Sjávarútvegsmál

Raungengi krónu ekki sterkara í 37 ár

Raungengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur ekki verið sterkara frá árinu 1980. Þetta segir forstöðumaður greiningardeildar Arion-banka. Iðnfyrirtæki, sjávarútvegur og sprotafyrirtæki finni mest fyrir þessu. Bandaríkjadalur kostar nú minna...
22.05.2017 - 12:36

Nota lyf gegn laxalús í Arnarfirði

Matvælastofnun hefur samþykkt að lúsugur lax í eldisstöð í Arnarfirði fái lyf. Talning í vor sýndi að laxalúsum fer fjölgandi og báðu forsvarsmenn eldisins því um að fá að meðhöndla fiskinn. Þetta er í fyrsta sinn frá því á níunda áratugnum sem lyf...
19.05.2017 - 18:52

Sólberg komið til Siglufjarðar

Nýr frystitogari útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð kom til hafnar á Siglufirði á hádegi í dag. Skipið var smíðað í Tyrklandi og var kaupverðið rúmlega fimm milljarðar króna.
19.05.2017 - 18:02

Skattlagðir vegna sýndarviðskipta með kvóta

Útgerðin Þorbjörn í Grindavík verður að greiða áttatíu milljónir króna í skatt vegna kvótaviðskipta fyrirtækisins við dótturfélag sitt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi að þetta væru sýndarviðskipti til að komast hjá því að greiða skatta.
17.05.2017 - 06:38

Gera áhættumat fyrir erfðablöndun laxastofna

Vinna er hefin á gerð áhættumats vegna mögulegrar erfðablöndunar eldislax við íslenska, villta laxastofna. Þetta kemur fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar, varaþingmanns...
16.05.2017 - 17:12

Landvernd leggst gegn eldi á frjóum laxi í sjó

Landvernd vill að stjórnvöld banni ræktun á frjóum eldislaxi í sjó nema að tryggt sé að erfðablöndun við íslenska laxastofna geti ekki orðið. Landvernd telur að áhættan sem fylgir stórauknu laxeldi í sjó hér við land, og þeim aðferðum sem hér eru...
15.05.2017 - 15:52

Minnkandi kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni

Talsvert er farið að draga úr kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni, en veiðin hefur gengið vel til þessa. Skipstjórinn á Beiti NK segir íslenskum skipum á miðunum fara fækkandi.
15.05.2017 - 13:16

Segir slegnar pólitískar keilur

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ekki sammála  sjávarútvegsráðherra um að uppsagnir HB Granda og samdráttur hans í vinnslu á Akranesi kalli á aukna gjaldtöku í greininni. Heiðrún sagði í Vikulokunum á...
13.05.2017 - 18:28

Samherji byggir nýtt fiskvinnsluhús á Dalvík

Í dag var undirritaður samningur um lóð fyrir nýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Áætlaður kostnaður er þrír og hálfur milljarður króna. Húsið á að vera tilbúið í lok árs 2018.
12.05.2017 - 18:47

Uppsagnir HB Granda „sárar og erfiðar“

Þetta er sárt og erfitt hvar og hvenær sem þetta gerist,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um uppsagnir hjá HB Granda. Fréttastofa náði tali af honum að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegið. 86 starfsmenn...
12.05.2017 - 12:51

„Mikil sorg í hjarta hjá starfsfólkinu“

„Þetta eru mjög sorgleg tíðindi fyrir okkur Skagmenn og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um ákvörðun HB Granda um að flytja botnfiskvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. Hann segir að...
11.05.2017 - 18:08

HB Grandi segir 86 upp á Akranesi

Öllum starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp frá og með 1. september og starfsemin flutt til Reykjavíkur. Stefnt er að því að bjóða fólki önnur störf hjá fyrirtækinu. Í fréttatilkynningu á vef HB Granda segir að þrátt...
11.05.2017 - 15:38

Gagnrýndu formann atvinnuveganefndar

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Pál Magnússon, formann atvinnuveganefndar Alþingis, við upphaf þingfundar fyrir að leggja til á fundi nefndarinnar að stjórnarandstaðan setji til hliðar mál sín sem tengist...
09.05.2017 - 16:19

Strandveiðarnar hafa farið vel af stað

Nú er komið á aðra viku síðan strandveiðitímabilið hófst og strandveiðar því komnar á fullan skrið. Eigendur 377 báta hafa virkjað strandveiðileyfin og landanir eru orðnar á annað þúsund talsins.
09.05.2017 - 15:28

Þorsteinn stýrir veiðigjaldsnefnd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefur skipað Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formann nýrrar nefndar sem móta á tillögur um það hvernig tryggja megi sanngjarnt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þorsteinn...
08.05.2017 - 18:59