Danmörk

Staðfest að líkamsleifarnar eru af Kim Wall

Líkamsleifarnar sem fundust í sjónum undan Amagerströnd í gær eru af sænsku blaðakonunni Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti þetta snemma á miðvikudagsmorgun. Unnið var að því í gær og nótt að bera kennsl á líkamsleifarnar, en höfuð og...
23.08.2017 - 05:22

Fregna að vænta af líkfundinum síðar í dag

Lögreglan í Kaupmannahöfn gerir ráð fyrir að gera frekari grein fyrir líkinu sem fannst við Amager í gær. Lögreglan verst að svo stöddu allra fregna og lýsti yfir á Twitter að upplýsinga væri að vænta seinni partinn í dag. Hjólreiðamaður fann líkið...
22.08.2017 - 08:31

Lík af konu fundið við Amager

Danska lögreglan rannsakar nú lík af konu sem fannst í sjónum nálægt Amager í Kaupmannahöfn síðdegis. Talið er mögulegt að líkið sé af sænsku blaðakonunni Kim Wall, en hún var um borð í kafbátnum Nautilus sem fórst fyrir tíu dögum í Køge flóa, ekki...
21.08.2017 - 18:08

Sérstakt eftirlitssvæði sett upp á Amager

Lögreglan í Kaupmannahöfn setti í dag upp sérstakt eftirlitssvæði á Amager, eftir að tvítugur maður særðist þar í skotárás. Árásin er talin tengjast baráttu glæpagengja í borginni. Áhersla er nú lögð á að forða ungu fólki frá því að tengjast þessum...
16.08.2017 - 22:38

Hafnarbúar mótmæla ofbeldisverkum glæpalýðs

Hundruð Kaupmannahafnarbúa gengu með logandi kyndla frá Blågards-torgi til Rauða torgsins á Norðurbrú á mánudagskvöld, til að mótmæla hrinu ofbeldis og skotárása sem þar hefur riðið yfir að undanförnu. Hörð og blóðug átök glæpagengja sem berjast...
15.08.2017 - 04:23

Enn ein skotárás á Norðurbrú

Maður á fertugsaldri særðist þegar skotið var á hann á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í kvöld. Einn maður sást flýja af vettvangi á skellinöðru, sem fannst í ljósum logum skömmu síðar. Vitni heyrðu sex til sjö skot. Kaupmannahafnarlögreglan hefur...
13.08.2017 - 22:31

Víðtæk leit í Danmörku að sænskri blaðakonu

Víðtæk leit er hafin í Danmörku að sænsku blaðakonunni Kim Wall, sem ekkert hefur spurst til síðan á fimmtudag. Kafarar lögreglunnar leita hennar í flóanum við Köge. Þá eru lögreglumenn á ferð með hunda og í bátum. Einnig verður þyrla fengin til...
13.08.2017 - 14:44

Enginn fannst í danska kafbátnum

Sérfræðingar dönsku lögreglunnar hófu í morgun að rannsaka heimasmíðaðan kafbát sem var lyft af hafsbotni á Eyrarsundi síðdegis í gær. Enginn fannst um borð, lífs eða liðinn.
13.08.2017 - 10:13

Tveir stungnir með hnífi í Kaupmannahöfn

Tveir ungir menn voru stungnir með hnífi í Kaupmannahöfn að kvöldi laugardags. Líklegt þykir að báðar árásir tengist blóðugu uppgjöri glæpagengja sem staðið hefur yfir í borginni um nokkra hríð. 22 ára karlmaður leitaði aðhlynningar á Bispebjerg-...
13.08.2017 - 05:43

Tveir særðir í skotárás á Norðurbrú

Tveir særðust þegar skothríð reið yfir Rauða torgið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn á tólfta tímanum í kvöld, að staðartíma. Hinir særðu voru fluttir á sjúkrahús en eru ekki í lífshættu, að sögn Jespers Beuschel hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sem...
13.08.2017 - 00:34

Konu leitað eftir að danskur kafbátur sökk

Leit stendur yfir að þrítugri sænskri blaðakonu eftir að kafbátur sökk undan ströndum Danmerkur í gær. Eigandi bátsins er í haldi lögreglu og er hann grunaður um manndráp.
12.08.2017 - 10:50

Danir sáttari og í verri stöðu en Íslendingar

Greiningadeild Arion banka segir erfitt að sjá hvers vegna Íslendingar eru miklu ósáttari við húsnæðismarkaðinn en Danir. Mun fleiri Íslendingar telja erfiðara en Danir að finna húsnæði á viðráðanlegum kjörum, þrátt fyrir að íbúðaverð í hlutfalli...
11.08.2017 - 13:08

Fjöldi skotárása í Kaupmannahöfn

Tilkynnt hefur verið um 23 skotárásir í Kaupmannahöfn síðastliðna tvo mánuði. Lögreglustjórarnir í Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn ætla að hittast í dag og ræða til hvaða ráða skuli grípa vegna uppivöðslu glæpagengja í borgunum og víðar um...
11.08.2017 - 09:16

Rafvagnar á Friðriksbergi innan tveggja ára

Borgastjórn Kaupmannahafnar og yfirvöld á Friðriksbergi hafa gert samkomulag um að skipta út öllum dísilknúnum strætisvögnum og taka í notkun almenningsvagna sem knúnir eru með rafmagni. Byrjað verður að fjarlægja dísilbílana og taka í notkun...
08.08.2017 - 09:43

Óspektir eftir fótboltaleik í Danmörku

Til mikilla óspekta kom undir lok fótboltaleiks dönsku liðanna FCK og Brøndby í gær og voru sex handteknir í átökum áhorfenda og lögreglu. Þar að auki rannsakar lögreglan tuttugu og níu mál, þar af nokkur ofbeldismál og mikið um ólöglega notkun...
07.08.2017 - 05:25