austurland

Tilboði Hulins í Blómsturvelli tekið

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að taka tilboði leigufélagsins Hulins ehf. í húsnæði að Blómsturvöllum 26 til 32 í Neskaupstað. Þar var áður leikskóli. Tilboðið hljóðar upp á fimmtán milljónir króna.
28.06.2017 - 06:57

Mylja silfurbergið niður í leit að tærum mola

Ferðamenn sem koma í Helgustaðanámu í Reyðarfirði virðast ekki aðeins stela þaðan fágætum silfurbergskristölum heldur mylja þá einnig niður á staðnum í leit að tærum mola. Landvörður hefur verið ráðinn í námuna í sumar.
27.06.2017 - 22:08

Vilja tvo firði eldislausa og gjald á kvíar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill að sérstök gjöld verði lögð á mannvirki í sjó svo sem eldiskvíar. Þetta kemur fram í stefnu sveitarfélagsins í fiskeldismálum en þar leggst sveitarfélagið gegn öllu eldi í Viðfirði og Hellisfirði. Þó mikil uppbygging...
27.06.2017 - 10:35

Útsvar getur lent í röngu sveitarfélagi

Útsvar útlendinga sem staldra stutt við og eiga ekki rétt á lögheimili rennur ekki endilega til sveitarfélagsins þar sem þeir starfa. Útsvarstekjur frá útlendingum sem vinna á landinu í skamman tíma, en hafa ekki lögheimili hér og fá svokallaða...
27.06.2017 - 09:39

Tjón á um 40 stöðum - gólf þakin leðju

Seyðfirðingar unnu að því alla helgina að hreinsa upp aur og leðju sem komu niður fjallshlíðar í forátturigningum á föstudagskvöld. Enn er mikið verk óunnið en leðjan flæddi inn í hús og telur viðlagatrygging að tjón hafi orðið á um 40 stöðum....
26.06.2017 - 19:31

Vilja Bakkafjörð inn í „Brothættar byggðir“

Bakkafirðingar vilja komist inn í verkefnið Brothættar byggðir og það verði liður í aðgerðum gegn alvarlegum byggðavanda þar. Byggðastofnun hefur veitt umtalsverðum veiðiheimildum til Bakkafjarðar en brot eins fyrirtækis á þeim samningum hefur...
26.06.2017 - 19:29

Var nokkra daga á sjúkrahúsi eftir árás sonar

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að smygla hassi frá Íslandi til Grænlands og fyrir fólskulega árás á föður sinn á heimili foreldra sinna. Faðirinn hlaut mikla áverka á höfði og þurfti að liggja nokkra daga...
26.06.2017 - 19:28

Skipstjórinn neitaði sök í Jökulsárlónsmáli

Skipstjóri hjólabáts, sem bakkaði á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón fyrir tveimur árum með þeim afleiðingum að kona lést, neitaði sök þegar ákæran var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Verjandi hans fékk frest til að leggja fram...
26.06.2017 - 11:24

Malarvegir illa farnir eftir úrhellisrigningu

Starfsmenn Vegagerðarinnar í Fellabæ standa í ströngu í dag og næstu daga við að hefla malarvegi á Austurlandi. Vegirnir eru mjög holóttir eftir úrhellisrigningu um helgina.
26.06.2017 - 09:22

Mikilvægt að tilkynna tjón sem fyrst

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir mikilvægt að tilkynnt verði sem fyrst um þau tjón sem orðið hafa á Austurlandi í úrkomunni undanfarinn sólarhring. Eignatjón sé talsvert á Seyðisfirði og það falli undir...
24.06.2017 - 18:45

Jusu vatni og yfirgáfu hús -myndband og viðtöl

Úrhellisrigning á Austurlandi hefur valdið flóðum á bæði Seyðisfirði og Eskifirði. Á Eskifirði flæddi Hlíðarendaá yfir bakka sína en á Seyðisfirði flæddi vatn inn í hús og íbúar þriggja húsa við Fossgötu voru beðnir að finna sér annan næturstað þótt...
24.06.2017 - 01:51

Íbúar við Fossgötu yfirgefa hús sín

Íbúar þriggja húsa við Fossgötu á Seyðisfirði ákváðu að yfirgefa hús sín í kvöld og ætla að gista annarsstaðar. Búðará, sem rennur nálægt húsunum, hefur vaxið griðarlega og Búðarárfoss, fyrir ofan húsin, er orðinn ansi hrikalegur, eins og sjá má á...
23.06.2017 - 22:59

„Þetta verður sennilega erfið nótt“ - myndband

„Við erum búin að reyna að dæla vatninu úr húsinu með bölum og reyna að koma vatninu í burtu. Það er mishæðótt í húsinu og það flæðir ekki inn í allan kjallarann,“ segir Skúli Vignisson, íbúi á Garðarsvegi á Seyðisfirði. Hann segir að bæjarbúar hafi...
23.06.2017 - 22:35

Stærstur hluti falli undir viðlagatryggingar

Viðlagatrygging Íslands hefur sent fulltrúa á Seyðisfjörð og Eskifjörð til að meta aðstæður vegna vatnsflóða og skriðufalla sem orðið hafa í dag og kvöld.
23.06.2017 - 22:27

Flæðir inn í hús á Seyðisfirði

Mikið vatnsveður er nú á Austurlandi og hefur bæði Fjarðará á Seyðisfirði flætt yfir bakka sína og Dagmálalækur sem liggur milli tveggja lóða í bænum er orðinn ansi vígalegur, segir Margrét Urður Snorradóttir, sem býr í einu húsanna við lækinn. 
23.06.2017 - 21:05