Evrópa

Átján ára ákærður fyrir sprengjuárás

Átján ára karlmaður, Ahmed Hassan að nafni, var í dag ákærður í Lundúnum fyrir sprengjuárás í jarðlest í borginni fyrir viku. Þrjátíu særðust í árásinni. Að sögn Lundúnalögreglunnar er ungi maðurinn ákærður fyrir morðtilraun og að hafa notað...
22.09.2017 - 13:36

Einkaþota brotlenti á Atatürk flugvelli

Atatürk flugvöllur við Istanbúl í Tyrklandi lokaðist um tíma eftir að einkaþota brotlenti á vellinum seint í gærkvöld. Fjórir voru um borð, þriggja manna áhöfn og einn farþegi. Allir sluppu lifandi, en voru fluttir slasaðir á sjúkrahús að sögn...
22.09.2017 - 10:34

Mótmæla handtökum katalónskra embættismanna

Fjöldi fólks er saman kominn utan við hæstarétt í Barselóna og krefst þess að tólf katalónskir embættismenn verði látnir lausir. Þeir voru handteknir fyrir að taka þátt í að skipuleggja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu eftir rúma viku.
22.09.2017 - 09:38

Sjálfstæðissinnaðir embættismenn fá dagsektir

Stjórnarskrárdómstóll á Spáni hefur dæmt háttsetta opinbera starfsmenn í Katalóníu í dagsektir fyrir að undirbúa atkvæðagreiðslu um hvort Katalónía eigi að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði.
22.09.2017 - 08:03

Handtekinn vegna hryðjuverka í Katalóníu

Spænska lögreglan hefur marokkóskan mann í haldi vegna gruns um að hann tengist hryðjuverkunum í Barselóna og annars staðar í Katalóníu í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið í Madríd greindi frá þessu í dag. Hinn handtekni er búsettur á Spáni. Hann...
22.09.2017 - 07:49

Milljónir sýkla á innkaupakörfum

Innkaupakörfur í matvöruverslunum eru gróðrarstíur fyrir bakteríur. Nýleg könnun neytendaþáttar danska ríkisútvarpsins DR staðfesti þetta enn að nýju. Teknar voru prufur af handahófi í nokkrum matvælabúðum í Danmörku, og í þremur af stærstu...
21.09.2017 - 11:47

Macron vill ekki rifta samningnum við Íran

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er andvígur því að rifta kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hann sagði við fréttamenn í New York í dag að hann teldi samninginn frá 2015 vera góðan og að það yrðu mistök að ógilda hann án þess að annað kæmi...
20.09.2017 - 16:05

Kjörseðlar teknir í Katalóníu

Spænska lögreglan hefur lagt hald á milljónir kjörseðla sem nota átti í boðaðri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu 1. október. Fréttastofan AFP hefur þetta eftir heimildarmönnum sem kunnugir eru aðgerðum lögreglu í Katalóníu í dag. 
20.09.2017 - 14:07

Handtökur og húsleitir í Katalóníu

Spænska lögreglan réðst inn í stjórnarskrifstofur í Katalóníu í morgun, gerði þar húsleit og handtók háttsetta embættismenn. Leiðtogi Katalóníumanna fordæmir aðgerðirnar.
20.09.2017 - 12:11

Schaüble áfram ef Merkel sigrar

Wolfgang Schäuble verður áfram fjármálaráðherra Þýskalands fari Kristilegi demókrataflokkurinn með sigur af hólmi í þingkosningunum í landinu á sunnudag. Þetta sagði Peter Tauber, aðalritari flokksins, á Twitter í gærkvöld.
20.09.2017 - 10:40

Kafbátsflak fannst undan Belgíu

Flak þýsks kafbáts frá fyrri heimsstyrjöldinni fannst undan Ostende í Belgíu í sumar. Belgískir embættismenn greindu frá þessu í dag, sögðu flakið heillegt og að hugsanlega væri þar að finna líkamsleifar tuttugu og þriggja manna áhafnar bátsins.
19.09.2017 - 13:36

Fylgi stóru flokkanna hefur lítið breyst

Munurinn á stóru flokkunum í Þýskalandi hefur minnkað lítillega samkvæmt könnun sem sjónvarpsstöðin RTL birti í morgun fimm dögum fyrir kosningar.
19.09.2017 - 11:55

Macron ræddi við Kagame

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Pauul Kagame, forseti Rúanda, ræddust við í New York í gærkvöld. Fundurinn þykir merkilegur fyrir þær sakir að stirt hefur verið milli ríkjanna frá fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, en Kagame hefur sakað  ...
19.09.2017 - 10:59

Bjargvættur heimsins látinn

Stanislav Petrov, fyrrum sovéskur herforingi, er látinn, 77 ára að aldri. Talið er að heimsbyggðin standi í þakkarskuld við Petrov, en honum hefur verið eignaður heiðurinn af því að forða heiminum frá kjarnorkustyrjöld árið 1983.
19.09.2017 - 03:10

Ákærð fyrir morð á elliheimili

Réttarhöld hófust í Þýskalandi í dag yfir tveimur körlum og konu, sem grunuð eru um að hafa myrt að minnsta kosti tvo vistmenn á elliheimili, þar sem þau störfuðu. Rannsókn er hafin á fjörutíu dauðsföllum til viðbótar á elliheimilinu.
18.09.2017 - 13:27