Fagnaði sextugsafmæli við dómnefndarstörf

Helga Möller fagnaði sextugsafmæli sínu í gær við dómnefndarstörf fyrir Eurovision í Efstaleiti. Hún söng, eins og flestir sjálfsagt vita, fyrsta lagið sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1986.
13.05.2017 - 16:00

Orðinn þreyttur eftir mikið fjölmiðlafár

Líklegt þykir að ítalski keppandinn Francesco Gabbani hái harða baráttu við portúgalska söngvarann Salvador í úrslitum Eurovision í kvöld. Francesco flytur lagið „Occidentali's Karma“ og hefur vakið athygli fyrir óheflaða sviðsframkomu og...
13.05.2017 - 15:17

Sagan á bak við umdeilt sigurlag Úkraínu

Sigurlag Úkraínumanna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra, 1944 með söngkonunni Jamölu, var umdeilt. Rússar sögðu lagið pólitískan áróður, en það fjallar um það þegar sovésk stjórnvöld létu flytja nær alla krímtatörsku þjóðina nauðuga...
13.05.2017 - 12:49

Portúgalski keppandinn alvarlega hjartveikur

Úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fara fram í kvöld en tuttugu og sex þjóðir keppa. Atkvæði dómnefndar vega helming á móti atkvæðum áhorfenda en þetta nýja fyrirkomulag gerir keppnina afar óútreiknanlega. Salvador Sobral vakti...
13.05.2017 - 08:42

Franski fulltrúinn kaus Macron sem forseta

Franska sögkonan Alma flytur lagið Requiem í úrslitum Eurovision annað kvöld. Hún er jafnframt einn af höfundum lagsins. Frakkland er ein af þeim fimm þjóðum sem ekki þarf að taka þátt í undankeppni Eurovision vegna fjárframlaga til keppninnar. „...
12.05.2017 - 16:23

„Fattaði að ég væri hommi út af Páli Óskari“

Daniel Dunkelman, frá Ísrael, segir að atriði Páls Óskars í Eurovision 1997 hafi gert honum grein fyrir því að hann væri samkynhneigður. Síðan þá hefur hann verið ofuraðdáandi íslenska söngvararans og á að baki tuttugu ára ástarævintýri við...
12.05.2017 - 12:40

Bónorð í beinni útsendingu á Eurovision

Jana Burčeska, fulltrúi Makedóníu, fékk bónorð í beinni útsendingu Eurovison í kvöld. Jana flutti lagið Dance Alone í keppninni en kærasti hennar skellti sér á skeljarnar í græna herberginu á meðan keppendur biðu eftir úrslitum. Jana var nýbúin að...
11.05.2017 - 21:21

„Er drengurinn í Framsókn og flugvallarvinum?“

Íslendingar fóru mikinn á samfélagsmiðlinum twitter á seinni undankeppni Eurovision, og eiturpílum og hrósi var kastað í allar áttir unir myllumerkinu #12stig.
11.05.2017 - 20:47

Eurovision útvarp

Eurovision

Þriðjud. 9 . maí - kl. 19

Fyrri undankeppni Eurovision þar sem Svala keppir fyrir Íslands hönd.

Fimmtud. 11. maí - kl. 19

Seinni undankeppni Eurovision.

Laugard. 13. maí - kl. 19

Úrslitakvöld Eurovision

Lögin í Eurovision

Úrslitakvöld í Laugardalshöll

Paper

Svala Björgvinsdóttir

Söngkonan og lagahöfundurinn Svala Björgvinsdóttir er flestum kunn hér á landi enda flutt og samið fjölda þekktra og vinsælla laga allt frá unga aldri. Auk þess hefur Svala náð með tónlist sinni, tónleikahaldi og magnaðri sviðsframkomu gríðarlega góðum árangri á erlendri grundu og þá einkum í Bandaríkjunum. Tónlist Svölu hefur ratað bæði í sjónvarpsþætti og kvikmyndir og komist inn á ýmsa vinsældarlista svo sem á topp 10 smáskífulista iTunes og á topp 30 Billboardlistans í Bandaríkjunum.

 

Árið 1999 skrifaði Svala undir einn stærsta plötusamning, sem íslenskur listamaður hefur nokkru sinni gert, við útgáfurisann EMI. Lagið hennar "The Real Me”, sem hún bæði samdi og flutti, náði feykilegum vinsældum og komst meðal annars í fyrsta sæti í Þýskalandi og Hot 100 Singles listann á Billboard.