Minnsti blettur skiptir máli

Friðgeir Ingi


  • Prenta
  • Senda frétt

Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur á Holtinu mætti í Síðdegisútvarpið. Holtið fékk 100 stig af 100 mögulegum í óháðri úttekt alþjóðlegs fyrirtækis sem gæðamælir þjónustu um allan heim.

Þarna er á ferðinni óháður úttektaraðili sem nefnist Institute For Hospitality Management sem er sambærilegur við Michelin sem margir þekkja í veitingabransanum. Friðgeir Ingi hefur reyndar reynslu af því að vinna á Michelin stað í Lyon Frakklandi, en hann var yfirkokkur á stað sem nefnist Domaigne de Clairefontaine.

World Hotels er keðja sem Hótel Holt er hluti af og var óskað eftir því frá höfuðstöðvunum að leitað væri til úttektaraðila. Stjórnendur Hótel Holts vissu þó ekkert um þau áform. Nokkrum mánuðum eftir úttektina barst ábyrgðarpóstur um að veitingastaðurinn hefði verið tekinn út af fulltrúa IFHM og fengið tíu stig af tíu mögulegum. Útektin er gríðarlega nákvæm og til dæmis mælt í sekúndum hvenær þjónar eru reiðubúnir til þjónustu og hvernig maturinn er en einnig hvernig þjónar og aðrir eru hafði til, til þess hvernig hnífapör líta út og hvernig tónlist er valin. Hvort minnsti blettur sé á klæðnaði þjóns eða hvort hitastigið á matnum sé einni gráður of lítið skiptir allt máli. Úttektin er algerlega nafnlaus og enginn af starfsfólki hótelsins veit hver það er sem kemur til þess að taka út staðinn eða hvenær viðkomandi er á ferðinni.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku