Eurovision 2017

Svala og Eurovision hópurinn komin heim

Svölu Björgvinsdóttur og Eurovision-hópnum var fagnað við heimkomuna á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Hópur fólks var þar samankominn til að taka á móti þeim og færði þeim blóm.
14.05.2017 - 18:42

Fagnaði sextugsafmæli við dómnefndarstörf

Helga Möller fagnaði sextugsafmæli sínu í gær við dómnefndarstörf fyrir Eurovision í Efstaleiti. Hún söng, eins og flestir sjálfsagt vita, fyrsta lagið sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1986.
13.05.2017 - 16:00

Sagan á bak við umdeilt sigurlag Úkraínu

Sigurlag Úkraínumanna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra, 1944 með söngkonunni Jamölu, var umdeilt. Rússar sögðu lagið pólitískan áróður, en það fjallar um það þegar sovésk stjórnvöld létu flytja nær alla krímtatörsku þjóðina nauðuga...
13.05.2017 - 12:50

„Fattaði að ég væri hommi út af Páli Óskari“

Daniel Dunkelman, frá Ísrael, segir að atriði Páls Óskars í Eurovision 1997 hafi gert honum grein fyrir því að hann væri samkynhneigður. Síðan þá hefur hann verið ofuraðdáandi íslenska söngvararans og á að baki tuttugu ára ástarævintýri við...
12.05.2017 - 12:40

„Er drengurinn í Framsókn og flugvallarvinum?“

Íslendingar fóru mikinn á samfélagsmiðlinum twitter á seinni undankeppni Eurovision, og eiturpílum og hrósi var kastað í allar áttir unir myllumerkinu #12stig.
11.05.2017 - 20:47

Danir og Norðmenn upp úr undankeppninni

Þær þjóðir sem komust áfram í aðalkeppni Eurovision voru Búlgaría, Hvíta-Rússland, Króatía, Ungverjaland, Danmörk, Ísrael, Rúmenía, Austurríki, Noregur og Holland.
11.05.2017 - 21:13

Til greina kemur að breyta keppninni á Íslandi

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segist afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur í Kænugarði og flutning lagsins sem Íslendingar völdu með miklum yfirburðum. Hann segir of snemmt að segja til um hvort gera þurfi breytingar á...
10.05.2017 - 11:42

„Þetta var ótrúlega mögnuð reynsla“

Svala Björgvinsdóttir segir það hafa verið ótrúlega magnaða reynslu að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lagið hennar, Paper, komst ekki áfram í úrslitakeppnina. „Auðvitað langaði mig að koma með lagið okkar. Það hefði verið geggjað en svona er...
09.05.2017 - 21:30

Svala komst ekki áfram

Svala Björgvinsdóttir verður ekki á meðal keppenda með lagið sitt Paper á laugardagskvöld í úrslitakeppni Eurovísion í Kænugarði. Þetta er þriðja árið í röð sem Ísland á ekki þátttakanda í úrslitakeppninni.
09.05.2017 - 21:09

Undankeppni Eurovision í Kænugarði

Bein útsending frá fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði.
09.05.2017 - 19:00

Ábreiður af Paper spretta fram

Lagið Paper sem Svala Björgvinsdóttir flytur í Eurovision í kvöld er nú þegar að finna í nokkrum útgáfum á Youtube, þar á meðal í fjöldasöng, acapella og í trúbadorastíl.
09.05.2017 - 17:24

Æfingar hafnar fyrir Eurovision – sjáðu brot

Þrátt fyrir að Svala og íslenski Eurovision-hópurinn komi ekki til Kænugarðs fyrr en í kvöld eru aðrir keppendur byrjaðir að æfa sín atriði á stóra sviðinu í tónleikahöllinni þar í borg.
30.04.2017 - 13:42