EM kvenna 2017

Ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum

Eftir að leikjum kvöldsins lauk er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum á Evrópumóti kvenna sem fram fer í Hollandi.
27.07.2017 - 21:02

England og Spánn í 8-liða úrslit

Eftir leiki kvöldsins er ljóst að England og Spánn fara upp úr D-riðli Evrópumótsins. Á meðan England fer áfram með fullt hús stiga eða níu talsins þá fer spænska liðið áfram með aðeins þrjú stig en Spánn, Portúgal og Skotland enduðu öll með þrjú...
27.07.2017 - 20:47

Íslenskir stuðningsmenn fóru á kostum

Þó svo að leikurinn í kvöld hafi ekki skipt neinu máli upp á framtíðina þá verða íslenskir stuðningsmenn seint sakaðir um að styðja ekki við bakið á stelpunum okkar.
26.07.2017 - 21:52

Sara Björk: „Hausinn þarf að vera sterkari“

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, tók í sama streng og aðrir leikmenn liðsins eftir 3-0 tap gegn Austurríki í lokaleik liðsins á Evrópumótinu.
26.07.2017 - 21:41

Fanndís: „Markmiðin voru eðlileg og skýr“

Fanndís Friðriksdóttir, vængmaður Breiðabliks og eini leikmaður Íslands til að skora mark á Evrópumótinu í sumar, var skiljanlega ekki sátt með 3-0 tap gegn Austurríki í kvöld.
26.07.2017 - 21:25

Harpa: „Búnar að gera allt sem við gátum"

Harpa Þorsteinsdóttir, framherji íslenska landsliðsins, var að vonum svekkt eftir 3-0 tap gegn Austurríki en hún byrjaði leikinn í kvöld sem fremsti maður.
26.07.2017 - 21:14

Freyr: „Fyrst og síðast vonbrigði“

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var myrkur í máli í viðtali eftir að Ísland tapaði 3-0 fyrir Austurríki í lokaleik Evrópumótsins í Hollandi. Liðið tapaði öllum þremur leikjunum sínum og stærsta tapið kom í kvöld þegar liðið átti ekki...
26.07.2017 - 21:02

Frakkland í 8-liða úrslit - Sviss úr leik

Frakkland og Sviss mættust í honum leiknum í C-riðli í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að franska liðið myndi enn og aftur detta úr keppni í riðlakeppninni en þökk sé skelfilegum mistökum hjá markverði Sviss þá er franska liðið á leiðinni í 8-liða...
26.07.2017 - 20:37

Tap gegn Austurríki

Ísland tapaði í kvöld 3-0 fyrir Austurríki í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Hollandi. Austurríki fer því í 8-liða úrslitin ásamt Frakklandi sem gerði jafntefli við Sviss í kvöld.
26.07.2017 - 20:35

Fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands

Byrjunarlið Íslands fyrir lokaleik liðsins á Evrópumótinu er tilbúið en liðið mætir Austurríki klukkan 18:45. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV en útsending hefst klukkan 18:20. Liðið má sjá á myndinni hér að ofan.
26.07.2017 - 17:31

Stelpurnar ætla sér sigur í lokaleiknum á EM

Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar á Evrópumóti kvennalandsliða í fótbolta í kvöld. Þetta verður síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en þær eiga ekki möguleika á því að komast áfram í 8-liða úrslit.
26.07.2017 - 10:50

Þýskaland og Svíþjóð áfram í 8-liða úrslit

Í kvöld lauk B-riðli Evrópumótsins í Hollandi. Þýskaland mætti Rússlandi og Svíþjóð mætti Ítalíu. Ljóst var að sigurvegarinn úr leik Þýskalands og Rússlands færi áfram í 8-liða úrslit en Svíþjóð dugði jafntefli gegn Ítalíu til að komast áfram....
25.07.2017 - 20:44

Freyr: „Þurfum að finna gleðina aftur“

„Gleðina hefur ekki vantað hjá okkur á þessu móti en þegar að tilfinningarnar fara svona niður eins og eftir leikinn gegn Sviss þá þarf að finna gleðina aftur. Þessi flotti völlur og leikurinn á morgun verður kjörinn vettvangur til þess,“ segir...
25.07.2017 - 19:00

Ingibjörg: „Við verðum yfir í baráttunni“

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, er vel stemmd fyrir leikinn gegn Austurríki á morgun á Evrópumótinu í Hollandi. Hún viðurkennir að síðustu dagar hafi verið erfiðir eftir að liðið datt úr keppni en stelpurnar séu nú búnar að gíra...
25.07.2017 - 18:37

Er Ísland grófasta liðið á mótinu?

Einhverjir hafa haft á orði að íslenska liðið spili grófan fótbolta og þess vegna sé sérstaklega erfitt að mæta því. Austurríkismenn töluðu um það á blaðamannafundi í dag og það hafa fyrri mótherjar liðsins í Hollandi líka gert og gefið til kynna að...
25.07.2017 - 17:47