Lesandi vikunnar

Netið truflar lesturinn

Segir Linda Vilhjálmsdóttir skáld og rithöfundur, hún segir lestur á netinu, stundum bara eitthvað snakk hafa breytt þolinmæði til yndislesturs.
24.04.2017 - 13:16

Heillaður af Heljarskinni

Ari Alexander Ergis Magnússon kvikmyndagerðarmaður er heillaður af bókum Birgis Bergsveinssonar um Geirmund Heljarskinn, og var 2 sólarhringa að lesa Leitina að svarta víkingnum.
03.04.2017 - 13:51

Skýrslur um lífeyrismál á náttborðinu

Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur brennandi áhuga á lífeyris-, húsnæðis- og afkomumálum Íslendinga, og les sig stundum í svefn um þessi mál.
20.03.2017 - 14:13

Björk sú eina sem er með þetta!

Segir Eiríkur Jónsson ritstjóri eirikurjonsson.is um íslenska listamenn. Hann segir enga íslenska rithöfunda nógu góða, á miðað við t.d. þá norsku.
06.03.2017 - 13:54

Sumum breytt í risaeðlur

Lestrarátaki Ævars vísindamanns lýkur 1.mars. Í fyrra báurst 54 þúsund miðar frá börnum sem tekið höfðu þátt í átakinu og urðu sum persónur í bókum hans. Sumum er breytt með samþykki í aðrar persónur saganna.
27.02.2017 - 13:44

Er sjálf að læra að skrifa

Ólöf Sverrisdóttir leikkona er umsjónarmaður Sögubílsins Æringja, en hann ferðast um og segir börnum sögur. Ólöf er sjálf í mastersnámi í ritlist og les því mest eftir aðra nemendur þessa dagana.
20.02.2017 - 13:09

Ör, Pétur mikli og Kóraninn

Það eru svo sannarlega ólíkar bækur á bókalista Helga Björnssonar tónlistarmanns og leikara. Skáldsögur, ævisögur og trúarrit, nýlesið eða á byrjunarstigi.
13.02.2017 - 14:43

"Fellur ekki verk úr hendi"

Segja má að ef Andrea Gylfadóttir er ekki að syngja, eru hún að sauma, prjóna, spila eða lesa, og ekki er hún kresin á höfunda, hún les allt milli himins og jarðar.
06.02.2017 - 14:23

Setur bækurnar í súr

Herdís Egilsdóttir kennari segist setja nýjar bækur í súr, hún vill sem sagt láta þær bíða betri tíma. Þegar allir lásu Guðrúnu frá Lundi á sínum tíma, beið hún róleg og las þær síðar.
30.01.2017 - 13:17

Var litinn hornauga á Bókasafninu

Eftir að hafa gengið fram af skólafélugunum í grunnskóla, lagðist Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður í lestur, og tók þetta á hillumetrum á bókasafninu, las hreinlega allt sem hann komst yfir.
23.01.2017 - 13:11

Les rómansa frá 19. öld

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur viðurkenndi (eins og hann sagði) í útvarpi allra landsmanna að hann læsi ástarsögur frá 19. öld eftir konur, þegar hann sæktist eftir afþreyingu.
19.12.2016 - 13:35

Uppáhalds síðan í Menntó

Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg heldur enn uppá Steinunni Sigurðar, Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnarsson og Sigurð Pálsson rithöfunda, en þau voru saman í MR.
12.12.2016 - 15:05

40 kassar af bókum bættust við

Vegna flutnings móður Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns VG, bættust aðeins 40 kassar af bókum við annars troðfullar hillur af bókum og úr vöndu að ráða.
05.12.2016 - 13:18

Millý Mollý Mandý og Pollýanna

Eru minnisstæðar barnabækur frá æsku Rutar Helgadóttur veitingakonu í Bitakoti á Álftanesi og fyrrverandi ritstjóra Gestgjafans, sérstaklega höfðu myndirnar áhrif á hana.
28.11.2016 - 15:03

Fékk kvíðahnút í fyrra

Kristján Freyr Halldórsson tónlistarmaður, fyrrverandi bóksali í Máli og menningu og hugmynda- og textasmiður fann fyrir kvíða í desember í fyrra, fannst hann þurfa fara að panta bækur í búðina, en hann var hættur bóksölunni.
21.11.2016 - 13:46