Panama-skjölin

RSK skoðar 4 mál tengd fjárfestingarleiðinni

Ríkisskattstjóri hefur fjögur mál, sem tengjast þeim sem fluttu fé til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans, til sérstakrar skoðunar. Búist er við að upplýsingar frá Lúxemborg og Sviss geri mögulegt að endurákvarða skatt á enn fleiri...
16.07.2017 - 18:51

Hálfur milljarður úr keyptum Panama-gögnum

Ríkisskattstjóri hefur krafið 16 einstaklinga um tæpan hálfan milljarð króna í vangoldna skatta á grundvelli upplýsinga úr Panama-skjölunum sem keypt voru á 37 milljónir fyrir tveimur árum. Talið er líklegt að allt innheimtist og talan gæti enn...
15.07.2017 - 18:58

Þjóðverjar kaupa Panamaskjölin

Þýsk stjórnvöld hafa keypt gagnagrunn Panamaskjalanna sem sýnir eignir í þekktum skattaskjólum. Kaupverðið er talið nema um 5 milljónum evra, 600 milljónum íslenskra króna. Gögnin byggja á leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama.
05.07.2017 - 15:15

Nawaz Sharif yfirheyrður vegna Panamaskjalanna

Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, kom í dag fyrir nefnd sem rannsakar spillingarmál. Hann á á hættu að verða sviptur embætti vegna Panamaskjalanna svonefndu. Þar er að finna nöfn fólks sem lögmenn panömsku lögmannsstofunnar Mossack Foneska...
15.06.2017 - 08:30

Brátt von á 400 milljónum vegna Panamagagna

Kröfur vegna endurálagningar á grundvelli Panamagagnanna eru nú orðnar umtalsvert hærri en kostnaðurinn við kaupin á gögnunum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í dag. Skattrannsóknarstjóri...
12.05.2017 - 16:52

Mossack: Bandarísk skattaskjól blómstra nú

Jürgen Mossack, annar stofnenda og nafngjafa panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, segir að í eftirleik Panamaskjala-hneykslisins blómstri skattaskjól í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr, á sama tíma og mjög hefur dregið úr slíkri starfsemi í...
21.04.2017 - 05:33

Panamaskjölin gjörbreyttu möguleikum skattsins

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að viðhorf stjórnvalda á aflandssvæðum standi ekki lengur í vegi fyrir því að íslensk skattayfirvöld fái mikilvægar upplýsingar frá löndum sem áður voru treg til að veita þær. Viðhorf hafi gjörbreyst...
19.04.2017 - 14:22

Panamaskjalaþátturinn verðlaunaður í Svíþjóð

Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag Granskning hlaut í kvöld Gullspaðann, mikilvægustu verðlaun samtaka sænskra rannsóknarblaðamanna, fyrir þáttinn um Panamaskjölin. Sven Bergman, sem byrjaði hið örlagaríka viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson...
09.04.2017 - 02:24

Dagur pólitískra hamfara

Eitt ár er í dag liðið frá því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panamaskjölunum um eignir í aflandsfélögum á Bresku Jómfrúaeyjum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins...
05.04.2017 - 06:40

Rannsókn nokkurra skattaskjólsmála að klárast

Embætti skattrannsóknarstjóra hefur vísað fimm málum til héraðssaksóknara síðustu mánuði eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Þar er bæði um að ræða rannsóknir byggðar á gögnum sem voru keypt eftir gagnaleka og rannsóknum...
16.02.2017 - 23:35

Mossack og Fonseca handteknir

Stofnendur og eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama voru í gær handteknir í Panamaborg. Þeir Jürgen Mossack og Ramon Fonseca voru fluttir í fangageymslur í kjölfar húsleitar á aðalskrifstofum lögfræðistofunnar og heimilum þeirra...

Saksóknari telur Mossack Fonseca glæpasamtök

Handtökskipan var gefin út í Perú í morgun á hendur Alejandro Toledo fyrrverandi forseta landsins. Hann er sakaður um að hafa þegið 20 milljónir dollara í mútur frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht. Málið er hluti af Bílaþvottahneykslinu -...
10.02.2017 - 11:19

„Ætlum að taka þetta af mikilli hörku“

Það hefur vantað pólitískan baráttumann í fjármálaráðuneytið sem segði skattsvikum stríð á hendur. Tími sé kominn til að berjast gegn því með öllum ráðum. Þetta sagði Benedikt Jóhannessn, fjármála- og efnahagsráðherra, í Kastljósi í gærkvöldi. Hann...
01.02.2017 - 10:03

23 aflandsfélög skráð eftir hrun

Umfangsmikil aflandsvæðing fyrirhrunsáranna kom mörgum í opna skjöldu þegar Panamaskjölin voru afhjúpuð. Það er þó misskilningur ef einhver heldur að aflandsbraski Íslendinga hafi lokið með fjármálahruninu haustið 2008.
31.01.2017 - 20:14

Töf á birtingu aflandsskýrslu hefði mátt nýta

Sigurður Ingólfsson, formaður starfshóps um fjármagnsflótta til aflandssvæða, segir að ef hópurinn hefði vitað að ekki stæði til að skila skýrslunni fyrr en á nýju ári, hefði sá tími geta nýst nefndinni. Skammur tími til verksins hafi orðið til þess...
31.01.2017 - 13:45