Stjórnmál

Lýsir vilja til að bæta aðstöðu HB Granda

Bæjarstjórn Akraness vill skipuleggja lóðir fyrir HB Granda og bæta aðstöðu við Akraneshöfn til að fyrirtækið geti byggt upp starfsemi þar. Hún óskar þess að áformum þeirra um að loka botnfiskvinnslu verði frestað.
28.03.2017 - 17:42

Rannsaka fullyrðingar um njósnir Tyrkja

Saksóknarar í Þýskalandi ætla að rannsaka fullyrðingar um að tyrkneskir njósnarar hafi fylgst með fólki sem grunað er um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen þar í landi. Búast má við að samskipti ráðamanna þjóðanna versni enn frekar við...
28.03.2017 - 16:50

Skoska þingið styður kröfu um þjóðaratkvæði

Skoska þingið samþykkti í dag með 69 atkvæðum gegn 59 að heimila Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra heimastjórnarinnar, að fara formlega fram á að breska stjórnin heimili að Skotar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
28.03.2017 - 16:28

Boðar framkvæmdir á Akranesi fyrir HB Granda

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ætlar að senda frá sér viljayfirlýsingu síðar í dag, um hvað sveitarfélagið sé tilbúið að gera til að mæta þörfum HB Granda og gera fyrirtækinu áfram kleift að stunda botnfiskvinnslu í bænum. Sævar Freyr Þráinsson,...
28.03.2017 - 15:49

Skoðar óskýra stjórnsýslu ferðamála

Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana á sviði ferðamála er óskýr, að mati Ríkisendurskoðunar, sem hefur hafið skoðun á málaflokknum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir ekki sérlega góða stjórnsýslu að Stjórnstöð ferðamála hafi verið sett á...
28.03.2017 - 14:34

Biðst afsökunar á stuðningi við United Silicon

„Ég sem þingmaður vil biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljóna króna stuðning skattgreiðenda að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru grundvölluð á taxta sem er undir...
28.03.2017 - 14:15

Ekki líklegt að Bretar gangi í EFTA í bráð

Á morgun hefst formleg útganga Breta úr Evrópusambandinu þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virkjar 50. grein Lissabon-sáttamála sambandsins, ákvæði sem leyfir útgöngu sambandsþjóðar. Sir Tim Barrow, erindreki Breta í Brussel, gengur á...
28.03.2017 - 17:11

Lækkun veiðigjalda til að auka atvinnuöryggi

Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að lækkun gjalda á útgerðina er ein þeirra leiða sem menn verða að horfa til ef þeir vilja treysta rekstraröryggi í sjávarútvegi og atvinnuöryggi starfsfólks. Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður...
28.03.2017 - 13:50

Forsíða Daily Mail fær harða dóma

Forsíða breska dagblaðsins Daily Mail í dag hefur verið fordæmd víða um heim, á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þar er birt mynd af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands. Fyrirsögn...
28.03.2017 - 13:22

„Ég er bæði sorgmædd og reið“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kveðst bæði sorgmædd og reið vegna áforma HB Granda um að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi. Á fyrirtækinu hvíli rík samfélagsleg ábyrgð og því beri að tryggja trausta byggð og atvinnu í landinu...
28.03.2017 - 12:14

Búnaðarbankaskýrsla afhent á morgun

Forseti Alþingis fær á morgun afhenta skýrslu Rannsóknarnefndar þingsins, sem fékk það hlutverk í fyrra að að skoða þáttöku þýska bankans Hauck og Aufhäuser á kaupum í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Að lokinni afhendingu skýrslunnar, klukkan tíu,...
28.03.2017 - 09:55

Kannabisneysla lögleg í Kanada frá júlí 2018

Ríkisstjórn Justins Trudeau og Frjálslynda flokksins leggur á næstu vikum fram lagafrumvarp um lögleiðingu kannabisneyslu í Kanada. Samkvæmt frumvarpinu verður almenn neysla kannabisefna lögleg alstaðar í Kanada frá júlí á næsta ári. Þar með yrði...
28.03.2017 - 06:34

Joe Biden hefði viljað verða forseti

Joe Biden, sem gegndi embætti varaforseta Bandaríkjanna á valdatíma Baracks Obama, telur að hann hefði getað lagt Donald Trump að velli ef hann hefði boðið sig fram í forsetakosningunum í fyrra. Biden sagði þetta á fundi með nemendum Colgate...
28.03.2017 - 03:09

Erfitt að tímasetja Vestfjarðavegsframkvæmdir

Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir erfitt að meta hvenær framkvæmdir geti hafist við Vestfjarðaveg um Gufudalssveit, reynist álit Skipulagsstofnunar jákvætt. Þetta kom fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur,...
27.03.2017 - 21:50

Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans

Jafnt kaupendur sem seljendur að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser þegar skrifað var undir kaupsamninginn 16. janúar 2003. Samkvæmt bréfi Rannsóknarnefndar Alþingis til þeirra sem...
27.03.2017 - 15:38