Sjávarútvegsmál

„Fólk vissi ekki hvað það ætti að segja“

„Það var bara ekkert hljóð. Fólk vissi ekki hvað það ætti að segja,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona á Akranesi. Hún er ein þeirra sem vinna í botnfiskvinnslu HB Granda sem nú stendur til að leggja niður á Akranesi og sameina...
27.03.2017 - 19:30

Eskja lokar bolfiskvinnslu í Hafnarfirði

Rekstrarfélag Eskju ehf. hefur selt bolfiskvinnslu við Óseyrarbraut í Hafnarfirði og hættir þar rekstri. Félagið er dótturfélag Eskju hf. á Eskifirði. 20 manns starfa við bolfiskvinnsluna.
27.03.2017 - 14:09

Uggur á Akranesi vegna áforma HB Granda

Forsvarsmenn HB Granda hafa ákveðið að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og sameina hana vinnslunni í Reykjavík. 93 starfa við botnfiskvinnslu á Akranesi og 270 í allt hjá HB Granda á Akranesi. Á blaðamannafundi í dag sagði forstjórinn óljóst hve...
27.03.2017 - 13:59

Óttast það versta á Akranesi

„Ég skal viðurkenna það að ég veit ekki mikið annað en að forstjóri HB Granda hafði samband við mig á föstudaginn og óskaði þá eftir að fá að hitta mig á fundi í dag. Og sá fundur verður í dag,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags...
27.03.2017 - 12:48

Engin ákvörðun um uppsagnir á Akranesi

Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort HB Grandi hætti starfsemi á Akranesi. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri fyrirtækisins. Þá segir hann að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um uppsagnir, þótt ákveðið hafi verið að draga verulega...
27.03.2017 - 11:22

Draga verulega úr kaupum á botnfiski

HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða jafnvel hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði. Ástæðan er sú að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi.
27.03.2017 - 10:09

Verkfallið kostaði 47 þúsund tonna samdrátt

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans á fyrra helmingi fiskveiðiársins var 47 þúsund tonnum minni en á fyrri helmingi síðasta fiskiveiðiárs að því er fram kemur í yfirliti Fiskistofu sem birt var í dag. Samdrátturinn nemur 10 af hundraði og er hann...
22.03.2017 - 18:18

Verð fyrir grásleppu á uppleið

Verð fyrir grásleppu fer nú smám saman hækkandi. Eins og RÚV hefur greint frá voru sjómenn afar ónánægðir með það verð sem boðið var í upphafi vertíðarinnar.
22.03.2017 - 11:32

Aukið laxeldi í Tálknafirði og Patreksfirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi Arctic Sea Farm fyrir framleiðslu á allt að 6.800 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði.
21.03.2017 - 18:00

Fáir grásleppubátar á sjó í upphafi vertíðar

Nærri helmingi færri grásleppubátar eru nú skráðir til veiða í upphafi vertíðar en þegar veiðin hófst í fyrra. Helsta ástæðan er lágt verð fyrir grásleppuna. Einhverjir skoða möguleika þess að hefja sjálfir verkun í von um hærra verð.
20.03.2017 - 17:38

Hærra verð en ekki nógu hátt

Grásleppuvertíðin hefst á morgun en sjómenn eru ósáttir við það verð sem kaupendur eru reiðubúnir að greiða fyrir aflann. Fyrstu tilboð hljóðuðu upp á 110 og 150 krónur fyrir hvert kíló. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda,...
19.03.2017 - 17:44

Þokast í samkomulagsátt en enginn samningur

Ekki náðust samningar um skipulag fiskveiða í Norður-Íshafi á fjögurra daga fundi níu ríkja og Evrópusambandsins sem lauk í Reykjavík í gær. Jóhann Sigurjónsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir að mál hafi þokast mjög í samkomulagsátt...
19.03.2017 - 11:12

„Við erum bara harmi slegnir yfir þessu“

Grásleppuvertíðin hefst á morgun og eru sjómenn ósáttir við lágt verð á grásleppu og hrognum sem sjávarútvegsfyrirtæki bjóða. Á síðustu vertíð var verð sem greitt var með því lægra sem þekkst hefur og hafa kaupendur boðið verð út frá því. Einar...
19.03.2017 - 11:05

Þarf að efla vöktun með laxalús í hlýnandi sjó

Kaldur sjór þykir ákjósanlegur fyrir laxeldi vegna þess að hann heldur laxalús í skefjum. Með hækkandi hitastigi í sjó þarf að efla vöktun á laxalús til muna. Þetta segir dýralæknir fisksjúkdóma.
18.03.2017 - 10:37

Stutt og öflug loðnuvertíð senn á enda

Loðnuvertíðinni er nú svo gott sem lokið og örfá skip enn við veiðar. Sölumaður á frystum loðnuafurðum segir gott útlit varðandi sölu og þetta verði afar góð vertíð. Þar skipti stór og góð loðna, öflug skip og góðar aðstæður til veiða, höfuðmáli.
17.03.2017 - 12:41