Brasilía

Óttast fjöldamorð á brasilískum frumbyggjum

Óttast er að allt að tíu íbúar afskekkts þjóðflokks í Amason-frumskóginum hafi verið myrtir af mönnum sem stunda ólöglega gullgröft í skóginum. Yfirvöld rannsaka málið og verður hópur rannsakenda sendur á svæðið.
13.09.2017 - 07:00

Tveir fyrrum Brasilíuforsetar formlega ákærðir

Ríkissaksóknari Brasilíu birti í gær tveimur fyrrverandi forsetum landsins ákæru vegna skipulagðs og umfangsmikils fjárdráttar. Eru þau Dilma Rousseff og Luiz Inacio Lula da Silva, almennt nefndur Lula, sökuð um að hafa staðið fyrir samsæri um að...

Fundu milljarða í ferðatöskum og pappakössum

Lögregla í brasilísku borginni Salvador fann í dag tugi milljóna brasilískra ríala í reiðufé, andvirði milljarða króna, í ferðatöskum og pappakössum í íbúð sem tengist áhrifamanni í brasilísku ríkisstjórninni. Seðlarnir fundust við húsleit í íbúð...

Gerðu 5,9 tonn af kókaíni upptæk á 12 mánuðum

Lögreglan í Brasilíu réðist í dag í umfangsmiklar aðgerðir gegn meintum smyglhring með höfuðstöðvar í Sao Paulo. 800 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Ráðist var í 190 húsleitir og 127 handtökuskipanir gefnar út í að kosti ríkjum í suðurhluta...
04.09.2017 - 13:42

100. lögreglumaðurinn veginn í Ríó de Janeiro

Eitt hundrað lögreglumenn hafa verið vegnir í brasilísku stórborginni Ríó de Janeiro og samnefndu ríki það sem af er ári. Sá hundraðasti, lögreglumaðurinn Fabio Jose Cavalcante, var skotinn til bana við skyldustörf í Baixada Fluminense, útborg Ríó,...

Talið að tugir hafi drukknað á Amasonfljóti

Tíu hafa fundist látnir og margra er saknað eftir að báti hvolfdi í nótt á vatnasvæði Amazon stórfljótsins í Brasilíu. Ekki liggur fyrir hversu margir voru í bátnum, þar sem enginn farþegalisti var til staðar. Giskað er á að þeir hafi verið um...
23.08.2017 - 23:29

Brasilíuþing ákveður að lögsækja ekki Temer

Neðri deild brasilíska þingsins kaus í dag um spillingarmál Michel Temers, forseta landsins, og kaus að lögsækja hann ekki fyrir mútuþægni. Stjórnarandstöðunni tókst ekki að ná þeim meirihluta atkvæða sem þurfti til að færa mál Temers fyrir...
03.08.2017 - 00:52

10.000 hermenn til löggæslustarfa í Ríó

Brasilíski herinn hyggst senda 10.000 hermenn til að aðstoða lögregluna í Ríó de Janeiró í baráttunni við skipulögð glæpasamtök. 8.500 þeirra komu til borgarinnar á föstudag og óku eftir götum hennar í langri lest herflutningabíla. Þeir munu sinna...

Þúsund bætt í lögreglulið Ríó

Brasilísk stjórnvöld sendu eitt þúsund lögreglumenn til Ríó de Janeiro til þess að reyna að stemma stigu við vaxandi ofbeldi í borginni undanfarna mánuði. AFP fréttastofan hefur eftir ráðherra öryggismála í Brasilíu, Sergio Etchegoyen, að 620...
21.07.2017 - 04:27

Lula da Silva dæmdur í ríflega 9 ára fangelsi

Fyrrverandi forseti Brasilíu, Luiz Inácio 'Lula' da Silva var í gær dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu, mútuþægni og peningaþvætti. Forsetinn fyrrverandi, oftast einfaldlega nefndur Lula, hefur jafnan neitað öllum ásökunum...

Kennarar læra að takast á við skotárásir

Um 40 kennarar í Rio de Janeiro hófu nýtt námskeið í gær þar sem þeim er kennt að bregðast við skotárásum og ofbeldi, en morð- og glæpatíðni er afar há í borginni. Kennararnir halda síðar námskeið fyrir starfssystkin sín í skólum borgarinnar. 
11.07.2017 - 02:54

Temer ákærður fyrir mútuþægni

Saksóknari í Brasilíu ákærði í dag Michel Temer, forseta landsins, fyrir að þiggja mútur. Á vef BBC segir að ákæran sé borin fram í kjölfar þess að hljóðupptaka var gerð opinber, þar sem Temer virðist hvetja til þess að stjórnmálamaðurinn Eduardo...
27.06.2017 - 01:26

Banna innflutning á brasilísku nautakjöti

Bandaríkin ætla ekki að flytja inn ferskt nautakjöt frá Brasilíu af heilbrigðisástæðum. Innflutningsbannið verður í gildi þar til gripið verður til viðunandi ráðstafana, segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna.
23.06.2017 - 01:12

Hafa sannanir fyrir mútuþægni Temers

Brasilíska alríkislögreglan segist hafa sannanir fyrir því að Michel Temer, forseti landsins, hafi þegið mútugreiðslur. Reynist það rétt gæti Temer þurft að víkja úr embætti. Sjálfur hefur hann þverneitað fyrir að hafa gert nokkuð af sér. 
21.06.2017 - 03:42

Temer heldur forsetaembættinu

Michel Temer þarf ekki að víkja úr embætti forseta Brasilíu. Fjórir dómarar af sjö í sérstökum kosningadómstól dæmdu Temer í hag vegna máls sem varðar forsetakosningarnar 2014. Þá var Temer varaforsetaefni Dilmu Rousseff, sem var kærð fyrir...
10.06.2017 - 05:35