Örvarpið 2016

Vinnur með kyngervi og transfólk í sigurmynd

Örmyndin HAMUR eftir Völu Ómarsdóttir hlaut Örvarpann, siguverðlaunin í samkeppni Örvarpsins á Stockfish kvikmyndahátíðinni um helgina.
06.03.2017 - 11:04

Reach For Me

Tónlistamyndbandið Reach For Me er grafískt listaverk sem grípur auga áhorfendans um leið. Teiknuð veröldin er mögnuð viðbót við tónverkið; önnur vídd sem hrífur áhorfandann með sér í ævintýralegt ferðalag. Öll umgjörð og eftirvinnsla einkennist af...
22.12.2016 - 20:53

Revolve

Myndin Revolve fjallar um hina eilífu leit að sjálfinu. Útlit myndarinnar er mjög fallegt, kvikmyndatakan er vönduð og leikmyndin ævintýraleg. Myndin skilur í raun eftir fleiri spurningar en svör - líkt og leitin eilífa að sjálfinu.
15.12.2016 - 20:55

From this Angle

Fallegt sjónarhorn af sambandi lífs og listar. Tónlist og svipmyndir úr hversdagsleikanum vinna náið saman sem skapar heilstæða mynd af því nána umhverfi, þeim kjarna, sem listsköpun sprettur úr.
08.12.2016 - 20:55

Heimakær

Falleg heimild um þá kynslóð sem ólst upp án þeirrar tækni sem telst sjálfsögð í dag, kynslóð sem er hverfandi en minnir okkur á þau gildi sem við megum aldrei gleyma.
01.12.2016 - 20:55

Mamma martröð

Ímyndurnaraflið fær að njóta sín í myndinni Mamma Martröð. Myndin er vel unnin. Sterkir litir og undarlegar fígúrur dansa við drungalega tónlist sem gefa myndinni draumkenndan blæ – eða öllu heldur martraðarkenndan.
24.11.2016 - 20:55

Katrín lilja

Stutt en áhrifarík innsýn inn í líf og aðstæður langveiks barns sem þrátt fyrir allt brosir sínu breiðasta af einskærri lífsgleði.
17.11.2016 - 20:55

Fatamarkaður Jörmundar

Fatamarkaður Jörmundar er lágstemmd og falleg mynd. Tónlist og klipping styðja vel við fallega kvikmyndatöku. Myndin veitir góða innsýn inn í daglegt líf Jörmundar Inga Hansen og viðskipti hans með notaðan fatnað fyrir herramenn.
11.11.2016 - 08:26

Flóttamanneskja

Áhrifamikil skyndimynd af raunveruleika dagsins í dag þar sem höfundur fangar örfá augnablik í lífi nokkurra flóttamanna sem segja meira en þúsund orð.
03.11.2016 - 20:55

HAMUR

HAMUR fjallar um kyngervi og frelsið að fá að vera maður sjálfur. Myndin er stílhrein þar sem hver rammi er úthugsaður. Samspil tónlistar og klippingar er mjög gott og öll tæknivinnsla til fyrirmyndar.
27.10.2016 - 20:55

Morgunmatur

Einföld en athyglisverð mynd sem fangar athygli áhorfandans með skemmtilegum en óvenjulegum tækniútfærslum.
20.10.2016 - 20:55

Sagan endalausa

Sagan endalausa veitir áhorfendum góða innsýn inn í heim heyrnarlausra barna á þeim tímum sem táknmál var bannað. Myndin er hljóðlaus og tekst mjög vel að koma til skila þeim eymdarlega veruleika sem lífið getur verið án tungumáls og samskipta.
13.10.2016 - 16:54

Íslenska með hreim

Myndin Ég tala íslensku með hreim varpar fram skemmtilegri sýn á hvernig nýjum Íslendingum tekst að aðlagast og tileinka sér íslenska tungu, hver með sínu nefi eða öllu heldur hreim.
06.10.2016 - 11:25

Örvarpið opnar fyrir umsóknir 1. september

Örvarpið, vettvangur örmynda á Íslandi, hefur aftur göngu sína haustið 2016. Þetta er fjórða tímabil Örvarpsins, það hýsir örmyndahátíð á vef RÚV, undir www.ruv.is/orvarpid, en einnig verður uppskeruhátíð Örvarpsins haldin á Stockfish film festival...
30.08.2016 - 11:45

Sýnidæmi

Hvað eru örmyndir? Hér eru nokkur dæmi.
10.08.2015 - 12:36