Stjórnmál

Komið að ögurstundu í Framsóknarflokknum

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, segir að komið sé að ögurstundu og uppgjöri í Framsóknarflokknum, og svo virðist sem mjög stór hluti þingflokks Framsóknarflokksins hafi glatað trúnni á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins.
25.09.2016 - 13:11

„Hef ekki setið að svikráðum við nokkurn mann“

Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir þingflokkinn hafa ætlað að lýsa yfir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, í byrjun apríl. Því hafi verið afstýrt til að gefa formanninum tækifæri til að...
25.09.2016 - 12:54

Bjarni: Hlúum að þeim sem minna mega sín

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að höfuðskylda okkar allra sé að hlúa að þeim sem minna mega sín. Efnahagur fólks eigi ekki að ráða aðgengi að heilbrigðisþjónustu og að taka verði vel á móti flóttamönnum.
25.09.2016 - 12:36

Þingflokkurinn vildi setja Sigmund Davíð af

Sigurður Ingi Jóhannsson segir að þingflokkurinn hafi komið sér saman um það, tveimur dögum eftir að Kastljósþátturinn þar sem fjallað var um Wintrismálið var sýndur í apríl, að Sigmundur Davíð myndi láta af embætti. Hann segir að rætt hafi verið um...
25.09.2016 - 11:30

Ekki tókst að kjósa nýjan forseta í Eistlandi

Eistar eru enn án forseta eftir að þingheimi og 234 manna hópi sveitarstjórnarfólks alstaðar að af landinu mistókst á laugardag að knýja fram afgerandi úrslit. Kosið var í tveimur umferðum. Í þeirri fyrri var kosið milli fimm frambjóðenda, en í...
25.09.2016 - 05:23

„Enginn einn maður stærri en flokkurinn“

Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir engan einn mann stærri en flokkinn. Hann segir samband sitt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki gott og telur vænlegra fyrir Framsóknarflokkinn að hann leiði í flokkinn í komandi...
24.09.2016 - 22:35

„Það varð trúnaðarbrestur innan þingflokksins“

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðisráðherra, segir að síðasta vor hafi orðið trúnaðarbrestur innan Framsóknarflokksins. Hún vill að Framsóknarflokkurinn fái tækifæri til að ræða um hugsjónir sínar og verk, en ekki einhvern einstakling. Því telur...
24.09.2016 - 19:32

Segir Sigurð Inga hafa gengið bak orða sinna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að framboð Sigurður Inga Jóhannsson til formanns Framsóknarflokksins valdi honum vonbrigðum. Hann segir Sigurð Inga margoft hafa sagt að hann ætli ekki að fara gegn honum í formannsslaginn.
24.09.2016 - 19:19

Segist ekki vita hvað gerist ef illa fer

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki hafa leitt hugann að því hvað hann geri ef hann verður ekki kjörinn formaður Framsóknarflokksins að nýju á flokksþingi Framsóknarflokksins. Þetta sagði hann í viðtali í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö.
24.09.2016 - 19:00

Segir flokkinn vilja almenningsvæða bankana

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn ætla að lækka skatta og setja bankana á markað. Þetta sagði hann í ræðu sinni á flokksráðsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bjarni segir brýnt að selja bankana til almennings. Þá segir...
24.09.2016 - 18:17

Áherslur Sjálfstæðisflokksins tíundaðar

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti í dag ályktun þar sem áherslur flokksins í hinum ýmsu málaflokkum eru tíundaðar. Í inngangi kemur fram að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að greiða niður skuldir ríkissjóðs gefist á...
24.09.2016 - 17:39

Hollande ætlar að loka „frumskóginum“

Francois Hollande, forseti Frakklands, kynnti í dag áætlun um lokun búða við Calais sem kallaðar hafa verið frumskógurinn, „la jungle“. 
24.09.2016 - 16:16

Styður Sigurð Inga í formannskjörinu

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, styður Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í formannskjöri Framsóknarflokksins. Hann lýsti því yfir á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa staðið sig vel sem forsætisráðherra við...
24.09.2016 - 15:07

„Kann að hljóma eins og loforðasúpa“

„Það eru til nægir fjármunir og náttúruauðlindir í landinu, sem við öll eigum saman og eigum að njóta arðsins af,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Hún vill auka fjármagn til...
24.09.2016 - 14:43

„Þingflokknum hefur liðið illa“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þingflokki og grasrót Framsóknarflokksins hafi liði illa frá því í apríl, þegar Wintrismálið kom upp. Hún vill að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra leiði Framsóknarflokkinn í...
24.09.2016 - 12:29