt í mig, af því að það vantaði málara meðan verið væri að auglýsa eftir málara. Ég fékk bara að vera hér í hálfan mánuð til að fylla upp í þá vinnu sem þyrfti. Svo var ég bara ekkert látinn fara.“ Þannig lýsir Gunnar Baldursson...
28.02.2017 - 12:07

Úthverfamamman sem uppvakningur

Uppvakningaformið hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár, bæði í bíómyndum og sjónvarpi. Er um að ræða sögur sem byggðar eru í kringum staðlað form uppvakningaflokksins, en sögurnar eru síðan ýmist settar inn í drama eða kómedíu, stórar eða...
27.02.2017 - 11:35

„Loksins tókst þetta hjá okkur!“

„Við höfum reynt að vinna styttuna oft áður en loksins tókst þetta hjá okkur!“ sagði Andri Freyr Hilmarsson þegar hann tók við verðlaunum fyrir menningarþátt ársins, Með okkar augum, á Edduverðlaunahátíðinni í kvöld.
26.02.2017 - 21:14
Mynd með færslu

Edduverðlaunin - nýjustu fréttir í beinni

Bein útsending er í sjónvarpi og hér á vefnum frá verðlaunahátíð Eddunnar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verða veitt verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem skaraði fram úr í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpi á síðasta ári.
26.02.2017 - 19:35

Hulli í Hollywood

Þátturinn um listamanninn Hulla og hans nánustu vini í Reykjavík snýr aftur á RÚV á fimmtudagskvöld klukkan 21.30. Við tökum upp þráðinn þar sem Hulli var búinn að selja kölska sál sína, vinna Óskarinn og flytja til Hollywood. 
21.02.2017 - 14:10

Lögfræðidrama af dýrustu gerð

Sjöunda og síðasta sería pólitísku dramaþáttanna The Good Wife var sýnd á síðasta ári. Síðustu mánuði hafa menningarblaðamenn vestanhafs keppst við að ausa þættina lofi og vilja sumir meina að síðasta serían marki endalok hinnar „Nýju gullaldar“ í...

Slíta tengsl við PewDiePie vegna gyðingahaturs

Youtube og Disney hafa hætt samstarfi sínu við PewDiePie, stærstu Youtube-stjörnu heims, vegna myndskeiða sem eru fjandsamleg gyðingum. Fyrr á árinu birti hann á Youtube-rás sinni myndskeið þar sem hann borgaði tveimur mönnum til að halda uppi...
15.02.2017 - 10:48

Óþægilegt erindi við samtímann

„Það þarf að teygja sig ansi langt til að keppa við raunveruleikann árið 2017. Þættirnir Designated Survivor eru gott dæmi um efni sem öðlast hefur nýtt samhengi á allra síðustu vikum,“ segir sjónvarpsrýnir Lestarinnar Nína Richter um þættina...
14.02.2017 - 15:55