Skák

Skákhátíð á Austur-Grænlandi

Þriðja Polar Pelagic-skákhátíðin stendur nú yfir á Austur-Grænlandi, en að henni standa standa skákfélagið Hrókurinn og KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands.
20.02.2017 - 14:41

Karjakín náði fram hefndum gegn Carlsen

Heimsmeistaranum í skák, Norðmanninum Magnúsi Carlsen, tókst ekki að verja heimsmeistaratitla sína í at- og hraðskák á Heimsmeistaramótinu i þessum greinum, sem fram fóru í Doha í Katar nú um hátíðarnar. Rússinn Sergei Karjakín varð í kvöld...
31.12.2016 - 02:22

Þröstur nýr Íslandsmeistari í atskák

Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson er nýr Íslandsmeistari í atskák, eftir æsispennandi keppni á Íslandsmótinu í atskák, sem fram fór í dag.
26.12.2016 - 18:59

Friðrik teflir á Íslandsmótinu í atskák

Íslandsmótið í atskák fer fram á Hvalasafninu í Reykjavík í dag.
26.12.2016 - 11:31

Opnuðu nýjan kennsluvef í skák

Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák opnaði í dag formlega nýja vefsíðu þar sem finna má fjölbreytt úrval kennslumyndbanda í skák.
05.12.2016 - 17:06

Carlsen og Karjakin tefla til þrautar

Þeir Magnus Carlsen og Sergey Karjakin þurfa að tefla til þrautar um heimsmeistaratitilinn í skák. Þeir gerðu enn eitt jafnteflið í tólftu og síðustu skák einvígis síns. Þeir gerðu alls tíu jafntefli í skákunum tólf.
29.11.2016 - 00:34

Allt í járnum fyrir lokaskákina

Magnus Carlsen og Sergey Karjakin gerðu jafntefli í kvöld í elleftu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra. Þegar ein skák er eftir eru þeir með fimm og hálfan vinning hvor. Úrslitaskákin verður tefld á mánudagskvöld. Ef enn verður jafnt eftir hana þurfa...
26.11.2016 - 23:36

Carlsen jafnaði metin gegn Karjakin

Norðmaðurinn Magnus Carlsen jafnaði metin gegn Rússanum Sergey Karjakin í einvígi þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák í New York í gærkvöld. Þegar tveimur skákum er ólokið er staðan fimm vinningar gegn fimm.
25.11.2016 - 04:49

Carlsen fær milljónir í sekt

Alþjóðaskáksambandið FIDE ætlar að sekta Magnus Carlsen, heimsmeistara í skák um um allt að sjö og hálfa milljón króna fyrir óíþróttamannslega framkomu. Hann tók ekki þátt í blaðamannafundi í gærkvöld eftir að hann tapaði áttundu skák einvígisins um...
22.11.2016 - 09:47

Carlsen á milljónasekt yfir höfði sér

Magnus Carlsen heimsmeistari í skák á yfir höfði sér milljónasekt fyrir að yfirgefa fréttamannafund gærkvöldsins í fússi, áður en fundurinn hófst. Carlsen var að vonum ákaflega vonsvikinn eftir að hann tapaði áttundu skák einvígisins fyrir...
22.11.2016 - 05:52

Karjakín sigraði Carlsen

Rússinn Sergei Karjakín náði í kvöld forystu í einvígi þeirra Magnúsar Carlsen um heimsmeistaratitilinn í skák. Carlsen, sem ekki hefur verið í sínu allra fínasta formi það sem af er einvíginu, lék nokkrum sinnum illa af sér í þessari áttundu skák...
22.11.2016 - 00:29

Sjöunda jafnteflið í heimsmeistaraeinvíginu

Sjöundu skák þeirra Magnúsar Carlsen og Sergeis Karjakín í heimsmeistaraeinvíginu í skák lauk með sjöunda jafntefli einvígisins, sem fram fer í New York. Báðir keppendur hafa því 3,5 vinninga. Skákin var nokkuð jöfn framan af en Carlsen lék illa af...
20.11.2016 - 22:51

Sex jafntefli í sex skákum

Þeir Magnus Carlsen frá Noregi og Rússinn Sergei Karjakin gerðu í kvöld sjötta jafnteflið í jafn mörgum skákum í einvígi sínu um heimsmeistaratitilinn sem nú stendur yfir í New York. Eftir fimmtu skákina var heimsmeistarinn Carlsen með böggum hildar...
19.11.2016 - 00:38

Magnus Carlsen slapp með skrekkinn

Minnstu munaði að ótrúleg mistök yrðu til þess að heimsmeistarinn í skák, Norðmaðurinn Magnus Carlsen, tapaði fimmtu einvígisskákinni gegn Rússanum Sergei Karjakín um heimsmeistaratitilinn í gærkvöld.
18.11.2016 - 20:06

Byrjendamistök næstum búin að fella Carlsen

Minnstu munaði að heimsmeistarinn Magnus Carlsen tapaði fimmtu einvígisskákinni gegn áskorandanum Sergei Karjakín vegna ótrúlegra mistaka, sem fæstir hefðu trúað heimsmeistara til að gera. Hann náði þó að bjarga jafnteflinu, og hafa nú allar fimm...
18.11.2016 - 02:32