Sameinuðu þjóðirnar

Stefnt að friðarviðræðum um Sýrland í haust

Staffan de Mistura, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, vonast til þess að geta boðað fulltrúa stríðandi fylkinga til friðarviðræðna í október næstkomandi. Hann hefur sjö sinnum áður staðið fyrir viðræðum, sem skiluðu engum...

Guterres: Rísum upp gegn fordómum

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skrifaði á Twitter í kvöld að fólk verði að standa saman gegn kynþáttafordómum, útlendingahatri, gyðingahatri og hatri í garð múslima. Þetta skrifaði hann skömmu eftir blaðamannafund Donalds...

Haldið ró ykkar, segja Kínverjar við N-Kóreu

Kínversk stjórnvöld hafa hvatt Norður Kóreumenn til halda ró sinni og hætta tilraunum með eldflaugar og kjarnorkuvopn, í kjölfar ákvörðunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að herða refsiaðgerðir gegn Norður Kóreu. Kínverjar studdu tillöguna,...
06.08.2017 - 14:10

Trump þakkar Rússlandi og Kína stuðninginn

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hrósaði í gær bæði Kína og Rússlandi fyrir að styðja hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann segist kunna að meta atkvæði þeirra en Bandaríkin lögðu drög að aðgerðunum sem...

Öryggisráð kýs um aðgerðir gegn Norður-Kóreu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um hvort herða eigi viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Fréttastofa AFP segir frá þessu. Lögðu Bandaríkin drög að hertum aðgerðum gegn Norður-Kóreumönnum en spenna hefur verið mikil milli landana...
05.08.2017 - 05:47

Ísland samstíga Nató í kjarnavopnamálum

Ísland var ekki eitt þeirra hundrað tuttugu og tveggja ríkja sem samþykktu alþjóðlegt lögbann við kjarnavopnum á sérstakri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Utanríkisráðherra segir aðgerðirnar sem boðaðar voru ekki vera raunhæfar. Segir...
11.07.2017 - 07:38

122 ríki styðja bann við kjarn­avopn­um

Samningur um bann við kjarna­vopn­um var samþykktur af 122 ríkjum á sérstakri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Stuðningsmenn samningsins vona að kjarnavopn heyri sögunni til og með samþykki hans er mannkynið „einu skrefi nær“ því að...
08.07.2017 - 12:42

Segjast reiðubúin að beita hervaldi

Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast reiðubúin að beita hervaldi gegn Norður Kóreu til að verja sig og bandamenn sína. Þetta sagði sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í kvöld, eftir neyðarfund Öryggisráðsins vegna Norður Kóreu.
05.07.2017 - 21:51

Jarðarbúar verða 9,8 milljarðar árið 2050

Horfur eru á að jarðarbúum fjölgi úr 7,6 milljörðum í 9,8 milljarða til ársins 2050. Þetta kemur fram í mannfjöldaskýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar kynntu í dag. Þar kemur fram að ef fer sem horfir verði Indverjar orðnir fjölmennari en Kínverjar eftir...
22.06.2017 - 14:12

Ósáttir við ályktun um efnavopnaárás

Rússar ætla að beita neitunarvaldi gegn tillögu til ályktunar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna efnavopnaárásar á bæ í Sýrlandi í síðustu viku. Fréttastofan Interfax hefur eftir Gennady Gatilov, aðstoðar-utanríkisráðherra Rússlands, að orðalag...

Bandaríkin hætta greiðslum til mannfjöldasjóðs

Bandaríkin veita mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna ekkert fjármagn næstu ár. Stofnunin styrkir fjölskylduáætlanir í yfir 150 ríkjum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir mannfjöldasjóðinn styðja við, eða taka þátt í  að neyða konur í...
04.04.2017 - 06:10

Íslendingar þriðju hamingjusamastir í heimi

Íslendingar eru þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi annað árið í röð samkvæmt mælingum Sameinuðu þjóðanna. Norðmenn eru allra þjóða hamingjusamastir, hækka upp um þrjú sæti, og Danir, sem voru hamingjusamastir í fyrra, fylgja í humátt á eftir....
20.03.2017 - 06:45

Segir af sér vegna Ísraelsskýrslu

Yfirmaður Efnahags- og félagsmálanefndar Vestur-Asíu hjá Sameinuðu þjóðunum, Rima Khalaf, sagði upp störfum í gær. Hún tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Beirút í gær og sagði aðalframkvæmdastjóra SÞ hafa þrýst á hana að draga til baka skýrslu þar...
18.03.2017 - 04:22

Ísrael sagt nota aðskilnaðarstefnu

Embættismenn Bandaríkjanna og Ísraels brugðust harkalega við skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í gær. Þar segir að Ísrael beit aðskilnaðarstefn gegn Palestínumönnum. Skýrslan var gefin út af efnahags- og félagsmálanefnd Vestur-Asíu.
16.03.2017 - 04:43

Versta hungursneyð frá stofnun SÞ

Hungursneyð blasir við meira en tuttugu milljónum manna í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu. Talið er að barn deyji á tíu mínútna fresti í Jemen af völdum sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir. Stephen O'Brien, yfirmaður...
11.03.2017 - 11:49