Landbúnaðarmál Landbúnaður

Tæplega 50% meiri sala á lambakjöti

Sala á lambakjöti innanlands í ágúst var 48 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt nýjum tölum frá Matvælastofnun. Þá var útflutningur lambakjöts 131 prósenti meiri í ágúst á þessu ári en í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

1.800 milljóna tekjutap sauðfjárbænda

Boðuð lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í haust þýðir 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina í heild, sem bætist við 600 milljóna launalækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra. Útlit er fyrir að birgðir kindakjöts í upphafi sláturtíðar verði...

Hraðsmalað í Árneshreppi vegna Útsvars

Bændur og búalið í Árneshreppi höfðu hröð handtök í Kjósarrétt í dag við að draga fé í dilka. Allt kapp er lagt á að ljúka réttum fyrir kvöldið því keppnislið Árneshrepps keppir í fyrsta sinn í Útsvari í kvöld.

Birgðir kindakjöts svipaðar og síðustu ár

Þegar birgðastaða kindakjöts í landinu er skoðuð, og staðan í ár borin saman við síðustu ár, sést að lítið hefur breyst undanfarin fjögur ár. Þessi ár hafa yfir 1000 tonn af kjöti verið til í landinu við upphaf sláturtíðar. 60 til 70 prósent af því...

Kýr almennt viðskotaillar við burð

Ólafur Dýrmundsson, doktor í búvísindum segir ekkert óeðlilegt við hegðun kýrinnar Visku sem réðst á Maríu Jóhannsdóttur, kúabónda í Kúskerpi í Blönduhlíð í Skagafirði, á miðvikudaginn í síðustu viku.
22.08.2016 - 16:55

Vænlegt að flytja kindakjöt til Asíu?

Tækifæri kunna að felast í útflutningi á fersku kindakjöti til Asíu. Þetta kemur fram í yfirlitsskýrslu greiningardeildar Arions banka um matvælaframleiðslu hér á landi. Fram kemur að með vaxandi miðstétt í Asíu, og þá sérstaklega í Kína, aukist...
18.08.2016 - 15:52

Kaldrananeshreppur: Vertu bless, sveitin mín

Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins. Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur...