Bandaríkin

Trump fjármagnar næsta framboð

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er byrjaður að vinna að því að fjármagna framboð sitt til endurkjörs árið 2020 og hélt í gær fjáröflunarkvöldverð á Trump International Hotel í Washington, D.C. 
29.06.2017 - 10:37

Paul Ryan: „Ísland er staðurinn“

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Í samtali þeirra lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna...
28.06.2017 - 18:03

Sögðu upp eftir að frétt var dregin til baka

Þrír fréttamenn CNN hafa sagt störfum sínum lausum eftir að fréttastöðin dró til baka frétt sem þeir höfðu skrifað um meint tengsl Bandaríkjaforseta og starfsliðs hans við rússneskan fjárfestingasjóð.
28.06.2017 - 10:56

Tugir slösuðust þegar lest fór út af sporinu

Tugir hlutu minniháttar meiðsl þegar neðanjarðarlest fór út af sporinu á Manhattan í New York í dag. Hundruð farþega voru föst í lestarvögnum í rúmlega eina og hálfa klukkustund á meðan greitt var úr vandanum. Óhappið varð á milli tveggja...
28.06.2017 - 00:50

Heimurinn treystir ekki Trump

Traust á forystu Bandaríkjanna hefur snarminnkað á heimsvísu síðan Donald Trump tók við embætti forseta í landsins, ekki síst meðal náinna samstarfsríkja Bandaríkjanna. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem New York Times fjallar um....
27.06.2017 - 04:23

Hæstiréttur heimilar ferðabann Trumps að hluta

Hæstiréttur í Bandaríkjunum aflétti í dag, að hluta til, lögbanni á ferðabann Donalds Trumps á íbúa sex ríkja í heiminum. Niðurstaða hæstaréttar þykir mikill sigur fyrir Bandaríkjaforseta, en ríkissaksóknarar nokkura ríkja hafa látið reyna á lögmæti...
26.06.2017 - 16:35

Flýja undan skógareldum í Utah

Fimmtán hundruð manns hafa orðið að flýja að heiman í Utah í Bandaríkjunum vegna kjarr- og skógarelda. Um það bil eitt þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana, sem brenna á 174 ferkílómetra svæði. Þeim varð nokkuð ágengt í gær í baráttu við eldana...
26.06.2017 - 07:29

Brutust inn í opinberar vefsíður

Brotist var inn í nokkrar opinberar vefsíður í Ohio-fylki Bandaríkjanna í dag og þær látnar sýna áróður fyrir hið svokallaða Íslamska ríki. Þar á meðal var vefsíða ríkisstjórans, Johns Kasichs. Skilaboðin eru sett fram á svartan bakgrunn og stendur...
26.06.2017 - 01:35

44 prósent þekkja fórnarlamb skotárásar

44 prósent Bandaríkjamanna segjast þekkja manneskju sem orðið hafi fyrir byssuskoti, viljandi eða fyrir slysni. Byssueigendur voru fleiri í þessum hópi en þeir sem ekki áttu skotvopn; 51 prósent á móti 40 prósentum þeirra sem eiga ekki skotvopn.
25.06.2017 - 12:35

„Átrúnaður“ á Edward Snowden fjölgar lekum

Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, segir að stemma þurfi stigu við upplýsingalekum á leynilegum gögnum til almennings. Hann kennir átrúnaði á uppljóstraranum Edward Snowden um aukna tíðni upplýsingaleka. Guardian greinir frá...
25.06.2017 - 00:27

Schwarzenegger og Macron hnýta í Trump

Bandaríski kvikmyndaleikarinn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, birti í dag myndskeið á Twitter síðu sinni þar sem hann sést með Emmanuel Macron forseta Frakkands. Í myndskeiðinu segjast þeir berjast fyrir því að gera...
24.06.2017 - 17:13

Efins um hlutleysi Muellers

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir efasemdum um hlutleysi Roberts Muellers, sem fer með rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra. Hann sagði að vinátta hans við James Comey væri truflandi, en Comey...
24.06.2017 - 06:38

„Þetta er árás á Donald Trump“

Umdeild uppsetning leikhússins Public Theater í New York á leikritinu Julius Caesar eftir William Shakespeare vakti á dögunum mikla umræðu. Mótmælendur í salnum trufluðu sýninguna fyrir að vega að forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
20.06.2017 - 16:59

„Þungt og kalt rapp“

Bandaríski rapparinn Albert Johnson, betur þekktur sem Prodigy og annar helmingur hiphop tvíeykisins Mobb Deep, lést nú á dögunum aðeins 42 ára gamall. Hann var ætíð samkvæmur sjálfum sér og hélt sig á jaðrinum en skilur eftir sig stórt spor í heimi...
22.06.2017 - 14:47
Bandaríkin · Hiphop · Lestin · rapp · Tónlist · Menning

Cosby heldur borgarafundi um kynferðisofbeldi

Gamanleikarinn Bill Cosby hyggst halda borgarafundi víða um Bandaríkin í næsta mánuði. Guardian greinir frá þessu. Þar ætlar hann að ræða við ungt fólk um kynferðisofbeldi - þá helst, miðað við orð talsmanna hans, hvernig á að forðast að vera...
23.06.2017 - 04:42