Helguvík

Vinnueftirlit skoðar atvikið ekki sérstaklega

Vinnueftirlitið telur ekki ástæðu til að fara í eftirlitsferð í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vegna atviks í nótt þegar 1600 gráðu heitur málmur flæddi á gólf. Töluverður reykur myndaðist í verksmiðjunni og slökkvilið var kallað út.
17.07.2017 - 14:03

Vilja lögsækja kísilver og Umhverfisstofnun

Íbúasamtök í Reykjanesbæ sem kalla sig Samtök andstæðinga stóriðju í Helguvík hyggjast lögsækja United Silicon, sem rekur kísilver í Helguvík, Umhverfisstofnun og aðra þá opinberu aðila sem gera United Silicon kleift að halda áfram starfsemi sinni...
13.07.2017 - 06:09

Mengun og hæð bygginga í nýrri matsáætlun

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir gögnum frá United Silicon vegna of hárra bygginga kísilverksmiðju og á forstjóri stofnunarinnar von á að þau berist síðar í sumar. Breytingar sem gera þarf frá fyrri matsáætlun síðan 2008 snúa bæði að ásýnd...
23.06.2017 - 11:36

Lokunarheimild liggur hjá Umhverfisstofnun

Björt Ólafsdótttir, umhverfissráðherra, hefur sjálf ekki heimild til þess að láta loka kísilmálmverksmiðju United Silicon. Hún kallar eftir því að Umhverfisstofnun loki verksmiðjunni á meðan fundið er út hvað er í ólagi þar í tengslum við mengun,...
18.04.2017 - 12:19

Umhverfisráðherra: „Það þarf að loka“

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir að loka þurfi kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Frá þessu greinir hún á Facebook og segir að nú sé nóg komið, í kjölfar frétta um að eldur hafi kviknað í verksmiðjunni.
18.04.2017 - 09:54

Fullyrða að mælingar við Helguvík séu rangar

Mælingar á loftgæðum í nágrenni United Silicon í Helguvík eru ekki réttar og mistök hafa orðið til þess að magn þungamálma í svifryki hefur mælst mun hærra en það er í raun og veru. Þetta kemur fram í bréfi sem fyrirtækið sem sér um eftirlitið sendi...
30.03.2017 - 12:08

Kemur til greina að loka United Silicon

Það kemur til greina að loka verksmiðju United Silicon vegna mengunar frá starfseminni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Hún tók þar með undir orð Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem hefur krafist þess að...
28.03.2017 - 19:15

Biðst afsökunar á stuðningi við United Silicon

„Ég sem þingmaður vil biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljóna króna stuðning skattgreiðenda að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru grundvölluð á taxta sem er undir...
28.03.2017 - 14:15

Sýni úr Helguvík send til Svíþjóðar

Orkurannsóknir Keilis senda í dag svifryksýni úr mælistöðvum sínum við verksmiðju United Silicon í Helguvík til Svíþjóðar. Sýnin eru tekin þrjá fyrstu mánuði ársins. Búist er við að niðurstöður liggi fyrir í lok vikunnar um hvort arsenikmengunin sé...
28.03.2017 - 13:13

Ófyrirséð mengun PCC og Thorsil ekki útilokuð

Ekki er hægt að fullyrða að ófyrirséð mengun verði frá kísilverum Thorsil í Helguvík og PCC á Bakka, líkt og gerst hefur með kísilver United Silicon. Umhverfisstofnun setti sérstök skilyrði í starfsleyfi Thorsil sem ekki eru í starfsleyfi United...
28.03.2017 - 12:09

Bæjarstjórnin vill láta loka strax

Bæjarstjórnin í Reykjanesbæ vill að starfsemi kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvuð strax. Dósent í eiturefnafræði segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur ef arseníkmengun fer yfir umhverfismörk.
26.03.2017 - 18:37

Ástæða til að hafa áhyggjur af arseníkmengun

Dósent við læknadeild Háskóla Íslands telur fulla ástæðu fyrir íbúa Reykjanesbæjar að hafa áhyggjur af arseníkmengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík.
26.03.2017 - 12:57

Arsenmengun 20-föld miðað við umhverfismat

Arsen-mengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík getur farið yfir viðmiðunarmörk á þessu ári ef ekki verður gripið til aðgerða. Slíkt gerðist einstaka sinnum á síðasta ári og Umhverfisstofnun segir þetta hafa verið vanmetið í umhverfismati.
24.03.2017 - 18:04

Skýring fundin á lyktarmengun í Helguvík

Slökkt var á ofni kísilvers United Silicon í Helguvík í tvo klukkutíma í gærkvöldi. Þetta var ástæða lyktarmengunar sem lagði frá kísilverinu, segir Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. Þegar ofninn kólnar geti...
16.02.2017 - 16:26

Hátt í 60 kvartanir vegna kísilvers í Helguvík

Reykjarmökk hefur lagt frá kísilveri United Silicon í Helguvík frá því í gærkvöldi. Kvörtunum hefur rignt yfir Umhverfisstofnun frá íbúum á Reykjanesi og er kvartað undan lyktar- og reykmengun. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi...
16.02.2017 - 11:20