Rás 2

Klippir kaldastríðsmynd Charlize Theron

Kvikmyndagerðarmaðurinn Elísabet Rónaldsdóttir lauk nýverið við klippingu á spennumyndinni Atomic Blonde. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron framleiðir myndina auk þess að fara með aðahlutverk. Myndin hefur vakið mikla hylli erlendis, en...
20.07.2017 - 14:09

Bækistöðin Bandcamp

Yfirlit yfir bandcamp-síðurnar: Nýleg lög með Sólveigu Matthildi, Daveeth, Narthraal, Kid Sune, Brynju Bjarnadóttur, Kimono, Indriða, MC Bjór & Blandi, Kavorku, Ýrý, Holdgervlum, Lúnum beinum, Durgi, Agli Sæbjörnssyni, GlerAkri og Mammút.
20.07.2017 - 11:23

„Það er okkar menning að nota skírnarnöfnin“

Talsverð umræða hefur skapast um íslensk eftirnöfn á knattspyrnutreyjum í kjölfar fyrsta leiks Íslendinga á EM í knattspyrnu, og það ekki í fyrsta sinn. Ættarnöfn flestra þjóða eru í öðru hlutverki en íslensku kenninöfnin og eðlilegra væri ef...

„Heilinn er mikilvægt og viðkvæmt líffæri“

Höfuðhögg eru í eðli sínu hættuleg og geta valdið varanlegum skaða, segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Oft sleppur fólk vel en engin ástæða er til að treysta á að svo mikilvægt líffæri sleppi vel.
20.07.2017 - 09:33

„Óréttlætið öskraði á okkur“

Bergur Þór Ingólfsson fagnar því að umræðan um kynferðisbrotamál og uppreist æru hafi haldist vakandi í þjóðfélaginu. „Höfum hátt“ sé orðið eins konar slagorð í kringum þessi mál. Robert Downey braut gegn dóttur Bergs og fleirum og hlaut fyrir það...
20.07.2017 - 08:44

„Við vitum allt of lítið um rafsígarettuna“

Of mikil óvissa er um skaðsemi rafsígarettna til að rétt sé að gera aðgengi að þeim auðveldara en að hefðbundnum sígarettum. Þetta segir Valgerður Sigurðardóttir, læknir og formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands. Hún segir að börn séu auðveld...
20.07.2017 - 08:28

Snarpar vindhviður

Það er heldur betur boðið upp á veislu fyrir skilvísa greiðendur útvarpsgjaldsins í kvöld. Það verður að venju boðið upp á snarpar vindhviður og stútfullan Streymis þátt af áhugaverðri tónlist sem hefur glatt tónlistarhjartað á undanförnum vikum.
19.07.2017 - 19:21

Fanndís hefði átt að fá víti

Ísland hefði átt að fá vítaspyrnu í leiknum við Frakkland á Evrópumótinu í Tilburg í Hollandi í gær, þegar varnarmaður Frakka hrinti Fanndísi Friðriksdóttur inni í vítateig í fyrri hálfleik. Þetta segir Kristinn Jakobsson, einn reyndasti dómari...
19.07.2017 - 09:01

Skötuveisla á Þorláksmessu að sumri

Þann 20. júlí 1237 var Þorláksmessa að sumri lögleidd hér á landi til að minnast þess að þann dag 1198 voru bein Þorláks helga tekin upp til að nýtast til áheita. Var þessi sumarmessa ein mesta hátíð íslendinga fyrir siðaskipti. Undanfarin 11 ár...
18.07.2017 - 17:50

Vaxandi fordómar og hatursglæpir áhyggjuefni

Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í dag með formlegum hætti að skipa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR. Stofnunin hefur aðsetur í Varsjá. Ingibjörg sagði í...
18.07.2017 - 16:49

Skaut útskriftarmynd í villu Björns úr ABBA

Elsa María Jakobsdóttir er nýútskrifuð sem leikstjóri úr Danska kvikmyndaskólanum. Útskriftarmyndin hennar, Atelier, hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi, en myndin var tekin upp í Svíþjóð í listamannasetri sem hannað var...
17.07.2017 - 18:30

Karlar hagnast ekki á að ræða vandann

The Reykjavík Grapevine hefur sætt gagnrýni fyrir forsíðufrétt frá 6. júlí sl., þar sem gerð er úttekt á nýliðum í íslensku rappi, en engir kvenkyns-nýliðar voru tilgreindir í umfjöllun blaðsins. Ritstjórn hefur svarað gagnrýninni og segir...
17.07.2017 - 12:55

Kinder Versions

Hljómsveitin Mammút sendir frá sér sína fjórðu breiðskífu, „Kinder Versions“ og er platan plata vikunnar á Rás 2. Þetta er í fyrsta skipti sem Mammút gefur út plötu sem sungin er á ensku og jafnframt í fyrsta skipti sem sveitin gefur út plötu utan...
17.07.2017 - 07:59

Fleiri og stærri geitungabú en áður

„Þetta er á stærð við barnshöfuð, ég held að þau gerist varla stærri. Við erum að tala um bú sem geta innihaldið svona 800-850 stykki,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir. Geitungatímabilið er nú hafið en geitungarnir verða viðskotaverri...
16.07.2017 - 14:45

„Ef klukkan er sjö þá erum við á Íslandi“

Albert OM er katalónskur sjónvarps- og útvarpsmaður sem sér um gríðarlega vinsælan þátt á katalónsku útvarpsstöðinni RAC1 á hverjum virkum degi, sem heitir „Islàndia“, eða einfaldlega Ísland. Rúmlega 150 þúsund manns hlusta á Ísland á hverjum degi.
16.07.2017 - 13:00