Mexíkó

Enn skelfur jörð í Mexíkó

Snarpur eftirskjálfti, 6,2 að stærð, reið yfir miðhluta Mexíkós í dag. Upptökin voru rúmlega nítján kílómetrum suðaustan við borgina Matias Romero í héraðinu Oaxaca. Björgunarsveitarmenn í Mexíkóborg hættu störfum í nokkra stund eftir að skjálftinn...
23.09.2017 - 14:59

Minnst 273 dóu í skjálftanum í Mexíkó

Hrikalegar afleiðingar jarðskjálftans sem skók Mexíkóborg og nærliggjandi héruð á þriðjudag koma æ betur í ljós. Staðfest dauðsföll eru orðin 273, þúsundir misstu heimili sín í hamförunum og þótt björgunarstarf standi enn yfir fer vonin um að fleiri...
22.09.2017 - 05:54

Enn leitað í rústum í Mexíkó

Björgunarlið vinnur enn hörðum höndum í Mexíkóborg og annars staðar þar sem byggingar hrundu í skjálftanum mikla á þriðjudag þótt líkur á að finna einhvern á lífi í rústunum fari minnkandi með hverri mínútunni sem líður.
21.09.2017 - 07:21

Bauð fram aðstoð vegna skjálftans í Mexíkó

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó í kvöld til að votta honum samúð sína vegna hamfaranna í Mexíkó. Trump bauð jafnframt fram aðstoð bandarískra björgunarsveita og eru þær þegar lagðar af stað.
20.09.2017 - 22:31

Fjöldi fólks enn grafinn í rústum

Ljóst er að yfir 200 létu lífið í jarðskjálftanum í Mexíkó í gærkvöld sem var 7,1 að stærð. Hann var það öflugur að hús hrundu og er fjöldi fólks enn grafinn í rústum.
20.09.2017 - 10:46

Að minnsta kosti 250 fórust í skjálftanum

Minnst 250 fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir Mexíkó í gær. Þeirra á meðal er 21 barn og fjórir kennarar sem grófust í rústum grunnskóla í höfuðborginni. 30 skólabarna er enn saknað. 
20.09.2017 - 07:21

21 barn dó þegar grunnskóli hrundi

Mexíkósk yfirvöld staðfesta að 21 barn og fjórir kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum mikla, sem þar varð í gær, mánudag. Javier Trevinon, aðstoðarmenntamálaráðherra, upplýsti þetta í sjónvarpsviðtali. 30 skólabarna...
20.09.2017 - 04:23

Starfsmaður Narcos þáttanna myrtur í Mexíkó

Tökustaðafulltrúi Netflix framleiðslunnar Narcos fannst látinn í bíl sínum á fáförnu svæði nálægt San Barlo Actoban í Mexíkó á mánudaginn sl. Þykir liggja ljóst fyrir að hinn þrjátíu og sjö ára gamli Carlos Muñoz Portal hafi verið myrtur við störf...
17.09.2017 - 09:45

Fellibylurinn Norma stefnir til Mexíkó

Enn einn fellibylurinn stefnir í áttina að Mexíkó. Norma er nú rúma 400 kílómetra suður af Los Cabos, sem er vinsæll sumarleyfisdvalarstaður. AFP hefur eftir bandarísku fellibyljamiðstöðinni í Miami að vindhraði Normu sé nú um 33 metrar á sekúndu....
16.09.2017 - 05:55

Fellibylurinn Max nálgast Mexíkó

Hitabeltislægðin Max sem myndaðist undan suðvesturströnd Mexíkó er orðin að fyrsta stigs fellibyl. Um hádegi var vindhraðinn orðinn 34 metrar á sekúndu. Max var þá um níutíu kílómetra suðvestur af Acapulco og mjakaðist í austurátt.
14.09.2017 - 15:20

Minnst 58 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó

Minnst 58 eru látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó. Þetta kom fram á í tísti frá forstjóra almannavarna landsins í kvöld. Yfirvöld óttast þó að mun fleiri hafi týnt lífi í skjálftanum sem var 8,1 að stærð en björgunarsveitarmenn eru að enn að...
08.09.2017 - 20:34

Miklar skemmdir í skjálftanum í Mexíkó

Miklar skemmdir urðu í jarðskjálftanum í Mexíkó í nótt. Fjöldi bygginga, þar á meðal sjúkrahús og skólar, er gjöreyðilagður.  Að minnsta kosti 33 týndu lífi í jarðskjálftanum, sem er sá stærsti í Mexíkó síðustu 100 ár. Tugir stórra eftirskjálfta -...
08.09.2017 - 18:12

Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð

Flóðbylgjuviðvörun sem gefin var út eftir jarðskjálftann í Mexíkó í nótt, hefur verið afturkölluð. 32 hafa látið lífið, svo vitað sé, í hamförunum. Skjálftinn er sá stærsti í Mexíkó í að minnsta kosti eitt hundrað ár.
08.09.2017 - 14:32

Flóðbylgjuviðvörun við Kyrrahafsströndina

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út við gjörvalla Kyrrahafsströnd Mið-Ameríku, og í Ekvador, eftir jarðskjálftann undan ströndum Mexíkó. Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í skjálftanum, sem var 8,1 til 8,2 að stærð. Neyðarástandi hefur verið...
08.09.2017 - 12:45

Virðist vera stærsti skjálfti í minnst 100 ár

Minnst fimm eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti af stærðinni 8,1 varð í Chipaas-ríki, syðsta ríki Mexíkó, laust fyrir klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma. Fréttir af mannfalli og tjóni á mannvirkjum eru enn óljósar. Vala Hjörleifsdóttir...
08.09.2017 - 08:43