Kúba

Irma varð tíu að bana á Kúbu

Tíu hafa fundist látnir á Kúbu af völdum fellibylsins Irmu. Hann fór yfir landið um helgina. Að sögn almannavarna í Havana eru orsakir dauðsfallanna ýmsar. Nokkrir drukknuðu, svalir hrundu niður á strætisvagn og þá lést að minnsta kosti einn þegar...
11.09.2017 - 15:32

Mikil eyðilegging en ekkert manntjón á Kúbu

Mikil eyðilegging varð á Kúbu þegar fellibylurinn Irma fór þar hamförum síðasta sólarhringinn. Irma var 5. stigs fellibylur þegar hann tók land á norðuströnd Kúbu næstliðna nótt og var meðalvindhraði um 72 m/s þegar mest var. Er þetta fyrsti 5....
10.09.2017 - 01:25

Irma gengur yfir Kúbu

Fellibyldurinn Irma gengur nú yfir Kúbu. Tré hafa rifnað upp með rótum, þök fokið af húsum og rafmagnslínur slitnað. Fjölmiðlar á Kúbu segja storminn valda miklum skemmdum.
09.09.2017 - 15:37

Dularfull veikindi diplómata á Kúbu

Dularfull veikindi hafa herjað á starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna á Kúbu undanfarna mánuði. Þeir hafa greinst með heilaskemmdir, heyrnarmissi og aðra hvimleiða kvilla. Yfirvöld telja að hljóðbylgjur valdi þessum undarlegu veikindum.
02.09.2017 - 06:14

Castro: Trump getur ekki spillt byltingunni

Raul Castro, forseti Kúbu, fordæmdi í gær það sem hann kallaði „gamaldags og fjandsamlega orðræðu" Donalds Trumps í garð Kúbu og kúbverskra stjórnvalda og harmaði að hann skuli hafa horfið aftur til þeirra átakastjórnmála, sem hefðu „mistekist...
15.07.2017 - 06:43

Skæruliðum býðst læknanám á Kúbu

Stjórnvöld á Kúbu bjóða 500 skólastyrki til fólks úr FARC skæruliðahreyfingunni á Kúbu. Skólastyrkirnir miðast við að fólk velji sér nám í lælknisfræði. AFP fréttastofan hafði uppi á tveimur konum sem hafa sótt um námið.
22.06.2017 - 03:51

Kúbustjórn fordæmir fjandsamleg ummæli Trumps

Kúbustjórn sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld, þar sem „fjandsamleg orðræða" Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er harðlega fordæmd. Vilji stjórnvalda í Havana til að halda áfram viðræðum og samstarfi við Bandaríkjastjórn á vinsamlegum...
17.06.2017 - 02:55

Trump riftir Kúbusamningi Obama

Donald Trump fordæmdi í dag grimmilega harðstjórn Raul Castro, forseta Kúbu, í ræðu sem hann hélt fyrir kúbverska innflytjendur í Miami. Hann sagðist hafa ákveðið að rifta samningi sem Barack Obama gerði við yfirvöld á Kúbu á síðasta ári og að sú...
16.06.2017 - 18:58

Bandaríkin fá viðarkol frá Kúbu

Í dag var í fyrsta sinn í yfir hálfa öld samið um útflutning vöru frá Kúbu til Bandaríkjanna. Kúbverska fyrirtækið CubaExport samdi við bandaríska fyrirtækið Coabana Trading um flutning á viðarkolum fyrir 420 Bandaríkjadali á tonnið. AFP...
06.01.2017 - 01:43

Fidel Castro látinn

Fidel Castro, fyrrverandi einræðisherra Kúbu, er látinn, níræður að aldri. Frá þessu greindi bróðir hans og núverandi leiðtogi Kúbu, Raul Castro, í nótt. Castro var búinn að berjast við veikindi síðasta áratug. Lík hans verður brennt í dag samkvæmt...
26.11.2016 - 05:28

Kúbverjar vilja kaupa fisk af Færeyingum

Kúbverjar hyggjast kaupa fisk beint af Færeyingum til þess að sinna vaxandi ferðamannastraumi til Kúbu. Þá vilja stjórnvöld á Kúbu að Færeyingar veiði þroskkvóta sem Kúbverjar eiga á Flæmska hattinum.
05.10.2016 - 16:53

Obama tilnefnir sendiherra á Kúbu

Jeffrey DeLaurentis verður fyrsti sendiherra Bandaríkjanna á Kúbu í meira en hálfa öld. Barack Obama tilkynnti þetta í yfirlýsingu í kvöld. Hann segir þetta vera rökrétt skref í átt að eðlilegri og uppbyggilegri samskiptum ríkjanna.
28.09.2016 - 02:07

Einkarekstur leyfður á Kúbu

Ríkisstjórn Kúbu samþykkti í gærkvöld að lítil og meðalstór fyrirtæki fái að vera í einkarekstri. Hingað til hafa aðeins einyrkjar mátt stunda einkarekstur í landinu. Rekstur nokkurra þeirra hefur stækkað og orðið að litlum fyrirtækjum sem hafa...
25.05.2016 - 02:56

Fyrsta ferjan til Kúbu í hálfa öld

Enn eitt blaðið var brotið í sögu samskipta Bandaríkjanna og Kúbu í gærkvöld þegar farþegaferja sigldi frá höfn í Miami áleiðis til Kúbu. Það er í fyrsta sinn í yfir hálfa öld sem farþegaferja siglir á milli landanna.
02.05.2016 - 03:17

Castro vill yngja upp í kommúnistaflokknum

Framtíðarleiðtogar kúbverska kommúnistaflokksins eiga að hætta um sjötugt til þess að hleypa yngri foringjum að. Þetta segir Raul Castro, forseti Kúbu. Hann segir að eldri flokksmenn sem sækjast eftir forystu eigi frekar að leika við barnabörnin sín.
17.04.2016 - 06:55