Bandaríkin

Sólarhringshlé á aðgerðum sjóhersins

Bandaríkjaher hefur ákveðið að fresta öllum aðgerðum sjóhersins á meðan farið verður yfir öryggismál. Þetta var ákveðið eftir annan árekstur bandarísks herskips á rúmum tveimur mánuðum á Kyrrahafinu.
22.08.2017 - 04:58

Lyfjarisi dæmdur til milljarða skaðabóta

Bandarískur dómstóll úrskurðaði að lyfjarisinn Johnson & Johnson yrði að greiða konu yfir 400 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur. Konan segir vörur framleiðandans hafa valdið krabbameini í legi hennar. 
22.08.2017 - 04:19

Heitir áframhaldandi stuðningi við Afganistan

Bandaríkjaforseti heitir Afganistan áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna. Dragi þeir of hratt úr herafla sínum í ríkinu skilji þeir eftir tómarúm sem fyllt verði af hryðjuverkamönnum. Forsetinn gagnrýndi Pakistan fyrir að skjóta skjólshúsi yfir...

Umhverfissinnar uggandi yfir vatnssölu

Umhverfisverndarsinnar eru bálreiðir út í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að aflétta banni við sölu á vatni í plastflöskum í sumum þjóðgarða Bandaríkjanna. Baráttufólk segir að með þessu séu hagsmunir stórfyrirtækja settir fram fyrir...
21.08.2017 - 03:52

Bandarískt herskip siglir á kaupskip

Bandaríska herskipið USS John S. McCain sigldi á kaupskip austur af Singapúr í kvöld. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 7. flota Bandaríkjahers. Herskipið var á leiðinni til Singapúr þar sem það átti að leggjast að bryggju. Samkvæmt tilkynningu...
21.08.2017 - 00:31

Trump sakaður um siðferðislegt tómlæti

Þúsundir mótmæltu fordómum og kynþáttahatri víðs vegar um Bandaríkin um helgina. 40.000 manns komu saman í Boston en einnig voru mótmæli í Atlanta, Dallas, Houston, Memphis, New Orleans og víðar. Viðbrögð Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, við...
20.08.2017 - 15:50

Góðgerðastofnanir færa sig frá Trump

Bandaríski Rauði krossinn er á meðal þeirra góðgerðastofnana sem hafa hætt við fjáröflunarsamkomur í setri Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Mar-a-Lago í Flórída. Rauði krosinn er meðal sex góðgerðarsamtaka sem hafa ákveðið að færa samkomur...
19.08.2017 - 08:11

Lögreglumenn skotnir í Kissimmee

Einn lögreglumaður var skotinn til bana og annar illa særður þar sem þeir voru að athuga grunsamlega hegðun manna í borginni Kissimmee í Flórída í nótt. Jeff O'Dell, lögreglustjóri í Kissimmee, segir lögreglumennina ekki hafa náð að svara...
19.08.2017 - 06:49

Reglugerðarráðgjafi Trumps hættir

Milljarðamæringurinn Carl Icahn ákvað í gær að víkja úr sæti sínu sem sérstakur ráðgjafi Bandaríkjaforseta í reglugerðarmálum. Icahn hefur starfað með forsetanum frá því í desember, en hann er einn áhrifamesti fjárfestirinn á bandarískum...
19.08.2017 - 03:48

Máli Polanskis ekki vísað frá

Dómari í Bandaríkjunum hafnaði kröfu fórnarlambs kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis um að ljúka málinu án tafar. Samantha Geimer, sem var aðeins 13 ára gömul þegar Polanski nauðgaði henni á áttunda áratugnum, vildi að málið yrði fellt niður svo...
19.08.2017 - 00:38

Fjarar undan Bandaríkjaforseta

Er Bandaríkjaforseti að glata völdum sínum og áhrifamætti? Áhrifafólk og valdamenn sem í venjulegu árferði ættu að teljast til liðsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, virðast vera að snúa við honum baki. Samstarfsfólk hans hefur sagt að það viti...
18.08.2017 - 17:19

Telur Trump segja af sér fyrir áramót

Ævisagnaritari Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, telur hann eiga eftir að hætta störfum áður en kjörtímabili hans lýkur. Hringurinn sé stöðugt að þrengjast að honum og brátt eigi hann engra annarra kosta völ.
18.08.2017 - 06:12

Bannon: Viðskiptastríð við Kína mikilvægast

Einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta segir Bandaríkjaher ekki eiga nein svör við kjarnorkuárás frá Norður-Kóreu. Bandarískur blaðamaður hefur þetta eftir honum eftir óvænt símtal. Bandaríkin verða að varast að lenda undir í viðskiptastríði gegn...
17.08.2017 - 06:37

Ku Klux Klan fyrr og nú

Hvítir öfgamenn hrópandi nasistaslagorð voru áberandi í fréttamyndum helgarinnar frá Charlottesville í Virginíu. Kona lét lífið á laugardag þegar einn úr hópi öfgaþjóðernissinna ók bíl sínum inn í hóp fólks sem mótmælti málflutningi þeirra. Donald...
16.08.2017 - 16:51

Bush-feðgar fordæma kynþáttahatur

Feðgarnir og fyrrum forsetar Bandaríkjanna, George og George W. Bush hafa gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir fordæma kynþáttafordóma, gyðingahatur og hatur. Forsetarnir fyrrverandi nefna ekki núverandi forseta á nafn í...
16.08.2017 - 16:44