fljótsdalshérað

Íbúðarhús skemmdist í eldi

Íbúðarhús á sveitabæ í Fljótsdalshéraði skemmdist mikið í eldi í nótt. Heimilisfólk tilkynnti um eldinn um miðnætti og þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði mikill eldur upp úr þaki hússins, sem er timburhús.
03.04.2017 - 08:49

Krakkar búa til efni fyrir Útvarps stundina okkar

Í byrjun mánaðar var námskeið á vegum KrakkaRÚV í upptöku- og útvarpsþáttagerð í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum.

Mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist

„Ég hef alltaf haft mikla jafnréttiskennd þannig að þetta starf hugsa ég bara að sé tilvalið fyrir mig,“ segir Aron Steinn Halldórsson, formaður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs. Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir, sem einnig situr í ráðinu, tekur í sama...
14.03.2017 - 07:30

Fjarðabyggð sigraði Fljótsdalshérað í Útsvari

Fyrsta viðureign vetrarins í spurningaþættinum Útsvari lauk með sigri Fjarðabyggðar í kvöld. Fjarðabyggð fékk 85 stig en Fljótsdalshérað 54.
09.09.2016 - 21:24

Kæru vegna „tappans“ í Lagarfljóti vísað frá

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru bæjarráðs Fljótsdalshéraðs vegna ákvörðunar Orkustofnunar frá því í apríl fyrir tveimur árum. Orkustofnun hafnaði þá beiðni sveitarfélagsins um að mál þess vegna skilmála virkjunarleyfa...
07.09.2016 - 14:42

Böðuðu sig á bílaþvottaplani á Egilsstöðum

„Það reyndu einhverjir að veita þeim tiltal, en þá veifaði annar þeirra bara sprellanum framan í þá og hló upp í opið geðið á þeim,“ segir Garðar Valur Hallfreðsson sem stóð nokkra erlenda ferðamenn að því að baða sig á bílaþvottaplani á Egilsstöðum...
08.07.2016 - 10:39

Lækka sorphirðugjöldin með moltugerð

Íbúar á Fljótsdalshéraði sem stunda moltugerð heima við lækka sorphirðugjöld sín, segir moltugerðarmaður á Egilsstöðum. Lífrænt heimilissorp sem til fellur í sveitarfélaginu mun verða keyrt til til vinnslu hjá Moltu á Akureyri í framtíðinni. Hækkuð...
07.12.2015 - 16:04

Fær loksins fé fyrir Lagarfljótsmyndbandið

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær að beina því til bæjarstjórnar að verðlaunafé upp á hálfa milljón verði greitt til Hjartar Kjerúlfs, bónda á Hrafnkelsstöðum, fyrir myndband sem hann náði af Lagarfljótsorminum. Féð verður...
22.09.2015 - 11:49

Kauptilboði í Hallormsstaðaskóla hafnað

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs kom saman til fundar í gærmorgun til að ræða tilboð frá ónafngreindum aðila í Hallormsstaðaskóla. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákvað bæjarráð að hafna tilboðinu. Nokkrir hafa sýnt skólanum áhuga.
31.07.2015 - 15:29

Vísindavarpið - Skrímsli

Vísindavarpið fjallar að þessu sinni um skrímsli. Enn sem komið er eru afar fáar sannanir fyrir því sem við viljum flokka sem „furðuleg fyrirbæri“ en þó er til heill haugur af gögnum sem fá okkur til að velkjast í vafa um hvað sé raunverulegt og...

Skýtur flugvallarfrumvarp Höskuldar niður

Sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir breytingartillögu meirihluta umhverfis-og samgöngunefndar á frumvarpi Höskuldar Þórhallssonar um skipulagsvald yfir 3 innanlandsflugvöllum vera byggða á...

Borgin gagnrýnir frumvarp Höskuldar

Skipulagsvald yfir Reykjarvíkurflugvelli á að vera hjá íslenska ríkinu. Þetta kemur fram í meirihluta umsagna sveitarfélaga sem birtar hafa verið um frumvarp Höskuldar Þórhallssonar um skipulag flugvallarins. Reykjarvíkurborg gagnrýnir frumvarpið...

Glittir í heiðan himin í myglumálum

Þeim, sem verða fyrir því að kaupa húsnæði þar sem myglusveppur grasserar, gæti orðið mikill hagur að sérstökum tryggingum fyrir byggingargöllum. Starfshópur leggur til nokkrar aðgerðir til að fyrirbyggja myglusvepp og draga úr tjóni.
01.05.2015 - 21:23

Engin ákvörðun um forkaupsrétt strax

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók ekki afstöðu til þess á fundi í dag hvort sveitarfélagið nýtir forkaupsrétt að Eiðastað. Til að slíkt væri hægt þyrfti að liggja fyrir kaupsamningur en ekki kauptilboð.
15.04.2015 - 17:33

Miðbær Egilsstaða aftur á teikniborðið

Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði eru nú að hefja vinnu við að endurskoða miðbæjarskipulag Egilsstaða sem þykir of stórhuga og ekki falla að þeim kröfum og hugmyndum sem nú eru uppi.
14.04.2015 - 16:55