Grænland

Þurrkar spilla heyfeng á Grænlandi

Útlit er fyrir að heyfengur verði með minnsta móti á Suður-Grænlandi í sumar og sauðfjárbændur neyðist til að flytja inn meira kjarnfóður en oft áður. Þetta segir Joorut Knudsen, einn af ellefu sauðfjárbændum við Qassiarsuk í botni Eiríksfjarðar....
27.08.2017 - 23:19

17 ára grænlenskur piltur veginn með hnífi

17 ára grænlenskur piltur lést á þriðjudag af áverkum, sem honum voru veittir síðastliðinn laugardag. Grænlenska lögreglan upplýsir þetta. Ráðist var að piltinum í íbúð í bænum Ilulissat að morgni laugardags, og hann stunginn í höfuðið með hnífi....
24.08.2017 - 01:33

Miklir gróðureldar á Grænlandi

Miklir gróðureldar geisa á tveimur svæðum á vesturströnd Grænlands, nærri Nassuttooq og Amitsorsuaq. Yfirvöld hafa varað fólk við að vera á ferli nærri gróðureldunum, enda leggur frá þeim mikinn reyk sem getur reynst fólki hættulegur. Unnið er að...
14.08.2017 - 16:31

Stórslysaæfingu aflýst

Stórslysaæfingu sem halda átti í Syðri-Straumsfirði á Grænlandi hefur verið aflýst með skömmum fyrirvara. Æfingin átti að hefjast í dag og standa í 10 daga.
13.08.2017 - 19:42

N-grænlenski grálúðustofnin að hruni kominn

Ofveiði stefnir grálúðustofninum við Norður-Grænland í voða og brýnt er að grípa til aðgerða nú þegar. Þetta segir Henrik Sandgreen, formaður landsambands sjó- og veiðimanna á Grænlandi, KNAPK. Afli hefur dregist mikið saman á hefðbundnum...
12.08.2017 - 07:28

Stjórnarskrá Grænlands í undirbúningi

Innan þriggja ára á frumvarp að stjórnarskrá sjálfstæðs Grænlands að vera tilbúin. Grænlendingar eiga síðan að greiða atkvæði um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vivian Motzfeldt, formaður stjórnarskrárnefndarinnar, segir alls óvíst hvenær sú...
04.08.2017 - 19:50

Flóðbylgjurnar urðu 90 metrar

Öldurnar sem risu eftir að berghlaup varð í sjó fram á Norðvestur-Grænlandi 17. júní urðu allt að 90 metrar á hæð. Þetta sýna rannsóknir jarðvísindamanna sem hafa kannað svæðið þar sem hlaupið varð. Á vef danska útvarpsins DR segir Hermann Fritz...
25.07.2017 - 16:03

Öll sveitarfélögin styrktu Grænlendinga

Öll sveitarfélög hér á landi og þúsundir einstaklinga, félaga og fyrirtækja hafa tekið þátt í landssöfnuninni Vinátta í verki og þannig stutt við þá Grænlendinga sem misstu heimili sín þegar flóðbylgja reið yfir 18. júní síðastliðinn.
25.07.2017 - 08:30

Þörungar flýta fyrir bráðnun jökulsins

Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af því að Grænlandsjökull bráðni hraðar og hækki sjávarmál meira en áður var ætlað. Þörungar, sem vaxa og dafna eftir því sem hlýnar í lofti, leika þar stórt hlutverk. Þeir dekkja yfirborð íshellunar og flýta fyrir...
24.07.2017 - 21:04

Norrænar byggðir á Grænlandi á heimsminjaskrá

Landnámsvæði norrænna manna á sunnanverðu Grænlandi hefur verið bætt á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.  Heimsminjanefnd UNESCO þingar nú í Krakow í Póllandi og er búist við að 26 nýjum stöðum verði bætt á...

Sækja eigur 80 íbúa Nuugaatsiaq og Illorsuit

Danskir hermenn eru nú við Uummannaq-fjörð á Grænlandi til að aðstoða íbúa tveggja þorpa sem rýmd voru eftir að gríðarmikið berghlaup olli jarðskjálfta og mikilli flóðbylgju. Vonast er til að hægt verði að sækja eigur og hunda fólks sem þurfti að...
09.07.2017 - 14:52

„Hvað er framþróun og hvert viljum við fara?“

„Fólk er ennþá í biðstöðu,“ segir Ingibjörg Gísladóttir í Narsarsuaq um ástandið á norðanverðri vesturströnd Grænlands. Hún segir að fólk úr nokkrum þorpum hafi fengið að fara heim til sín, en önnur þorp séu á lokuðum svæðum, þar sem enginn má fara...
06.07.2017 - 11:36

Hafa safnað 27 milljónum fyrir Grænland

27 milljónur hafa safnast úi landssöfnuninni Vinátta í verki. Söfnunin er í þágu þeirra sem urðu fyrir náttúruhamförunum á Grænlandi aðfaranótt 18. júní. Þá gekk flóðbylgja yfir Naarsuuriaq, en hún kostaði fjóra lífið og olli miklu tjóni.
29.06.2017 - 19:34

Of hættulegt að sprengja bergið

Norskir sérfræðingar telja mikla hættu sé á því að laus fjallshlíð í Karrat-firði á Grænlandi hrapi niður sjó og valdi annarri flóðbylgju. Mjög hættulegt gæti þó verið að sprengja bergið þannig að það losni frá fjallinu.
29.06.2017 - 14:37

Hættan afstaðin á Grænlandi

Ekki er hætta á því að framhald verði á berghlaupinu sem olli nýverið bæði jarðskjálfta og flóðbylgju í grennd við Uummannaq á Grænlandi. Þetta er samkvæmt nýjum útreikningum sem danska ríkisútvarpið, DR, segir frá. Áhættan á því að aftur yrði...
25.06.2017 - 05:33