boko haram

Tugir létust í sjálfsmorðsárás á flóttamenn

28 eru látnir og yfir 80 særðir eftir að þrjár konur frömdu sjálfsmorðsárásir í flóttamannabúðum í norðausturhluta Nígeríu í kvöld. AFP fréttastofan hefur eftir nígerískum miðlum að árásirnar hafi verið gerðar í bænum Mandarari, um 25 kílómetrum frá...
16.08.2017 - 00:54

14 myrtir í sjálfsmorðsárás í Nígeríu

Hryðjuverkamaður myrti 14 í sjálfsmorðssprengjuárás í bænum Dikwa í norðausturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Yfirvöld segja árásina bera öll einkenni þess, að illvirkinn hafi tilheyrt hryðjuverkasamtökunum Boko Haram, sem hafa látið mjög til sín...
30.07.2017 - 03:17

Yfir 50 féllu í árás Boko Haram

Yfir fimmtíu dóu þegar vígamenn Boko Haram réðust á olíuleitarteymi í norðausturhluta Nígeríu á þriðjudag. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers, heilbrigðiskerfisins og alþjóðlegra hjálparstofnana. Í frétt AFP er haft...
28.07.2017 - 03:44

Helmingur aðstoðar í Nígeríu ekki skilað sér

Dæmi eru um að helmingur matvælaaðstoðar til Nígeríu, sem ætluð var fórnarlömbum Boko Haram, hafi ekki skilað sér. Í yfirlýsingu frá skrifstofu starfandi forseta segir að verið sé að auka við öryggisgæslu til að tryggja öryggi sendinganna.
19.06.2017 - 11:03

Segist halda tryggð við Boko Haram

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram sendu frá sér myndband seint í gær þar sem Chibok skólastúlka lýsir yfir hollustu við samtökin. Hún kveðst hafa neitað því að vera leyst úr haldi þegar samningar náðust á milli nígerískra stjórnvalda og Boko Haram.
13.05.2017 - 06:33

Boko Haram lætur minnst 80 konur lausar

Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu hafa látið að minnsta kosti 80 konur lausar úr haldi. Þær eru meðal 276 skólastúlkna og kvenna sem rænt var í bænum Chibok í norðausturhluta landsins fyrir þremur árum. Málið vakti mikla athygli...
06.05.2017 - 21:17

Leiðtogi Boko Haram sagður hafa særst

Abubakar Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, særðist í loftárás í norðausturhluta Nígeríu síðastliðinn föstudag. Fréttastofan AFP hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum, sem segja að tveir af nánustu samstarfsmönnum leiðtogans...
03.05.2017 - 13:36

Boko Haram ræna á þriðja tug kvenna

Hryðjuverkamenn úr Boko Haram samtökunum rændu 22 stúlkum og konum í sitthvorri árásinni í norðausturhluta Nígeríu í vikunni. AFP fréttastofan hefur þetta eftir þorpsbúum.
01.04.2017 - 06:45

Nígería: Efnahagskreppa, hryðjuverk og skærur

Nígería er fjölmennasta og eitt mikilvægasta ríki Afríku en á í verulegum þrengingum. Í norðurhlutanum hafa milljónir hrakist á flótta vegna þurrka, uppskerubrests og hernaðarátaka. Íbúar í suðausturhluta landsins krefjast sjálfstæðs ríkis. Við hina...
11.01.2017 - 19:12

Chibok stúlkur halda jólin heima

21 Chibok stúlknanna sem sleppt var úr gíslingu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu í október fengu að njóta jólanna með fjölskyldum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær snúa til síns heima eftir að þeim var rænt úr skóla í Chibok í apríl...
25.12.2016 - 04:51

Ungum stúlkum beitt í hryðjuverkaárás

Yfirvöld í Nígeríu segja að hryðjuverkamenn hafi beitt tveimur ungum stúlkum til sjálfsmorðsárása í borginni Maiduguri í gær. Stúlkurnar eru sagðar hafa verið sjö eða átta ára gamlar. Einn lést og átján særðust í árásinni sem gerð var á markaði.
12.12.2016 - 05:15

30 féllu í sjálfsvígsárás í Nígeríu

30 hið minnsta féllu í sjálfsvígsárás á útimarkaði í Nígeríu í dag. Fjöldi fólks til viðbótar er særður. Talið er að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafi staðið að tilræðinu. Ófriður og upplausnarástand á svæðinu gæti þýtt að um fjórtán milljónir...
09.12.2016 - 17:47

21 af Chibok stúlkunum látnar lausar

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram í Nígeríu hafa látið lausar 21 af rúmlega 200 skólastúlkum sem þau rændu úr heimavistarskóla fyrir tveimur og hálfu ári.
14.10.2016 - 21:39

Her Nígeríu fellir háttsetta í Boko Haram

Nígeríuher heldur því fram að margir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, hafi verið felldir í loftárás, og leiðtogi þeirra, Abubakar Shekau, alvarlega særður.
23.08.2016 - 15:00

Nýtt myndband af stúlkum frá Chibok

Nígeríski hryðjuverkahópurinn Boko Haram birti í morgun myndband sem er sagt sýna hóp skólastúlkna sem rænt var fyrir rúmum tveimur árum. Þess er krafist að fangelsaðir vígamenn samtakanna verði látnir lausir í skiptum fyrir stúlkurnar.
14.08.2016 - 11:24