Stjórnmál

Kennarar leita vinnu utan Reykjavíkur

„Við höfum lent á því núna liðnu skólaári að kennarar ákváðu að færa sig um set frá Reykjavík og fara yfir í nágrannasveitarfélögin því þar fengu þeir betri starfsaðstæður og jafnvel betur borgað,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla.
29.08.2016 - 23:14

Vill að gildistími búvörusamninga verði 3 ár

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í atvinnuveganefnd, vill að gildistími búvörusamninga verði skýrt afmarkaður við þrjú ár. Meirihlutinn hefur afgreitt búvörusamninga úr nefndinni og leggur til víðtæka endurskoðun þeirra árið 2019 í...
29.08.2016 - 21:51

Skilur ekki ákvörðun Fangelsismálastofnunar

Viðmiðin þurfa að vera skýr og það þarf að vera samræmi á milli þess hvernig löggjafinn ætlar sér að hafa hlutina og hvernig þeir virka á gólfinu. Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um hvernig Fangelsismálastofnun beitir nýjum...

Feðrun verði felld út úr lögum um barnalífeyri

Meirihluti velferðarnefndar leggur til að breyting á lögum um almannatryggingar verði samþykkt hvað varðar barnalífeyri.
29.08.2016 - 16:18

Opinn fyrir umræðu um bónusgreiðslur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist vera opinn fyrir umræðu um það með hvaða hætti eigi að búa um bónusgreiðslur í fjármálafyrirtækjum.
29.08.2016 - 16:10

Fullyrðing um tafir standist ekki

Átta mánuðir liðu frá því fjármálaráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól þar til þau voru keypt í maí árið í fyrra fyrir jafnvirði 38 milljóna króna. Gögnin varða 585 fyrirtæki í eigu Íslendinga.
29.08.2016 - 15:49

Fella út ákvæði um verðlag og kosið á ný

Meirihluti atvinnuveganefndar hefur afgreitt búvörulög með róttækum breytingum. Lagt er til að fella burt ákvæði um verðlag á landbúnaðarvörum og heildaratkvæðagreiðsla um samningana verður meðal bænda árið 2019 og afgreiðsla Alþingis í framhaldi af...
29.08.2016 - 12:07

Rúmur helmingur tryggir jafnt kynjahlutfall

Að minnsta kosti þrettán stjórnmálaflokkar gætu boðið fram í Alþingiskosningum í haust. Gert er ráð fyrir að framboðslistar verði tilbúnir í september. Rúmur helmingur flokkanna hefur ákvæði sem tryggja að ekki halli á kynin í efstu sætum listanna...
28.08.2016 - 19:51

19 kynferðisbrotamenn fengið ökklaband

Nítján kynferðisbrotamenn hafa lokið afplánun undir rafrænu eftirliti frá því úrræðið hófst árið 2012. Reynslulausn veitir brotamönnum ákveðið aðhald, segir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðferð brotamanna. 159 fangar hafa lokið afplánun...
28.08.2016 - 19:33

Aðeins fjórtán frá 2007 vilja á þing í haust

Fáir þingmenn með mikla reynslu sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum í haust. Að minnsta kosti nítján þingmenn ætla ekki að bjóða sig fram og aðeins þrjár konur sem voru við þingsetninguna 2007 vilja halda áfram.
28.08.2016 - 19:17

Mikil endurnýjun ekki þinginu til góða

Það er ekki Alþingi til góða og er hluti af vanda þess hversu miklar breytingar hafi orðið á skipan þingmanna í síðustu þingkosningunum. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Hann vonar þó að átakastjórnmál síðustu ára séu að baki....
28.08.2016 - 12:43

Segir blökkumenn vera óvini ríkisins

Kallað hefur verið eftir afsögn Paul LePage, ríkisstjóra Maine, eftir að hann sagði blökkumenn og fólk frá Rómönsku Ameríku vera óvini ríkisins . Hart hefur verið sótt að ríkisstjóranum vegna orða sem hann hefur látið falla síðustu sólarhringa og...
27.08.2016 - 20:36

Þorsteinn líklega að hætta á þingi

Þorsteinn Sæmundsson, sem sóttist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, gaf ekki kost á sér í annað sætið eftir að hafa tapað fyrir Karli Garðarssyni í baráttunni um oddvitasætið. Þorsteinn segist ekki hafa ákveðið...
27.08.2016 - 16:30

Vill hóflegri gistiaðstöðu í Landmannalaugum

Umhverfisstofnun telur of mikið að 500 manns geti komist í gistingu við Námshraun í framtíðaruppbyggingu Landmannalauga og mælist til þess að gert verði ráð fyrir hóflegri gistiaðstöðu innan friðlandsins. Stofnunin tekur undir áætlanir varðandi...
27.08.2016 - 15:15

Lilja og Karl leiða lista Framsóknar

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, og Karl Garðarsson, þingmaður, leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur - Lilja var sjálfkjörin í Reykjavík suður. Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson, báðir þingmenn flokksins,...
27.08.2016 - 12:04