Austurríki

Mega taka fæðingarstað Hitlers eignarnámi

Hæstiréttur Austurríkis hefur samþykkt eignarnám hússins þar sem Adolf Hitler fæddist. Stjórnvöld sögðu það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að húsið yrði að einhvers konar helgistað nýnasista. Lagt hefur verið til að húsið verði rifið, en...
30.06.2017 - 14:03

Loftslagsáhyggjur stöðva ekki flugbrautargerð

Stjórnarskrárdómstóll Austurríkis hefur fellt úr gildi úrskurð neðra dómstigs sem bannaði að flugbrautum Vínarflugvallar yrði fjölgað úr tveimur í þrjár vegna áhrifa þess á loftslagsbreytingar. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöður að fyrri...

Hröpuðu til bana í austurrísku Ölpunum

Austurrískur björgunarmaður og kona, sem hafði verið í fjallgöngu í Ölpunum, létu lífið í gær þegar þau hröpuðu úr mikilli hæð niður í gljúfur. Konan og maður hennar lentu í erfiðleikum á fjallinu og báðu um aðstoð. Þegar verið var að hífa öll þrjú...
05.06.2017 - 14:19

Öngþveiti í Austurríki vegna snjóa - myndskeið

Lögregla og slökkvilið hafði í nógu að snúast víða í Austurríki í dag þegar snjó tók að kyngja niður. Þungfært varð jafnt í þéttbýli og á vegum úti. Aðalþjóðvegurinn, A1, lokaðist í dag og aftur í kvöld í grennd við Vínarborg.
19.04.2017 - 23:59

Tónleikum aflýst vegna stjórnmálatengsla

Stjórnendur Ólympíuhallarinnar í Innsbruck í Austurríki ákváðu í gær að aflýsa tónleikum sem til stóð að halda þar á morgun. Tónlistarmennirnir voru allir tyrkneskir og töldu stjórnendur hallarinnar að viðburðurinn yrði af pólitískum toga. The Local...
17.03.2017 - 05:25

„Harald Hitler“ handtekinn í Braunau

Maður á þrítugsaldri var handtekinn í bænum Braunau í Austurríki síðdegis á mánudag, sakaður um að hafa brotið lög sem banna upphafningu nasismans. Maðurinn, sem kallar sig Harald Hitler, var gripinn utan við æskuheimili Adolfs Hitlers í Braunau....
14.02.2017 - 01:36

Myrti þrjú börn sín, móður og bróður

35 ára, austurrísk kona myrti þrjú börn sín, móður sína og bróður og framdi sjálfsmorð í kjölfarið. Frá þessu er greint í austurrískum fjölmiðlum í dag. Í vefútgáfu blaðsins Kurier er haft eftir lögreglu, að ýmislegt bendi til þess að konan hafi...
02.12.2016 - 01:31

Húsið sem Hitler fæddist í verður rifið

Wolfgang Sobotka, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði í dag við þarlenda fjölmiðla að húsið þar sem Adolf Hitler fæddist, verði rifið.
17.10.2016 - 14:53

Myndskeið: Bilaðir kjörseðlar seinka kosningum

Allt bendir til þess að fresta verði forsetakosningum í Austurríki, sem fara áttu fram sunnudaginn 2. október. Komið hefur í ljós að lím er gallað á umslögum utan um utankjörfundaratkvæði sem kjósendur eiga að geta sent í pósti.
11.09.2016 - 12:20

Segir skatta risafyrirtækja lægri en pylsusala

Alþjóðleg risafyrirtæki á borð við Amazon og Starbucks greiða minna í skatta í Austurrríki en meðal pylsustandur eða kaffihús segir Christian Kern, kanslari ríkisins. Í viðtali sem birtist í blaðinu Der Standard í gær segir Kern að...
03.09.2016 - 10:37

Kveikt í flóttamannamiðstöð í Austurríki

Um 200 slökkviliðsmönnum mistókst að bjarga flóttamannamiðstöð í Altenfelden í Austurríki sem kveikt var í í nótt. Flóttamannamiðstöðin gjöreyðilagðist í eldinum. Þar áttu 48 hælisleitendur að fá húsaskjól á næstu vikum.
01.06.2016 - 14:58

Austurríkismenn herða flóttamannalögin

Austurríska þingið samþykkti í dag breytingar á flóttamannalögum landsins, sem gera þau ein hin ströngustu í Evrópu. Þau heimila stjórnvöldum meðal annars að lýsa yfir neyðarástandi ef flóttamönnum og hælisleitendum fjölgar skyndilega í landinu....
27.04.2016 - 15:55