Bárðarbunga

Bárðarbunga skalf í nótt

Tveir hraustlegir jarðskjálftar urðu skammt norðaustur af Bárðarbungu í nótt. Sá fyrri reið yfir þegar klukkan var gengin stundarfjórðung í þrjú og var 4,1 að stærð. Upptök hans voru tæpa 5 kílómetra norðaustur af Bárðarbungu. Hinn var litlu minni,...
07.09.2017 - 06:14

Þrír skjálftar yfir 3 að stærð á 5 mínútum

Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 voru í Bárðabungu rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Skálftarnir urðu með nokkurra mínútna millibili, annar klukkan 9:49 og hinn klukkan 9:53. Mínútu síðar varð skjálfti að stærðinni 3,6.
01.06.2017 - 10:38

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu í kvöld, nánar tiltekið í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fyrri skjálftinn mældist klukkan 20:33 og var af stærð 3,8 en sá seinni um tveim og...
20.05.2017 - 23:38

Öflug skjálftahrina í Bárðarbungu

Mikil skjálftahrina varð í Bárðarbunguöskjunni seinnipartinn í dag og mældist stærsti skjálftinn 4,1 að stærð. Margir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið, sá næst stærsti var 3,2.
06.04.2017 - 17:19

Skjálftahrina í Bárðarbungu

Nokkrir skjálftar hafa orðið í Bárðarbungu í kvöld. Sá stærsti, 3,1 að stærð, varð klukkan 17:48 í kvöld, í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt - þeir stærstu 3,0 og 2,8 að stærð.
21.03.2017 - 21:31

Þrír stórir skjálftar á fjórum mínútum

Öflug skjálftahrina varð í Bárðarbungu á Vatnajökli um fjögurleytið í nótt. Á fjögurra mínútna tímabili urðu þrír skjálftar sem allir voru stærri en þrír, í suðurbrún Bárðarbungu-öskjunnar. Stærstu skjálftarnir sem mældust voru af stærð 4,0 og 3,9.
08.03.2017 - 08:23

Skjálftahrina í Bárðarbungu í morgun

Fimm jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa orðið nálægt Bárðarbungu í Vatnajökli í morgun. Fyrsti skjálftinn, 4,1 að stærð varð 7 kílómetra norður af Bárðarbungu rétt fyrir klukkan níu í morgun, og í kjölfarið hafa fylgt nokkrir minni skjálftar.
01.03.2017 - 10:27

Skjálfti 3,6 í Bárðarbungu

Skjálfti af stærðinni 3,6 varð í Bárðarbungu í Vatnajökli klukkan 9:48 í morgun. Skjálftinn varð á ríflega fjögurra kílómetra dýpi, 5,2 kílómetra norðnorðaustur af Bárðarbungu. Fáeinir minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið, að því er fram kemur...
12.02.2017 - 10:55

Skjálfti 3,5 í Bárðarbungu

Jarðskjálfkti af stærðinni 3,5 varð í nótt í austurhluta Bárðarbunguöskjunnar. Skjálftinn varð klukkan 3:53. Engir eftirskjálftar hafa mælst, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
11.02.2017 - 07:53

Skjálfti 3,5 í Bárðarbungu

Skjálfti sem var 3,5 að stærð varð skömmu fyrir hádegið norðanmegin í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð þegar klukkuna vantaði 23 mínútur í tólf og fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfarið, sá stærsti þeirra 2,3.
08.01.2017 - 14:22

Ekki tengsl milli þriggja stórra skjálfta

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í morgun í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar telur að skjálftinn tengist ekki skjálftum sem urðu í Hrómundartindi og í Bárðarbungu í gær. 
05.01.2017 - 12:27

Skjálfti 3,9 að stærð í Bárðarbungu

Skjálfti af stærðinni 3,9 varð varð í Bárðarbungu klukkan hálf sex í gær. Skjálftinn varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Um tíu eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið - þeir stærstu voru 3,6 og 3,3 að stærð.
01.01.2017 - 08:44

Bárðarbunga skelfur

Tveir jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu í morgun, af stærðinni 3 og 3,1. Skjálftarnir urðu með mínútu millibili, klukkan 9:36 og 9:37 í morgun. Sá fyrri varð á 5,2 kílómetra dýpi og sá síðari á einungis 0,1 kílómetra dýpi.
20.12.2016 - 10:44

Skjálfti við Bárðarbungu

Um hálfsjö í morgun varð skjálfti af stærð 3,8, við norðanverða Bárðarbunguöskjuna. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Engin merki eru um gósóróa skrifar jarðvísindamaður Veðurstofunnar á vef hennar.
26.11.2016 - 10:19

Skjálftahrina í Bárðarbungu í nótt

Tólf skjálftar urðu í og við Bárðabungu á tæplega 50 mínútna kafla frá um klukkan 20 mínútur yfir þrjú í nótt til rúmlega fjögur. Tveir skjálftanna mældust 3,5 af stærð en aðrir skjálftar mældust undir tveimur af stærð. Engir skjálftar hafa mælst á...
15.10.2016 - 06:06