Filippseyjar

Blóðrauð nótt í Filipsseyjum

Blóðugasta nótt stríðsins gegn fíkniefnum í Filippseyjum varð síðustu nótt þegar lögreglan drap minnst 20 manns í aðgerðum sínum. Samkvæmt opinberum gögnum fór lögreglan í 26 aðgerðir vegna fíkniefnamála í 12 borgum og bæjum norður af Manila. Auk...
16.08.2017 - 04:27

Þjóðhátíðardagur í skugga átaka

Filippeyski fáninn var reistur að húni á þjóðhátíðardegi landsins í skugga gríðarlegra átaka í borginni Marawi. Átökin settu svip sinn á daginn, sem notaður var til að minnast þeirra hermanna sem fallið hafa í átökunum við vígamenn í borginni.
12.06.2017 - 06:40

Bandaríkjaher til aðstoðar á Filippseyjum

Sérsveitarmenn úr Bandaríkjaher eru komnir til borgarinnar Marawi á Filippseyjum, þar sem hryðjuverkamenn hafa farið mikinn að undanförnu. Þrettán filippseyskir landgönguliðar féllu þar í bardaga í nótt.
10.06.2017 - 15:03

Filippseyjar biðja um aðstoð Bandaríkjahers

Herskáir íslamistar drápu þrettán hermenn í borginni Marawi í Filippseyjum í dag. Talsmaður hersins greindi frá þessu í morgun. Stanslaus átök hafa verið í borginni í tvær vikur. Herlög eru í gildi á Mindanao eyju, þar sem Marawi er.
10.06.2017 - 08:14

Kennsl borin á brennuvarginn í Manila

Kennsl hafa verið borin á mann sem varð 37 að bana í Manila, höfuðborg Filippseyja, í síðustu viku þegar hann réðst inn í spilavíti á hóteli í borginni og kveikti þar eld. Maðurinn hét Jessie Javier Carlos, var 43 ára Filippseyingur, þriggja barna...
05.06.2017 - 02:30

Réðst inn í spilavíti og kveikti í – 36 látnir

Að minnsta kosti 36 eru látnir eftir eldsvoða í spilavíti og hóteli í Manila, höfuðborg Filippseyja í nótt. Maður vopnaður vélbyssu réðst inn í spilavítið á Resorts World Manila-hótelinu, skaut á sjónvarpsskjái og kveikti í spilaborðum. Svo virðist...
02.06.2017 - 05:21

Her Filippseyja grandaði sínum eigin mönnum

Tíu filippseyskir hermenn féllu og átta til viðbótar særðust þegar samherjar þeirra í hernum vörpuðu sprengjum á borgina Marawi í suðurhluta landsins í gær, miðvikudag. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana staðfestir þetta og segist iðrast...
01.06.2017 - 04:18

Krefjast uppgjafar vígamanna í Marawi

Filippeysk stjórnvöld krefjast þess að vígamenn í borginni Marawi leggi niður vopn. Yfir 100 hafa fallið í átökum í borginni frá því þau hófust fyrir viku. Þyrlur voru notaðar til að gera flugskeytaárásir á hverfi sem vígamenn náðu á sitt vald í...
30.05.2017 - 05:46

Um 90 látnir í átökum á Filippseyjum

Vígamenn hafa myrt 19 almenna borgara í filippeysku borginni Marawi síðustu daga. Nærri vika er síðan átök hófust á milli vígamanna og öryggissveita í borginni, og hafa herlög verið sett á Mindanao-eyju.
28.05.2017 - 06:10

Herinn beitir sprengjuárásum í Marawi

Öryggissveitir filippeyskra stjórnvalda vörpuðu sprengjum á vígasveitir íslamista í borginni Marawi í suðurhluta Filippseyja í nótt. Átök hafa staðið yfir í borginni í fimm daga og hafa tugir þúsunda almennra borgara flúið heimili sín. Herlög eru á...
27.05.2017 - 06:24

Átök harðna á suðurhluta Filippseyja

Vígamenn stormuðu í gegnum borgina Marawi í suðurhluta Filippseyja í dag og féllu minnst 21 í átökum þeirra við öryggissveitir. Þeir lögðu eld að húsum, rændu rómversk kaþólskum presti og söfnuði hans og reistu fána samtakanna sem kenna sig við...
25.05.2017 - 01:53

Herlög á Filippseyjum

Herlög tóku gildi á Mindanao svæðinu á Filippseyjum í dag. Rodrigo Duterte, forseti landsins, gaf út skipun um það eftir átök öryggissveita lögreglu við vígamenn tengdum hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki í borginni Marawi....
24.05.2017 - 01:20

Duterte bannar reykingar á Filippseyjum

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur undirritað tilskipun sem bannar reykingar í almannarými í landinu öllu að viðlagðri fjögurra mánaða fangelsisrefsingu og sekt að jafnvirði rúmlega 10 þúsund króna. Reykingar verða bannaðar bæði innan- sem...
19.05.2017 - 08:35

Duterte afþakkar styrki ESB vegna gagnrýni

Stjórnvöld á Filippseyjum hyggjast ekki þiggja neina styrki frá Evrópusambandinu héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sendiskrifstofu ESB í höfuðborg Filippseyja, Manila. Þar segir að ríkisstjórn Rodrigos Dutertes hafi upplýst fulltrúa...
18.05.2017 - 04:04

Duterte fær heimboð í Hvíta húsið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bauð starfsbróður sínum í Filippseyjum, Rodrigo Duterte, í heimsókn í Hvíta húsið í vinsamlegu símtali þeirra í nótt. Saman ræddu þeir um ógnina sem stafar af Norður-Kóreu, en Duterte segir leiðtoga þeirra vilja...
30.04.2017 - 06:55