Stjórnmál

Vill „litla Hafró“ fyrir ferðaþjónustuna

Ráðherra ferðamála fagnar tillögum OECD um aðgerðir í ferðaþjónustu og vill efla rannsóknir til að byggja á við ákvarðanir um að takmarka aðgengi að viðkvæmum svæðum. Það svigrúm sem verði í fjárlögum næsta árs verði notað, meðal annars, til að koma...
27.06.2017 - 22:21

Kjararáð fær kaldar kveðjur fyrir launahækkun

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja morgunljóst að margir af þeirra félagsmönnum séu bæði „agndofa og æfir af reiði yfir þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka enn og aftur þá sem heyra...
27.06.2017 - 14:59

Manuel Valls hættur í Sósíalistaflokknum

Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, er genginn úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við miðflokk Emmanuels Macrons forseta, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum. Í viðtali við útvarpsstöð RTL segir Valls...
27.06.2017 - 13:54

OECD: Hækka á virðisaukaskatt á ferðaþjónustu

OECD, efnahags- og framfarastofnunin í París, segir í nýrri skýrslu sinni sem kynnt var í dag að hagvöxtur sé mestur á Íslandi af löndum OECD. Þetta skapi þó vissar hættur, þensla geti valdið ofhitunin og því sé mikilvægt að aðhald í opinberum...
27.06.2017 - 11:01

Google fær hæstu sekt sem ESB hefur beitt

Evrópusambandið hefur sektað Google netþjónusturisann um tvo milljarða og fjögur hundruð og tuttugu milljónir evra fyrir brot á samkeppnisreglum. Í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirtækið hafi sett sínar eigin vörur í forgang á...
27.06.2017 - 10:35

Kjósa þarf að nýju í Mongólíu

Kjósa þarf að nýju milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í forsetakosningum í Mongólíu í gær. Khaltmaa Battulga, frambjóðandi stjórnarandstæðinga, úr Lýðræðisflokknum, fékk 38 prósent atkvæðanna. Mieygombo Enkhbold, forseti mongólska þingsins...
27.06.2017 - 09:27

Andstaða ráðherranna á misskilningi byggð

Andstaða nokkurra ráðherra ríkisstjórnarinnar við hugmyndir samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri er á misskilningi byggð. Þetta segir forsætisráðherra. Hann segir ástandið við Reykjavíkurflugvöll ekki boðlegt.
25.06.2017 - 11:56

Vill skoða hertar refsingar í skattsvikamálum

Forsætisráðherra segir að skoða verði hvort herða eigi refsingar vegna skattalagabrota. Tillögur um að draga úr notkun reiðufjár séu óraunhæfar. Tíu þúsund króna seðillinn verður ekki tekinn úr umferð.
23.06.2017 - 20:14

Laun forsetaritara leiðrétt um tíu mánuði

Kjararáð ákvað á fundi sínum í gær að leiðrétta laun Örnólfs Thorssonar um tíu mánuði eða frá 1. október á síðasta ári. Laun forsetaritara verða eftir breytinguna rúmar 1,3 milljónir en ekki kemur fram hver laun forsetaritara voru. Kjararáð segir í...
23.06.2017 - 19:50

Sameining verði öllum til hagsbóta

Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar ræddu möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja á fundi í gær. Ákveðið var að hefja formlega könnun á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin.
23.06.2017 - 17:16

Ræða sameiningu Skagabyggðar og Skagafjarðar

Rætt var um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar í gær. Á fundinum hófust formlegar viðræður um kosti þess að sameinast.
23.06.2017 - 14:53

„Mueller, þú ættir að skoða Ísland“

Timothy L. O'Brien, margverðlaunaður blaðamaður sem skrifar nú fyrir bandaríska fréttavefinn Bloomberg, heldur áfram að fjalla um viðskipti íslenska fjárfestingafélagsins FL Group og bandaríska fasteignafélagsins Bayrock og tengslin við Donald...
23.06.2017 - 14:08

Bjarni vill ekki draga úr notkun peningaseðla

Hugmyndir um að draga úr notkun peningaseðla verða settar á ís vegna andstöðu við þær. Þetta segir fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er ekki hrifinn af hugmyndinni.
23.06.2017 - 12:42

Býður þegnum ESB sömu réttindi og Bretar njóta

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Brexit-samninganefnd Evrópusambandsins að hún sé reiðubúin að bjóða ríkisborgurum ESB-ríkja sem hafi dvalið í Bretlandi í fimm ár sömu réttindi og Bretar njóta, að minnsta kosti þegar komi að...
22.06.2017 - 22:27

Ríkið verði af allt að 6 milljörðum á ári

Fjármálaráðherra segir að eftir töluverðu sé að slægjast fyrir ríkissjóð þar sem milljarðatugir hafa safnast upp á erlendum bankareikningum. Sumt sé til komið vegna milliverðlagningar og faktúrufölsunar.
22.06.2017 - 21:47