Hamfarir

María fer yfir Guadeloupe - myndskeið

Hitabeltisstormurinn María er orðinn fimmta stigs fellibylur á ný, að sögn veðurfræðinga í fellibyljamiðstöðinni í Miami í Bandaríkjunum. Vindhraðinn er að þeirra sögn kominn yfir sjötíu metra á sekúndu og er stórhættulegur.
19.09.2017 - 10:45

María í efsta styrkleika

Bandarískir veðurfræðingar segja fellibylinn Maríu nú kominn á efsta styrkleika, eða fimmta stig. María er nú aðeins um 20 kílómetrum aust-suðaustur af eyjunni Dóminíku í Karíbahafinu og nær vindhraði hennar allt að 72 metrum á sekúndu. Óttast er að...
19.09.2017 - 00:20

Fjórðungur húsa er ónýtur

Fjórðungur húsa á eyjaklasanum undan suðurströnd Flórída er ónýtur eftir að fellibylurinn Irma fór þar yfir á sunnudag. Sex af hverjum tíu skemmdust í fárviðrinu, að því er Brock Long, yfirmaður bandarísku almannavarnanna, greindi frá í dag. Irma...
12.09.2017 - 14:58

Hús rýmd í Jacksonville í Flórída

Íbúum á tveimur rýmingarsvæðum í borginni Jacksonville í Flórída hefur verið skipað að forða sér að heiman. Útlit er fyrir mikil flóð af völdum óveðurslægðarinnar Irmu auk þess sem háflóð verður á sama tíma og hún fer framhjá borginni.
11.09.2017 - 16:57

Irma varð tíu að bana á Kúbu

Tíu hafa fundist látnir á Kúbu af völdum fellibylsins Irmu. Hann fór yfir landið um helgina. Að sögn almannavarna í Havana eru orsakir dauðsfallanna ýmsar. Nokkrir drukknuðu, svalir hrundu niður á strætisvagn og þá lést að minnsta kosti einn þegar...
11.09.2017 - 15:32

Tugir handteknir fyrir gripdeildir í Flórída

Tugir manna voru handteknir í Miami, Fort Lauderdale og víðar í Flórída í nótt vegna gripdeilda og innbrota í skjóli stormsins. Hópur grímuklædds fólks braust inn í íþróttavöruverslun í Miami og ruplaði þar og rændi, aðallega íþróttaskóm....

Irma orðin 1. stigs fellibylur

Fimm hafa farist í Flórída af völdum fellibylsins Irmu, sem hamast hefur á Flórídaskaga síðasta sólarhringinn. Irma telst nú 1. stigs fellibylur og er því spáð að hún verði orðinn að hitabeltisstormi áður en dagurinn er á enda. Irma hefur valdið...
11.09.2017 - 06:36

Sækúm við strönd Sækúasýslu bjargað frá Irmu

Fellibylurinn Irma varð til þess að svo hratt fjaraði undan tveimur sækúm upp undir Flórídaströndum að þær urðu strandaglópar, sækýr á þurru landi, og hefðu að líkindum drepist í fjörunni ef ekki hefði verið fyrir nokkra velviljaða menn sem komu...
11.09.2017 - 05:47

Tjón af völdum Harveys og Irmu 30 billjónir

Tjón af völdum fellibyljanna Harveys og Irmu á bandarískri grund gæti samtals numið allt að 290 milljörðum Bandaríkjadala, um 1,5 prósenti af vergri þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Þetta er mat sérfræðinga einkareknu veðurstofunnar AccuWeather í...
11.09.2017 - 05:47

Kúbverjar kanna tjónið af völdum Irmu

Á meðan Flórídabúar leita skjóls og bíða þess að fellibylurinn Irma gangi annaðhvort yfir eða niður eru nágrannar þeirra á Kúbu teknir til við hreinsunarstörf og könnun á því, hversu miklu tjóni Irma olli þegar hún fór þar hamförum. Engar fréttir...
11.09.2017 - 02:57

Sjö dóu í óveðri og flóðum á Ítalíu

Minnst sjö létu lífið í miklu óveðri og flóðum á Norður-Ítalíu um helgina og eins manns er enn saknað. Borgin Livorno í Toskana varð verst úti í óveðrinu aðfaranótt sunnudags. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að fimm manneskjur úr sömu fjölskyldu...
10.09.2017 - 23:01

Trump lýsir yfir hamfaraástandi í Flórida

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir hamfaraástandi í Flórida að beiðni Rick Scott, ríkisstjóra Flórida. Forsetinn hét ríkinu jafnframt neyðaraðstoð vegna fellibyljarins Irmu. Miðja hennar er nú á meginlandi Flórida og yfirvöld...
10.09.2017 - 20:47

Verður verst í nótt, segir Íslendingur í Tampa

Fellibylurinn Irma, sem gengur nú yfir Flórida, er orðinn annars stigs fellibylur en áfram er búist við miklum flóðum og úrkomu. Íslendingur, sem hefur verið búsettur í Tampa í tíu ár, segist áður hafa upplifað slæm veður en „þetta stefnir í...
10.09.2017 - 19:06

Miðborg Miami á floti - tré rifna upp í Naples

Miðborg Miami á Flórída er á floti eftir mikil sjávarflóð. Fleiri en milljón heimili á Flórída eru rafmagnslaus. Fellibylurinn Irma er nú að ganga yfir skagann, stranda á milli.
10.09.2017 - 16:35

Ríkisstjóri Flórída sagður hafa hunsað hættuna

Ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, sætir nú vaxandi gagnrýni fyrir að hunsa hættuna sem stafar að ríkinu vegna loftslagsbreytinga. Fellibylurinn Irma, sem nú fikrar sig upp eftir ríkinu, hefur þegar valdið rafmagnsleysi á meira en einni milljón...
10.09.2017 - 15:32