Holuhraun

Holuhraunsmökkur kom aftur til baka frá Evrópu

Nýjar rannsóknir sýna að gosmökkurinn úr Holuhrauni skilaði sér aftur til Íslands eftir að hafa farið um Evrópu og víðar. Eldfjallafræðingur segir að mikilvægt sé að skoða áhrif þessa gamla gosmakkar á heilsu fólks.
12.06.2017 - 09:07

Erlendir ferðamenn vita ekki af Holuhrauni

Minni aðsókn hefur verið í ferðir inn að Holuhrauni í sumar en búist var við. Erlendir ferðamenn virðast almennt ekki vita um hraunið og upplýsingar um það hafa ekki skilað sér að fullu í ferðabækur.
03.08.2016 - 13:31

Hanna brú sem þola á hamfaraflóð í Jökulsá

Endurhanna þurfti nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum í kjölfar eldgossins í Holuhrauni. Brú sem þola á hamfaraflóð í Jökulsá verður byggð yfir 15 metra djúpt gljúfur skammt norðan núverandi brúar.
01.02.2016 - 15:11

Ákærður fyrir þyrluflug með Gogu við Holuhraun

Þyrluflugmaður hefur verið ákærður fyrir að lenda þrisvar með farþega og hleypa þeim út á bannsvæði meðan á eldgosinu í Holuhrauni stóð. Brotin uppgötvuðust þegar auðkýfingur birti mynd af sér og félögum sínum nærri eldstöðinni.
05.01.2016 - 12:19

Fær Holuhraun annað nafn?

Fljótlega mun liggja fyrir hvort Holuhraun fær annað nafn, eða verður kallað Holuhraun áfram. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir vinnu við nafngiftina „á lokametrunum" og niðurstaðan verði kynnt fyrr en síðar.
20.11.2015 - 16:28

Lögreglumenn unnu aukalega í sumarleyfum

Stefnt er að því að lögreglan ljúki störfum við Holuhraun í lok mánaðarins. Yfirlögregluþjónn segir að verkefninu hafi fylgt aukið álag á undirmannað lögreglulið landsbyggðarinnar og margir hafi unnið hluta úr sumarleyfi sínu við Holuhraun.
21.09.2015 - 13:20

Nafngift Holuhrauns ákveðin í október

Í október verður það ákveðið hvort Holuhraun mun fá nýtt nafn eða ekki. Skútustaðahreppur ákvað þetta á sveitarstjórnarfundi í gær og samþykkti að stofna nefnd um nafngiftina.
27.08.2015 - 16:16

Minni mengun en ella vegna tímasetningar

Tímasetning gossins í Holuhrauni og veðrið urðu til þess að mengun frá eldstöðvunum var minni en búst mátti við. Ellefu milljón tonn af brennisteinsdíoxíði bárust frá hrauninu um allt land og til Evrópu.
20.07.2015 - 18:55

Margir þættir lögðust á eitt

Umhverfisáhrif gossins í Holuhrauni verða að líkindum mun minni en ætla mætti miðað við stærð gossins.
20.07.2015 - 18:08

Biðu eftir því að Öskjuleið yrði opnuð

„Þessar leiðir verða varla betri, þær eru vel færar jeppum og jepplingum. Menn þurfa þó alltaf að hafa varann á sér, menn komast ekki hvað sem er bara vegna þess að þeir eru á jeppling,“ segir Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á...
29.06.2015 - 16:04

Nýja hraunið enn nafnlaust

Nýja hraunið sem myndaðist í eldgosinu í Holuhrauni hefur ekki enn fengið nafn. Beðið er eftir skipun nýrrar örnefnanefndar en rúmlega einn og hálfur mánuður er síðan að gamla nefndin hætti. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að fram séu komnar...
19.05.2015 - 15:26

Nýr vegur lagður meðfram Holuhrauni

Í sumar verður lagður nýr akvegur við jaðar Holuhrauns í stað leiðarinnar sem fór undir hraun í eldgosinu. Öll umferð um sjálft hraunið er bönnuð, en þjóðgarðsvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði segir að gönguleið verði stikuð þar um leið og tækifæri...
12.05.2015 - 18:52

Gerðu líkan af Holuhrauni í þrívídd

Nokkur hundruð loftmyndir, teknar úr ómönnuðu loftfari, gerðu fyrirtækinu Svarma kleift að gera þrívítt líkan af eldstöðvunum í Holuhrauni. Myndirnar voru teknar 18. mars, rétt rúmlega tveimur vikum eftir að gosinu í Holuhrauni lauk.
11.05.2015 - 10:48

Aukin umsvif vegna Holuhrauns

Tvöfalt fleiri landverðir verða við Öskju í sumar, á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs, en í fyrrasumar. Þjóðgarðsvörður spáir aukinni umferð ferðamanna um þetta svæði eftir gosið í Holuhrauni. Þá lengi fólk dvöl sína til að geta bæði skoðað Öskju og...
06.05.2015 - 18:04

11 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíð

Vísindamenn hjá Veðurstofu Íslands hafa reiknað út hversu mikið gosið í Holuhrauni mengaði í heild. Um ellefu milljónir tonna af brennisteinsdíoxíð komu frá gosinu í þá sex mánuði sem það stóð og 6,5 milljónir tonna af koltvíoxíð.
15.04.2015 - 15:50