Suðurland

Breyttu fjósi í vinnustofu

Mágkonurnar Eva Dögg Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa komið sér vel fyrir í gömlu fjósi í Garðakoti, rétt fyrir utan Vík. Þar hanna þær hina ýmsu listmuni, mála, sauma, búa til kerti og gjafakort undir merkinu EY Collection. Nafnið...
18.04.2017 - 09:53

Skjálfti upp á 4,2 í Bárðarbungu

Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í Bárðarbungu á nokkurra mínútna tímabili í kringum klukkan tólf í dag. Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Jarðskjálftar eins og þessi hafa reglulega fundist í Bárðarbungu frá upphafi skjálftavirkni í Bárðarbungu og...
17.04.2017 - 12:39

Grunaður nauðgari áfram í gæsluvarðhaldi

Spænskur karlmaður, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan febrúar grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi, verður í gæsluvarðhald til 8. maí. Hæstiréttur staðfesti fyrir helgi úrskurð Héraðsdóms...
14.04.2017 - 16:38

Ríkið sýknað vegna vatnsþurrðar í Grenlæk

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið og Skaftárhrepp af stefnu veiðirétthafa í Grenlæk. Rétthafarnir töldu sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna tveggja framkvæmda sem hefðu leitt af sér vatnsþurrð og röskun á lífríki...
14.04.2017 - 15:22

Þurfa samning til að starfa á Þingvöllum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrir helgi drög að frumvarpi um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarð. Í frumvarpsdrögunum er lagt bann við rekstri atvinnutengdrar starfsemi innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum...
14.04.2017 - 08:31

Víða hálka á vegum

Hálka er á vegum víða á landinu og snjóþekja víða á Vestfjörðum og Norðurlandi. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna að því að hreinsa vegi þar sem þess er þörf. Ófært er á Hrafneyrarheiði, Dynjandisheiði og Öxi.
12.04.2017 - 08:11

Skaðabótaskyld vegna hests sem sturlaðist

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands um að hestaleigan Kálfholt sé skaðabótaskyld eftir að hestur kastaði konu af baki í skipulagðri hestaferð á vegum fyrirtækisins fyrir tæpum fjórum árum. Hesturinn tók skyndilega á rás þegar konan...
11.04.2017 - 15:38

Ekki hægt að sanna ásetning til kynferðisbrota

Maður á sextugsaldri var sýknaður, af ákæru um kynferðisbrot gegn 23 ára gamalli þroskahamlaðri konu, í Héraðsdómi Suðurlands í nýliðnum mars. Hæstiréttur hafði úrskurðað manninn í nálgunarbann á meðan rannsókn málsins stóð.
09.04.2017 - 19:12

Skipaflutningar til og frá Þorlákshöfn hafnar

Færeyskt skipafélag hefur hafið ferjusiglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Stjórnarformaður félagsins segist búast við aukinni eftirspurn á flutningum í ljósi aukins fiskeldis.
08.04.2017 - 20:00

Almannavarnanefnd hefur áhyggjur af mönnun

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja hefur áhyggjur af uppsögnum starfsmanna á flugvellinum í Eyjum. ISAVIA ákvað nýlega að fækka starfsmönnum úr fimm í þrjá og eiga þeir bæði að sinna flugturni og öryggisviðbúnaði. Segir í bókun nefndarinnar að...
06.04.2017 - 15:11

Nær enginn hvalur sjáanlegur á loðnuvertíðinni

Nær ekkert sást af hval á nýliðinni loðnuvertíð, en til þessa hefur hvalur verið til mikilla vandræða við veiðarnar. Líklegt er talið að hvalurinn hafi leitað annað eftir æti og því ekki fylgt hrygningagöngu loðnunnnar við landið eins og undanfarin...
06.04.2017 - 14:40

Fékk verjanda 4 árum eftir að málið kom upp

Dæmdur barnaníðingur fékk verjanda meira en fjórum árum eftir að hann játaði að eiga hátt í fimmtíu þúsund ljósmyndir og 500 hreyfimyndir sem sýna barnaníð. Maðurinn hlaut einungis skilorðsbundinn dóm vegna þess hve langan tíma rannsókn málsins tók.
04.04.2017 - 12:50

Nógu erfitt þó ekki verði handvömm

„Það er nógu erfitt að koma málum í gegnum réttarkerfið þó ekki komi til einhvers konar handvömm,“ segir Guðrún Jónsdóttir, hjá Stígamótum, um eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm yfir Gunnari Jakobssyni. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands...
03.04.2017 - 21:18

Gunnar slapp þar sem rannsókn á málinu dróst

Fjögur ár liðu frá því að mikið magn af myndefni sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt fannst á heimili Gunnars Jakobssonar, þekkts barnaníðings, og þar til dómur féll í málinu. Gunnar, sem áður hét Roy Svanur Shannon, var dæmdur í...
03.04.2017 - 18:23

Verslunarstjórinn krefur Subway um miskabætur

Kona, sem var í gær sýknuð af ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um fjárdrátt upp á rúmar 12 þúsund krónur hjá Subway, hefur höfðað mál á hendur skyndibitakeðjunni þar sem hún krefst ógreiddra launa, launa fyrir uppsagnarfrest og miskabætur upp...
31.03.2017 - 10:43