Danmörk

Vilja gaddavírsgirðingu á landamærum Danmerkur

Þingmenn Danska þjóðarflokksins (Dansk Folkeparti) vilja reisa gaddavírsgirðingu á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Leiðtogi flokksins á Evrópuþinginu, Anders Vistisen, segir að flokksmenn hafi hrifist mjög af því sem þeir hafi séð í...
22.05.2017 - 07:42

Tólf og fjórtán ára með í líkamsárás

Sex eru í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir grófa líkamsárás í nótt framan við Kristjánsborgarhöll í miðborginni. Tveir brotamannanna eru undir lögaldri, tólf og fjórtán ára. Sexmenningarnir réðust að pari sem þar var á ferð. Þegar maðurinn...
20.05.2017 - 10:16

Dönsk stúlka í fangelsi fyrir hryðjuverkaáform

Sautján ára dönsk stúlka var í dag dæmd í sex ára fangelsi fyrir áform um að vinna hryðjuverk í tveimur skólum. Hún var fimmtán ára þegar málið komst upp. Móðir stúlkunnar fann efni til sprengjugerðar á heimili þeirra og lét lögreglu þegar í stað...
18.05.2017 - 15:49

Hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir morðtilraunir

Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi í dag 32 ára gamlan hjúkrunarfræðing í tólf ára fangelsi, fyrir fjórar morðtilraunir. Hjúkrunarfræðingurinn, Christina Hansen, hafi viljandi gefið fjórum sjúklingum sínum banvænan skammt af morfíni. Hún hafi ætlað sér...
18.05.2017 - 10:59

Danmörk: Sakfelld fyrir áform um hryðjuverk

Dómstóll í Holbæk í Danmörku sakfelldi í dag sautján ára stúlku fyrir áform um að vinna hryðjuverk í tveimur skólum, öðrum í Kaupmannahöfn, hinum í bænum Farevejle.
16.05.2017 - 10:17

Tvær konur létust í sjósleðaslysi í Danmörku

Tvær bandarískar konur létust í sjósleðaslysi við Langebro í miðborg Kaupmannahafnar á laugardagskvöld. Fjöldi fólks til viðbótar slasaðist. Danska lögreglan hefur handtekið átta í tengslum við málið.
07.05.2017 - 21:56

Segja dönsku PISA-könnunina ómarktæka

Ekkert er að marka PISA-kannanir sem lagðar hafa verið fyrir danska nemendur. Þetta er mat tveggja danskra háskólakennara. Könnunin hafi ekkert forspárgildi.
07.05.2017 - 09:00

Móður tveggja danskra barna vísað frá Danmörku

Quynh Doan, bandarískri konu sem býr nærri Álaborg í Danmörku, hefur verið vísað úr landi. Doan er gift dönskum manni og saman eiga þau tvö börn. Engu að síður telur danska Útlendingastofnunin að hún hafi ekki nógu sterk tengsl við landið.
25.04.2017 - 17:21

Skiptust á skotum á Amager

Nokkrum skotum var hleypt af á Amager í Kaupmannahöfn síðdegis í dag. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir lögreglunni að tveimur glæpagengjum hafi lent saman. Ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan hefur eftir vitnum að...
20.04.2017 - 18:37

Fundu lík fjölda manna í íbúð í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið einn mann og lokað svæði í nágrenni íbúðarhúss í úthverfi borgarinnar, eftir að lík margra manna fundust í íbúð þar. Extrablaðið hefur eftir Ove Larsen, yfirmanni rannsóknarinnar, að óhugnanlegt hafi verið...
11.04.2017 - 08:02

Biðja Dani að framselja fanga

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa formlega farið fram á að Danir framselji tvítuga konu, Chung Yoo-ra, sem situr í gæsluvarðhaldi í Álaborg. Hún er dóttir Choi Soon-sil, sem grunuð er um að hafa notfært sér vinfengi við fyrrverandi forseta Suður-Kóreu til...
22.03.2017 - 13:23

Dönsk yfirvöld vara Tyrki við afskiptum

Danska utanríkisráðuneytið hefur varað embættismenn í tyrkneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn að afskipti af dönskum ríkisborgurum af tyrkneskum uppruna verði ekki liðin. Þetta kom í kjölfar umfjöllunar danskra fjölmiðla um helgina um að nokkrir Danir...
20.03.2017 - 18:46

„Venjulegt fólk á líka að geta búið í borgum“

Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn verja rúmum tveimur milljörðum króna á ári til að bæta reiðhjólasamgöngur í borginni. Á næstu 20 árum ætla yfirvöld að verja rúmum 300 milljörðum til þess að gera Kaupmannahöfn ennþá grænni með því að virkja allt það...
19.03.2017 - 17:17

Eldsvoði í miðborg Kaupmannahafnar

Hluta Vesturbrúargötu í Kaupmannahöfn var lokað eftir hádegið í dag þegar eldur kom upp í húsi við götuna. Danska ríkisútvarpið DR hefur eftir varðstjóra í Kaupmannahafnarlögreglunni að eldtungur hafi staðið í allt að tíu metra hæð ofan við húsið,...
17.03.2017 - 14:41

Frestar heimsókn forsætisráðherra Tyrklands

Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur vill fresta opinberri heimsókn starfsbróður síns frá Tyrklandi, vegna aukinnar spennu í samskiptum Tyrklands við hollensk stjórnvöld. Binali Yilderim, forsætisráðherra Tyrklands átti að koma til...
12.03.2017 - 15:32