sauðfjárrækt

Umbúðir lambakjöts á ensku fyrir ferðamenn

Hluti af því lambakjöti sem selt er í verslunum hér á landi er með enskum texta á umbúðum. Það er gert til að auka sölu til ferðamanna. Málfarsráðunautur RÚV, Anna Sigríður Þráinsdóttir, gerði athugasemdir við þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gær.
19.09.2017 - 11:00

Tæplega 50% meiri sala á lambakjöti

Sala á lambakjöti innanlands í ágúst var 48 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt nýjum tölum frá Matvælastofnun. Þá var útflutningur lambakjöts 131 prósenti meiri í ágúst á þessu ári en í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Óttast að staðan sé banabiti margra samfélaga

Ungur bóndi í Dalabyggð segir sauðfjárbændur kjaftstopp yfir þeirri stöðu sem nú blasi við, að afurðaverð lækki um 35 prósent í haust. Hann kallar eftir vel ígrundaðri byggðastefnu.
23.08.2017 - 17:35

Ætla að standa við búvörusamning

Ekki stendur annað til en að stjórnvöld standi við búvörusamning sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust, að sögn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segir mikilvægt að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda.
19.08.2017 - 19:30

Gífurlegur vandi sauðfjárbænda á jaðarsvæðum

Lækkandi afurðaverð til bænda í haust er bráðavandi sem bregðast þarf við, að mati Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Hún hefur óskað eftir fundi atvinnuveganefndar Alþingis vegna málsins í næstu viku.
10.08.2017 - 09:27

Misjafnar aðstæður bænda til að slátra snemma

Landfræðilegar aðstæður ráða því hvort bændur geti brugðist við tilboði sláturheyfishafa um að slátra snemma og fá þannig hærra verð fyrir afurðirnar. Bændur á snjóþungum svæðum eiga erfitt með að flýta sauðburði og færa lömb fyrr til slátrunar.
28.11.2016 - 16:46

Með þróttlegan haus en krapphyrndur.

Hrútaskráin 2016 til 2107 kom út í dag, en í henni er að finna nöfn 48 hrúta á sauðfjársæðingastöðvunum á Suður- og Vesturlandi.sem notaðir verða til sæðinga í vetur.
21.11.2016 - 18:56

Setur fyrsta jólakjötið í reyk í október

Nú er jólakjötið hjá bændum á leið í reykkofana og víða er langt síðan farið var að verka kjöt í reyk. Í Mývatnssveit er löng hefði fyrir því að reykja kjöt heima á bæjum og þar hefur hver sína sérvisku.
07.11.2016 - 20:43

Óvenjumörg tilfelli af vöðvasulli í sauðfé

Í sláturtíðinni hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar orðið varir við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum. Greiningin hefur verið staðfest af sérfræðingum á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Ástæðan gæti verið misbrestur á bandormahreinsun hunda.
03.11.2016 - 15:21

Fjárdauðinn úr sögunni

Ekkert ber lengur á fjárdauðanum sem herjaði á sauðfjárbú landsins í fyrra. Það fækkaði um tuttugu þúsund fjár í kjölfar pestarinnar. Engin skýring hefur fundist á því hvað amaði að fénu.
07.10.2016 - 10:47

Segjast tapa hátt í 50 milljónum króna

Sauðfjárbændur í Húnaþingi vestra segja að lækkun á afurðaverði þýði að þeir tapi hátt í fimmtíu milljónum króna. Tekjutap bænda hafi bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins.
26.09.2016 - 13:19

Erfðabreytt fóður bannað í sauðfjárrækt

Unnið er að því í landbúnaðarráðuneytinu að setja reglugerð sem bannar notkun á erfðabreyttu fóðri við sauðfjárrækt. Landssamband sauðfjárbænda telur að slíkt bann geti opnað markaði fyrir lambakjöt erlendis, þar sem rík krafa er um hreinleika...
22.09.2016 - 04:12