Fellibylurinn Irma

Barbúda er í eyði eftir Irmu

Fellibylurinn Irma skildi eftir sig þvílíka eyðileggingu á eyjunni Barbúda, að byggð þar hefur lagst í eyði. Í fyrsta sinn í 300 ár býr enginn á Barbúda.
16.09.2017 - 18:22

Irma: Minnst 69 létust

Að minnsta kosti 69 létust af völdum fellibylsins Irmu á leið hans yfir Karíbahaf og Flórída. Embættismenn greindu frá þessu í dag.
13.09.2017 - 16:12

Fjórðungur húsa er ónýtur

Fjórðungur húsa á eyjaklasanum undan suðurströnd Flórída er ónýtur eftir að fellibylurinn Irma fór þar yfir á sunnudag. Sex af hverjum tíu skemmdust í fárviðrinu, að því er Brock Long, yfirmaður bandarísku almannavarnanna, greindi frá í dag. Irma...
12.09.2017 - 14:58

Hús rýmd í Jacksonville í Flórída

Íbúum á tveimur rýmingarsvæðum í borginni Jacksonville í Flórída hefur verið skipað að forða sér að heiman. Útlit er fyrir mikil flóð af völdum óveðurslægðarinnar Irmu auk þess sem háflóð verður á sama tíma og hún fer framhjá borginni.
11.09.2017 - 16:57

Irma varð tíu að bana á Kúbu

Tíu hafa fundist látnir á Kúbu af völdum fellibylsins Irmu. Hann fór yfir landið um helgina. Að sögn almannavarna í Havana eru orsakir dauðsfallanna ýmsar. Nokkrir drukknuðu, svalir hrundu niður á strætisvagn og þá lést að minnsta kosti einn þegar...
11.09.2017 - 15:32

Tugir handteknir fyrir gripdeildir í Flórída

Tugir manna voru handteknir í Miami, Fort Lauderdale og víðar í Flórída í nótt vegna gripdeilda og innbrota í skjóli stormsins. Hópur grímuklædds fólks braust inn í íþróttavöruverslun í Miami og ruplaði þar og rændi, aðallega íþróttaskóm....

Irma orðin 1. stigs fellibylur

Fimm hafa farist í Flórída af völdum fellibylsins Irmu, sem hamast hefur á Flórídaskaga síðasta sólarhringinn. Irma telst nú 1. stigs fellibylur og er því spáð að hún verði orðinn að hitabeltisstormi áður en dagurinn er á enda. Irma hefur valdið...
11.09.2017 - 06:36

Sækúm við strönd Sækúasýslu bjargað frá Irmu

Fellibylurinn Irma varð til þess að svo hratt fjaraði undan tveimur sækúm upp undir Flórídaströndum að þær urðu strandaglópar, sækýr á þurru landi, og hefðu að líkindum drepist í fjörunni ef ekki hefði verið fyrir nokkra velviljaða menn sem komu...
11.09.2017 - 05:47

Tjón af völdum Harveys og Irmu 30 billjónir

Tjón af völdum fellibyljanna Harveys og Irmu á bandarískri grund gæti samtals numið allt að 290 milljörðum Bandaríkjadala, um 1,5 prósenti af vergri þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Þetta er mat sérfræðinga einkareknu veðurstofunnar AccuWeather í...
11.09.2017 - 05:47

Kúbverjar kanna tjónið af völdum Irmu

Á meðan Flórídabúar leita skjóls og bíða þess að fellibylurinn Irma gangi annaðhvort yfir eða niður eru nágrannar þeirra á Kúbu teknir til við hreinsunarstörf og könnun á því, hversu miklu tjóni Irma olli þegar hún fór þar hamförum. Engar fréttir...
11.09.2017 - 02:57

Irma skellur á Flórída af fullum þunga

Fellibylurinn Irma skall á ströndum Flórída rétt fyrir hádegi í dag að íslenskum tíma. Fleiri en milljón heimili eru án rafmagns í ríkinu og sjávarflóðaviðvörun hefur verið gefin út víða á Flórídaskaga. Útgöngubann ríkir á nokkrum svæðum á meðan...
10.09.2017 - 19:21

Verður verst í nótt, segir Íslendingur í Tampa

Fellibylurinn Irma, sem gengur nú yfir Flórida, er orðinn annars stigs fellibylur en áfram er búist við miklum flóðum og úrkomu. Íslendingur, sem hefur verið búsettur í Tampa í tíu ár, segist áður hafa upplifað slæm veður en „þetta stefnir í...
10.09.2017 - 19:06

Leita skjóls í baðkari ef þakið fer af húsinu

Íslensk kona sem býr í Tampa í Flórída óttast það mest að þakið fjúki af húsi hennar. Hún hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til þess að búa sig og fjölskylduna undir það þegar Irma gengur yfir borgina í nótt.
10.09.2017 - 17:09

Miðborg Miami á floti - tré rifna upp í Naples

Miðborg Miami á Flórída er á floti eftir mikil sjávarflóð. Fleiri en milljón heimili á Flórída eru rafmagnslaus. Fellibylurinn Irma er nú að ganga yfir skagann, stranda á milli.
10.09.2017 - 16:35

Fólk beðið um að verja sig með dýnum og teppum

Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, boðaði í dag til blaðamannafundar í beinni útsendingu. Fellibylurinn Irma, sem er fjórða stigs fellibylur, gengur nú yfir Flórída. Áhrifa hans gætir stranda á milli. Von er á tíu þúsund þjóðvarliðum til Flórida til...
10.09.2017 - 16:22