jarðskálftar

Mikil skjálftavirkni við Herðubreið

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 varð við Herðubreið um klukkan 20 mínútur yfir sex í morgun. Á níunda tug skjálfta hafa verið á svæðinu í kringum Herðubreið frá miðnætti. Engin merki eru þó um gosóróa að sögn Veðurstofunnar.
18.03.2017 - 07:45

Jarðskjálfti 3,5 í Kötlu

Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma fimm varð í morgun vestarlega í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Skjálftinn varð tæpa fjóra kílómetra austsuðaustur af Goðabungu þegar klukkan var níu mínútur yfir sjö. Nokkrir minni skjálftar urðu á undan og...
05.01.2017 - 08:41

Öflugur skjálfti skók Rúmeníu

Öflugur jarðskjálfti skók austurhluta Rúmeníu í nótt. Skjálftinn fannst greinilega í höfuðborginni Búkarest. Engar fregnir hafa enn borist af slysum á fólki eða tjóni á mannvirkjum. Skjálftinn var 5,2 að stærð samkvæmt mælingum rúmensku...
28.12.2016 - 02:54

„Eins og skjálftinn kæmi undir iljarnar“

Upptök jarðskjálftanna í Eyjafirði í morgun voru nánast beint undir Hjalteyri. Íbúi þar segir tilfinninguna eins og skjálftinn hafi komið undir iljarnar á sér. Upptök skjálftanna eru á óvenjulegum stað.
19.12.2016 - 14:18

Skjálfti af stærðinni 3,4 í Kötlu

Skjálfti af stærðinni 3,4 varð í austanverðri brún Kötluöskjunnar klukkan 13:40 í dag. Engir eftirskjálftar hafa mælst, að sögn Veðurstofu Íslands. Skjálftinn varð 7,6 kílómetra norð-norðaustur af Hábungu.
14.12.2016 - 16:52

Veginum inn að Sólheimajökli lokað

Lögreglan á Suðurlandi hefur lokað veginum inn að Sólheimajökli, sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Lögreglan hefur jafnframt bannað jöklagöngur þar á meðan óvissa varir um hvað er á seyði í Mýrdalsjökli. Þá ætlar lögregla að fara um...
30.09.2016 - 21:10

Snarpir skjálftar á Hellisheiði og Bárðarbungu

Um klukkan hálf ellefu í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,6 við Húsmúla á Hellisheiði. Veðurstofu hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Hveragerði, Mosfellsbæ og Kópavogi. Skjálfti af stærð 3,0 mældist á sömu slóðum um tuttugu...
18.09.2016 - 23:16

Ellefu létust í jarðskjálfta í Tansaníu

Að minnsta kosti ellefu létu lífið í dag þegar jarðskjálfti að stærðinni 5,7 reið yfir í Afríkuríkinu Tansaníu. Yfir eitt hundrað slösuðust. Skjálftinn fannst greinilega í nágrannaríkjunum Rúanda, Úganda, Kenía og Búrúndí. Upptökin voru um 25...
10.09.2016 - 16:59

Vilja halda mafíunni frá endurreisn

Saksóknari í málum skipulagðra glæpasamtaka á Ítalíu segir mikilvægt að ítölsk yfirvöld komi í veg fyrir að mafían komist inn í verkefni tengd endurreisninni í landinu eftir skjálftann á miðvikudag sem eyðilagði fjölda þorpa í landinu.
28.08.2016 - 12:19

Eftirskjálfti að stærð 4,5 á Ítalíu

Kl 14:36 að staðartíma, eða 12:36 að íslenskum tíma varð jarðskjálfti að stærð 4,5 á skjálftasvæðunum á Ítalíu. Upptök hans voru vestan við Pescara del Tronto, og rétt suður af Amatrice, hvoru tveggja bæir sem urðu mjög illa úti í skjálftanum í gær.
25.08.2016 - 14:20

Óttast annan stóran skjálfta á Ítalíu

Nú er rúmur sólarhringur frá því að jarðskjálfti að stærð 6,3 skók miðhluta Ítalíu með þeim afleiðingum að yfir 240 eru látnir og þorpin Amatrice, Accumoli og Pescara del Tronte í Appennínafjöllum eru rústir einar. Jarðfræði- og eldfjallastofnun...
25.08.2016 - 10:36

Mikil eyðilegging blasir við eftir skjálftann

Mikil eyðilegging blasir við björgunarmönnum í Amatrice og þeim bæjum í nágrenninu sem verst urðu úti í skjálftanum í morgun. Ljósmyndarar AP hafa myndað björgunaraðgerðir í morgun. Minnst 73 eru taldir látnir.
24.08.2016 - 11:23

Björgunarstarf erfitt vegna þrengsla

Skjálftinn í morgun er sá sterkasti á Ítalíu síðan 2009, 6,3 stig og varð við bæinn L'Aquila sem er um 30 km sunnan við bæinn Amatrice sem nú er rústir einar. 37 manns hafa fundist látnir og 150 manns er saknað.
24.08.2016 - 10:40

Holuhraunssýning vekur lukku í Lundúnum

Sýning rannsóknarhóps Cambridgeháskóla á þróun eldgosanna í Holuhrauni og Eyjafjallajökli hjá Konunglegu bresku vísindakademíunni hefur vakið mikla athygli.
09.07.2016 - 15:41

Skjálfti upp á 3,4 í Bárðarbungu

Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 varð á sjötta tímanum í dag sex kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu. Töluvert hefur verið um jarðhræringar á þessum slóðum að undanförnu.
23.05.2016 - 22:57