Skák

Taflfélag Reykjavíkur 116 ára

Taflfélag Reykjavíkur fagnar í dag 116 ára afmæli. Félagið er elsta skákfélag landsins stofnað af Pétri Zóphóníassyni eftir að hann kom heim úr námi frá Danmörku árið 1900. Á vefsíðu félagsins kemur fram að stofnfélagar voru 29, þeirra á meðal Einar...
06.10.2016 - 16:33
Innlent · Skák

Huginn efstur á Íslandsmótinu í skák

Skákfélagið Huginn heldur efsta sætinu á Íslandsmótinu í skák eftir stórsigur á eigin b-sveit í gær, með sex og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Taflfélag Reykjavíkur er í öðru sæti, einnig eftir sigur á eigin b-sveit og með sama mun.
01.10.2016 - 05:44
Innlent · Skák

Íslandsmeistarar Hugins byrja vel

Skákfélagið Huginn hóf titilvörn sína með miklum látum þegar fyrsta umferð fyrstu deildar Íslandsmótsins í skák hófst í gærkvöld. Huginsmenn rótburstuðu Skákfélag Akureyrar með sjö og hálfum vinningi gegn hálfum. Teflt var í Rimaskóla í Grafarvogi,...
30.09.2016 - 04:22
Innlent · Skák

Jafntefli og tap í tíundu umferð í Bakú

Ísland varð að sætta sig við jafntefli við Portúgal í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu í Bakú í gær. Viðureignin endaði með jafntefli 2-2.  
12.09.2016 - 06:30
Innlent · Skák

Hjörvar og Lenka gera það gott í Bakú

Íslenska skáklandsliðið í opnum flokki vann Eistland á Ólympíuskákmótinu í Bakú í gær af miklu öryggi. Hjörvar Steinn Grétarsson, Jóhann Hjartarson og Bragi Þorfinnsson unnu sínar skákir. Þessi 3-1 sigur tryggði liðinu 8 stig af 10 mögulegum og er...
07.09.2016 - 09:43

Íslenska skáklandsliðið átti góðan dag

Íslenska landsliðshópnum í skák gekk vel í gær á Ólympíuskákmótinu í Kristalhöllinni í Bakú. Konurnar unnu frábæran sigur á sterkri sveit Moldóvu og var þetta annar sigur þeirra á mótinu.
06.09.2016 - 09:16

Íslenska liðið snéri við taflinu

Íslenski landsliðshópurinn í skák brást af krafti við mótlæti gærdagsins þegar 3. umferð var tefld í Kristalhöllinni í Baku, Aserbaísjan. Uppskera dagsins varð 6 vinningar í 8 skákum. Kvennaliðið gerði sér lítið fyrir og lagði sterkt lið Englands 2,...
04.09.2016 - 18:22

„Hluti af þessu að vera svolítið stressaður“

Stærsta skákmót í heimi, Ólympíuskákmótið, verður sett í Bakú í Aserbaísjan á morgun fimmtudag þar sem sterkustu skákmenn heims frá 180 þjóðum etja kappi. Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson er kominn aftur í íslenska landsliðið eftir langa fjarveru.
31.08.2016 - 22:05

Simpson-fjölskyldan teflir fram Carlsen

Norski skáksnillingurinn Magnus Carlsen er á leiðinni til Springfield, nánar tiltekið til Simpson fjölskyldunnar. Þetta hefur danska blaðið Berlingske Tidende eftir umboðsmanni hans, Espen Agdestein. Agdesteins segir það mikinn heiður að fá...
24.07.2016 - 06:40
Erlent · Skák

Armenska ljónið náði að sýna klærnar

Íslenska landsliðið í skák tapaði sinni fyrstu viðureign á heimsmeistaramótinu í skák 50 ára og eldri sem fram fer í Dresden þegar þeir mættu sterkri sveit Armeníu í fimmtu umferð.
01.07.2016 - 09:35
Innlent · Skák

Vonir bundnar við Gullaldarlið Íslands

Í dag hefst í Dresden í Þýskalandi Heimsmeistaramót fimmtíu ára og eldri í skák. Mótið stendur til 4. júlí. Sveit Íslands sem er sú stigahæsta á mótinu skipa engir aukvisar, þar fer fyrir Jóhann Hjartarson sem varð Íslandsmeistari á dögunum og með...
26.06.2016 - 17:21
Innlent · Skák

Teflir til styrktar sýrlenskum börnum

Hrafn Jökulsson, hjá skákfélaginu Hróknum, hóf í morgun skákmaraþon í Ráðhúsinu og stendur það til miðnættis, föstudag og laugardag, samtals 30 klukkustundir. Markmiðið er að safna framlögum fyrir Fatimusjóð og UNICEF í þágu sýrlenskra flóttabarna....
06.05.2016 - 10:07
Innlent · Skák

Páskaskák í Ittoqqortoormiit

Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir mikilli skákhátíð í afskekktasta þorpi Grænlands yfir páskana og stendur hún nú sem hæst. Skákhátíð Hróksmanna í hinu 450 manna þorpi Ittoqqortoormiit, sem er um 1.000 kílómetra frá næsta byggða bóli, hefur verið...
26.03.2016 - 02:53

Páskaskákveisla í afskekktasta þorpi Grænlands

Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir hátíð í afskekktasta þorpi Grænlands yfir Páskana ellefta árið í röð. Róbert Lagerman leiðangurstjóri segir að mikillar eftirvæntingar gæti meðal barnanna í þorpinu en hátíðin hefst á fjöltefli í barnaskólanum í...
24.03.2016 - 11:43
Innlent · Skák · Mannlíf

Gupta sigraði á Reykjavíkurskákmótinu

Indverski stórmeistarinn, Abhijeet Gupta tryggði sér sigur á 31. Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í dag. Gupta hafði vinnings forskot á næstu menn fyrir umferðina í dag og dugði því jafntefli til þess að tryggja sér sigurinn.
16.03.2016 - 23:22